Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 67
FIMMTUDAGUR 24. janúar 2008 47 viðbótarafsláttur Upprunalegt verð Verð með 20% viðbótarafslætti af allri útsöluvöru. reiknast af við kassann. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 4 07 87 01 /2 00 8 990 kr. 1.990 kr. 2.990 kr. 4.990 kr. 6.900 kr. 297 kr. 597 kr. 897 kr. 1.497 kr. 2.070 kr. -70% -70% -70% -70% -70% 238 kr. 478 kr. 718 kr. 1.198 kr. 1.656 kr. -20% -20% -20% -20% -20% 20% Verð með 70% afslætti Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin í sjöunda skipti 7. til 9. febrúar. Ýmsir upplífgandi menn- ingarviðburðir verða á dagskrá, m.a. ljósaganga, tangómaraþon og ljóðaslamm. Hátíðinni verður slitið á Nasa þegar rússneska kvenna- bandið Iva Nova treður upp. Sveitin var stofnuð í Sankti Pétursborg árið 2002 og hefur þróað sinn stíl síðan. Þær blanda saman rússneskri þjóðlagahefð og pönki, polka og öllum fjáranum. Þetta eru fimm stelpur sem hafa verið kallaðar „rússnesku Pogues“ og Rolling stone-tímaritið segir bandið „svalasta kvennaband Rússa“. Einnig er sitthvað líkt með Iva Nova og Risaeðlunni íslensku. Stelp- urnar í Iva Nova þykja ægihressar á sviði og tónlistin er hröð og skemmtileg svo gestir eru hvattir til að mæta á dansskónum. Svalasta kvennaband Rússa kemur HRESSIR RÚSSAR Stuðbandið Iva Nova spilar á Nasa. Slim-Fast hefur boðið rapparanum Eminem að vera „andlit“ fyrir megrunarvörur sínar. Rappar- inn hefur blásið út að undanförnu og þurfti nýlega að leggjast inn á spítala í Detroit með hjartakvilla samfara offitu. Eminem, sem gekk undir sviðsnafn- inu Slim-Shady, ku kominn yfir 100 kílóin, sem er ágætt miðað við að hann er ekki nema 1,73 metrar á hæð. „Vörur okkar myndu svínvirka fyrir Eminem,“ segir talsmaður Slim-Fast, „og við bjóðum honum alla þá aðstoð sem hann vill.“ „Hann er kominn með undirhöku, bumbu og lafandi brjóst,“ er haft eftir nánum heimildarmanni. „Eminem býr í hálfgerðri einangrun og felur sig fyrir fjölmiðlum.“ Eminem hefur ekki svarað tilboðinu frá Slim- fast og mun kannski bara rappa sig aftur í form. Plötufyrirtækið segir þó enga nýja plötu á leiðinni. Slim-Fast vill Slim-Shady Plata með lögum úr leikritinu Ökutímar er komin út. Lay Low samdi fimm ný lög fyrir sýning- una ásamt því að leita í smiðju bandarísku sveitasöngkonunnar Dolly Parton. Flytur Lay Low átta lög eftir Parton í sýningunni með sínu nefi. Ökutímar hafa verið sýndir fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Akureyrar síðan í byrjun nóvember og hefur verkið vakið mikla athygli. Hefur lagið Saman eftir Lay Low jafnframt hljómað ótt og títt í útvarpinu síðustu vikur. Allur ágóði Lay Low af sölu plötunnar rennur til Aflsins á Akureyri sem eru systrasamtök Stígamóta. Ökutímar frá Lay Low ÖKUTÍMAR Lay Low flytur alla tónlistina í leikritinu Ökutímar. Þungarokksþættirnir Dordingull. com og Babýlon á X-inu 977 hafa verið sameinaðir í einn þátt sem nefnist Hrynjandi. Þáttastjórn- endur verða þeir Egill Geirsson og Sigvaldi Ástríðarson. Meginefni þáttarins verður þungt rokk, hvort sem um er að ræða pönk, svartmálm eða allt þar á milli. Hrynjandi verður þriggja tíma langur og verður honum skipt í þrjá hluta. Í fyrsta hlutanum sér Sigvaldi um lagavalið, í öðrum hlutanum sameina þeir krafta sína og í þeim þriðja tekur Egill við stjórnartaumunum. Þátturinn verður á dagskrá á sunnudags- kvöldum frá kl. 19 til 22. Sameinast í einn þátt VALLI DORDINGULL Sigvaldi Ástríðarson, eða Valli dordingull, stjórnar Hrynjanda ásamt Agli Geirssyni. Það verður sannkölluð rappveisla á skemmtistaðnum Organ í kvöld. Þá koma fram rappsveitin 1985! með Dóra DNA og Danna Deluxe, rapparinn Poetrix og Original Melody. Um er að ræða sjötta Uppsveiflukvöldið sem tímaritið Mónitor stendur fyrir. Fremur rólegt hefur verið yfir íslensku hiphop- senunni undanfarið en þessir tónleikar þykja til marks um að blómlegri tímar séu í vændum. Ókeypis er inn á tónleikana í kvöld en húsið verður opnað klukkan 21. Hiphop á Organ í kvöld DÓRI DNA Fer fyrir 1985! á Organ í kvöld. EMNIEM Hefur blásið út undan- farið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.