Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 52
32 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1855 Kirkjan á Hvanneyri í Siglufirði fýkur af grunnin- um og hafnar á hliðinni í kirkjugarðinum. 1908 Robert Baden-Powell stofnar fyrsta skátahópinn í Englandi. 1924 Rússneska borgin Sankti Pétursborg endurnefnd Leníngrad. 1962 Brian Epstein verður um- boðsmaður Bítlanna. 1965 Winston Churchill, fyrr- verandi forsætisráðherra Breta, deyr níræður að aldri. 1966 117 farþegar Air India láta lífið þegar Boeing-707 þota félagsins flýgur á Mont Blanc. 1984 Fyrsta Apple Macintosh- tölvan kemur í verslanir. Jón Páll Sigmarsson hlaut titilinn sterkasti maður heims í fyrsta sinn þennan dag árið 1985 eftir harða keppni við sjö krafta- karla frá ýmsum löndum. Keppnin var háð í Mora í Svíþjóð og meðal þrauta sem lagðar voru fyrir hina sterku menn var dráttur átta tonna trukks um 30 metra vegalengd. Jón Páll sigraði í þeirri grein og var aðeins 30 sekúndur að, þó að snjór væri á jörðu. Hann setti líka heimsmet í trjá- bolakasti og tókst að lyfta þyngri steini yfir höfuð sér en öðrum keppendum. Jón Páll var 24 ára að aldri þegar hann náði titl- inum sterkasti maður heims í fyrsta sinn en hann átti eftir að vinna slíka aflraunakeppni mar- goft á ferli sínum eftir það. Áður hafði hann hlotið Ís- landsmeistaratitil í vaxtar- rækt. Hann var lengi í hópi dáðustu íþróttamanna þjóðarinnar og um tíma í hópi fremstu kraftlyftinga- manna heims. Hann var orðheppinn og hnyttinn og ýmsar gullvægar setn- ingar hrutu af hans munni. Sú þekktasta er „Ekkert mál fyrir Jón Pál“. ÞETTA GERÐIST: 24. JANÚAR 1985 Ekkert mál fyrir Jón PálWINSTON CHURCHILL, FORSÆTISRÁÐHERRA BRET- LANDS, ANDAÐIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1965. „Blóð, sviti og tár.“ Churchill er einn af þekkt- ustu stjórnmálaleiðtogum Bretlands. Hann var auk þess hermaður, rithöfund- ur, blaðamaður og listmál- ari og hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1953. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Klöru Guðmundsdóttur Hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður Tjarnarlundi 13i. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hlíðar fyrir góða og alúðlega umönnun. Kristinn Ketilsson Bjarney Sigvaldadóttir Einar Már Guðmundsson Katrín Melstað Bjarni Freyr Guðmundsson Arna Hrönn Skúladóttir Klara Guðmundsdóttir og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Jónsdóttir Hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis að Drafnarstíg 2, lést mánudaginn 21. janúar. Útför fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 28. janúar kl. 13.00. Magnús Ingi Ingvarsson Aðalheiður Alexandersdóttir Guðjón Magnússon Anna Björk Eðvarðsdóttir Ingvar Magnússon Bryndís Björk Karlsdóttir Rut Magnúsdóttir Ingólfur Garðarsson Anna Ingvarsdóttir Sigríður María Torfadóttir Arinbjörn V. Clausen Tómas Torfason Karen Bjarnhéðinsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Edvard K. Kristensen bifreiðarstjóri, Hjallaseli 55 (Seljahlíð), áður Rjúpufelli 29, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi að kvöldi 17. janúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. janúar kl. 13.00. Kristín Kristensen Guðmundur H. Jónsson Ingibjörg Kristensen Steinunn Kristensen Tómas Stefánsson Jón Valgeir Kristensen barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ásdís Óskarsdóttir Framnesvegi 15, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 19. janúar. Útför hennar verður gerð frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 29. janúar kl. 14.00. Jóhannes Jóhannesson Hjördís B. Sigurðar Halldóra Jóhannesdóttir Sigurgísli S. Ketilsson Helga Jóhannesdóttir Gylfi Bergmann Gunnar Jóhannesson Jón Jóhannesson Hanna Dóra Hjartardóttir Petrína M. Jóhannesdóttir Ögmundur M. Ögmundsson Þröstur Jóhannesson Guðbjörg H. Magnadóttir ömmu-, langömmu- og langlangömmubörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, Guðrún Jónsdóttir, Dvalarheimilinu Hlíð, áður Ránargötu 27, Akureyri, lést hinn 16. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. janúar kl. 13.30. María Elínborg Ingvadóttir Herdís Ingvadóttir Jón Grétar Ingvason Hjördís Arnardóttir Bjarni Rafn Ingvason Rósa Þ. Þorsteinsdóttir Áslaug Nanna Ingvadóttir Ingvi Júlíus Ingvason Unnur Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórunn Bjarney Garðarsdóttir Stigahlíð 30, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. janúar kl. 13.00. Garðar Halldórsson Inga Jónsdóttir Kristín Jóna Halldórsdóttir Anna Þórunn Halldórsdóttir Ágúst Þorsteinsson Helgi Þór Helgason Guðbjörg Hanna Gylfadóttir Hanna Ragnheiður Helgadóttir Steffen Simbold barnabörn og langömmubörn. „Ég er hress og kátur. Er að reyna að redda af mér mynd. Það hefst. Læt bara taka hana af svölunum. Það snjó- aði aðeins í morgun en er að birta til. Nú sé ég orðið Öræfajökul.“ Þannig byrjaði Hjalti Þór Vignis- son, bæjarstjóri á Hornafirði, samtal sitt við blaðamann í gær eftir að hafa fengið beiðni í tölvupósti um afmælis- viðtal og mynd. Hann er nefnilega þrí- tugur í dag. Skyldi hann ætla að halda upp á það? „Ég mæti í vinnuna og borða svo heima með mínu fólki. Það er ekkert annað á döfinni. Er reyndar nýkominn úr ágætu fríi. Fór í sumar og sól í Karíbahafinu með fjölskyld- unni. Það var nú meðal annars gert í tilefni afmælisins og var mjög gott, fínt loftslag og gaman fyrir okkur öll að vera saman.“ -Hvað áttu af börnum? „Ég á þrjú. Tvær stelpur, aðra fjög- urra og hálfs árs og hina tveggja og hálfs og svo strák átta mánaða. Það fjölgaði svolítið ört á heimilinu en það er allt í lagi, bara líf og fjör og frábært að vera með börn í kringum sig.“ -Ertu ekki með yngstu bæjarstjór- um landsins, Hjalti? „Jú, mér er sagt það en ég hef ekk- ert gáð að því. Þegar ég er á fund- um með sveitarstjórnarfólki eru þar flestir mun eldri en ég. En ég tel mik- ilvægt að sveitarstjórnir endurspegli samsetningu íbúa. Þá er ekki hægt að miða við eitthvert ákveðið aldursbil, ákveðna þekkingu eða kyn. Það hafa allir skoðanir hvort sem þeir eru tví- tugir eða sextugir.“ -Telur þú þig hafa aðra sýn á hlut- ina en þeir sem eldri eru? „Já, ég býst við því. Málefni fjöl- skyldunnar eru mér hugleikin og ég vil móta hér umhverfi sem er fram- úrskarandi fyrir fjölskyldur að búa í og lifa. Mannvirkin á vegum bæjarins endurspegla líka að einhverju leyti mínar áherslur sem er að byggja hér upp fjölbreytta íþróttaaðstöðu. Við opnuðum frjálsíþróttavöll á síðasta ári, tókum í notkun mótorkrossbraut og ný sundlaug er í byggingu auk þess sem bygging knattspyrnuhúss er í bígerð. Ég hef líka áhuga á útivist og Vatnajökulsþjóðgarður opnar ýmsa möguleika.“ -Er frúin heimavinnandi? „Nei, nei. Guðrún kona mín er skrif- stofustjóri hjá Skinney/Þinganesi svo það er nóg að gera hjá henni líka. En það er frábært að búa hér og stutt í alla þjónustu svo sem að sækja börnin í leikskóla og versla. Við þurfum því ekki að eyða löngum tíma á dag í bíl. Þetta gerist allt á fimm mínútum. -Ferðu heim í hádeginu? „Stundum. Það fer eftir stöðunni. Oft er langur vinnudagur, fundahöld á kvöldin og á álagstímum er unnið um helgar líka. En ég nýt starfsins og hef afskaplega gaman af því. Ég er upp- alinn hér á Hornafirði og finnst frá- bært tækifæri og mikill heiður að fá að starfa fyrir þetta samfélag.“ gun@frettabladid.is ÞRÍTUGUR: HJALTI ÞÓR VIGNISSON, BÆJARSTJÓRI HORNAFJARÐAR Allir hafa skoðanir hvort sem þeir eru tvítugir eða sextugir EINN YNGSTI BÆJARSTJÓRI LANDSINS „Ég er uppalinn hér á Hornafirði og finnst frábært tæki- færi og mikill heiður að fá að starfa fyrir þetta samfélag,“ segir hann. MYND/HAUKUR INGI EINARSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.