Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 24. janúar 2008 39 Tvær athyglisverðar sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum á laugar- dag. Verk eftir samtímamennina Sámal Mikines og Nínu Sæmunds- son verða þar undir smásjánni, hvort í sínu sýningarrýminu þó. Þau Sámal og Nína eiga það sam- eiginlegt að hafa sótt menntun sína í Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn á fyrri hluta síðustu aldar og að hafa unnið sér sess utan síns heimalands. Mikines hefur svipaðan sess í færeyskri listasögu og Jóhannes S. Kjarval hefur í þeirri íslensku. Miki- nes sótti innblástur til verka sinna mikið í náttúru Færeyja og lifnaðar- hætti þjóðar sinnar. Sýningin á Kjar- valsstöðum verður fyrsta yfirlits- sýning á verkum hans sem haldin er hérlendis og því eflaust margir sem bíða hennar með nokkurri óþreyju. Til sýnis verða um 50 málverk sem spanna um hálfrar aldar tímabil í ferli listamannsins. Mikines átti við ýmsan krankleika að etja á ævi sinni en náði þó að vera afkastamikill. Í tilefni sýningarinnar verður fær- eyski myndlistarmaðurinn Bárður Jákupsson með leiðsögn um verk Mikines á sunnudag kl. 15. Nína Sæmundsson var af íslensku bergi brotin og gat sér gott orð vest- an hafs fyrir list sína. Hún bjó lengst af erlendis en hélt sínum íslenska ríkisborgararétti til dauðadags. Verk Nínu, Móðurást, hefur fyrir löngu unnið sér sess í borgarlands- lagi Reykjavíkur. Verkið var sett upp árið 1928 og var fyrsta listaverk konu sem var sett upp í almennings- rými í höfuðborginni. Árið 2004 færði náinn ættingi Nínu, Ríkey Ríkarðsdóttir, Listasafni Reykjavík- ur ellefu höggmyndir eftir Nínu til eignar, en þær eru nú sýndar saman í fyrsta skipti á safninu. Nína var víðförul en lengst af bjó hún í Bandaríkjunum. Meðal opin- berra verka hennar þar má nefna höggmynd fyrir Waldorf Astoria- hótelið í New York en hún var einnig kunn fyrir brjóstmyndir af frægum leikurum í Hollywood. Sýningarnar verða báðar opnaðar á Kjarvalsstöðum á laugardag kl. 16. Meistarar á Kjarvalsstöðum LÍFIÐ Í FÆREYJUM Grindardráp eftir Sámal Mikines. SINNEP Atli Ingólfsson Að hafa efni á vímu Það fellur að og fjarar síðan út. Þar á milli getum við ímyndað okkur að vatnsmassinn stoppi eitt augnablik eins og allt sem þarf að snúa við. Ef tíminn er hreyfing mætti segja að tími vatnsins nemi staðar á þessum punkti, á liggjandanum áður en byrjar að fjara. Inni í okkur eru víst lífssveiflur af ýmsu tagi sem sæta einhverjum sjávarföllum, mismiklum og mistíðum. Svo er sálin líka sveiflukennd og nokkuð háð umhverfinu. Þar er flóðið mishátt, en þegar stórstreymt er þá er maðurinn fullur. 1) Þegar menn fyllast sælu er það eins og augnabliksdvöl á öldutoppi áður en hún dalar. Þessu fylgir algleymi einmitt vegna þess að tíminn virðist nema staðar. Þetta heitir líka víma. 2) Að upplifa það að tíminn stöðvist er óviðjafnanlegt. Þá er eins og lífið verði skyndilega lóðrétt og hægt að finna allan mátt þess í einu. Allar spurningar hverfa frammi fyrir yfirþyrmandi sannleika nú-sins. Tímaleysi er auðvitað sigur á dauðanum, en bara um stund. 3) Þess vegna sækjast menn eftir vímu. 4) Það sem magnar mönnum vímu er til dæmis mystísk eða trúarleg upplifun, ást eða erótík, sérstök tengsl við náttúr- una, dans eða háttbundin hreyfing, tónlist eða listræn upplifun. Svo er það áfengið og „blessuð“ eiturlyfin. 5) Þetta síðastnefnda er háskalegra en aðrar leiðir að vímunni. Sá sem reiðir sig á annarlegan aflgjafa til að finna vímuna missir smám saman hæfileikann til að komast þangað hjálparlaust. Og ef við verðum með þessari hjálp fyllri en sálin hefur efni á er hætt við að andhverfan, ógleðin, ríði okkur að fullu. 6) Tíminn stöðvast nefnilega líka á lágfjöru og þá hellast angurefnin yfir okkur öll í einu. 7) Það eru innantóm orð að vara menn við vímu. Hins vegar má benda á að lífið býður upp á hana alveg án lyfja- meðferðar. 8) Hitt skiptir öllu máli: að næra vímuna, eiga innistæðu fyrir henni. Allt það sem við hugsum, lesum og upplifum hrærist saman og litar þessa litlu kjarnorkusprengingu sem algleymið er. Við getum litið á hversdagslífið sem söfnun í sprengjuna og því ríkara sem andlegt líf okkar er því magnaðri verður víman. Hægt er að lifa í ljósi vímunnar, ekki í skugga hennar. 9) Lífið og listin, þetta eru bestu eiturlyfin. 10) Það hringdi í mig fugl og spurði hvort þetta væri ekki einum of skáldlegt. Jú, líklega, því þetta er einum of satt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.