Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 24. janúar 2008 13 ALÞINGI Væri kolum brennt til að knýja álver líkt álveri Alcoa á Reyðarfirði myndi það losa um 860 sinnum meiri koltvísýring út í andrúmsloftið á ári en raunin er með því að framleiða orkuna með Kárahnjúkavirkjun. Þetta kom fram í svari Þórunnar Svein- bjarnardóttur umhverfisráðherra við fyrir- spurn Péturs H. Blöndals, þingmanns Sjálf- stæðisflokks, á Alþingi í gær. Pétur spurði meðal annars um það hversu mikið Kárahnjúkavirkjun sparaði mannkyn- inu mikla losun gróðurhúsalofttegunda, sé miðað við að ella hefði álframleiðslan sem orka virkjunarinnar fer til farið fram í sambærilegu álveri í Kína, sem knúið væri með brennslu kola. Þórunn svaraði því til að brennsla kola til að knýja slíkt álver myndi losa um 4.290 tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið á ári. Til samanburðar losi vatnsaflsvirkjunin við Kárahnjúka um 5 þúsund tonn af koltvísýringi á ári. Losunin væri því um 860 sinnum meiri í Kína. Í svari Þórunnar við öðrum spurningum Péturs kom fram að bílaumferð hér á landi hafi losað 673 þúsund tonn af koltvísýringi árið 2005. Útblástur frá kolabrennslu til að knýja álver í Kína væri því um sexfalt meiri en af bílaumferð hér á landi. - bj Umhverfisráðherra spurður um hagsmuni heimsins af Kárahnjúkavirkjun: Kolabrennsla væri margfalt verri ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR Umhverfisráðherra segir að ef álverið á Reyðarfirði yrði knúið með brennslu kola myndi það losa um 860 sinnum meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en það gerði með orku frá Kárahnjúkavirkjun. JAFNRÉTTISMÁL Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var á þriðjudag valinn formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðs- þingsins. Hann er fyrsti karlmaðurinn sem gegnir stöðu formanns nefndarinnar. Fram kemur í tilkynningu frá Íslands- deild Evrópu- ráðsþingsins að jafnréttisnefndin sé yngsta nefnd þingsins, stofnuð árið 1998. Á síðustu árum hefur nefndin beitt sér mikið í málum sem snúa að mansali og vændi. Alls eru tíu málefnanefndir starfandi í Evrópuráðsþinginu og funda þær flestar fjórum til átta sinnum á ári. - bj Nefnd Evrópuráðsþingsins: Fyrsti karlmað- urinn í forsvari STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON BRETLAND, AP Á síðustu tólf mánuðum hafa sjö ungmenni framið sjálfsvíg skammt frá smábænum Bridgend í Wales. Í síðustu viku fannst 17 ára stúlka látin í herbergi sínu þar sem hún hafði hengt sig. Sex ungir menn á aldrinum 17 til 27 ára hafa einnig fundist látnir á þessu svæði. „Við vitum ekki hvort hérna er á ferðinni einhver undarlegur trúarsöfnuður eða eftirhermu- sjálfsvíg eða hvort þau hafi gert með sér einhvern furðulegan samning um að drepa sig,“ segir Kevin Clarke, faðir eins ungu mannanna, í dagblaðsviðtali. - gb Óhugur í Bretlandi: Sjálfsvígsalda ungmenna ALÞINGI Ræður forseta Íslands og ráðherra sem fluttar eru á erlendum tungum á að þýða á íslensku samtímis, eða svo skjótt sem auðið er, að mati tveggja þingmanna Samfylkingarinnar. Mörður Árnason varaþing maður er flutningsmaður þingsályktunar- tillögu þar sem því er beint til ráðamanna að þýða ræður sínar. Á síðasta ári fluttu forseti, forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra samtals 29 ræður á öðru tungumáli en íslensku. Með því að þýða ræður og greinar ráðherra á íslensku má koma í veg fyrir mistúlkun og rangþýðingar, enda ræðurnar margar mikilvægar fyrir íslenskt samfélag, segir í greinargerð. - bj Ræður ráðamanna á íslensku: Komið í veg fyrir mistúlkun MÖRÐUR ÁRNASON Þingmaður Sam- fylkingarinnar vill að ræður forseta og ráðherra verði þýddar eins fljótt og auðið er. Framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að opna skuli fyrir skráningu á öllum stöðvum. Samkvæmt lögum er ljóst að skylt er að hafa opið á skráningu skjólstæðinga á þær. HEILBRIGÐISMÁL Má ekki loka á skráningar M AD R ID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W Y OR K REYKJAVÍK AKUREYRI HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 99 77 0 1 /0 8 8. dagur – 8. útkall París á Hagkaupsverði Kauptu miða á www.icelandair.is í dag eða í verslunum Hagkaupa í Holtagörðum, Kringlunni, Smáralind eða á Akureyri. 50 FERÐAVINNINGAR Allir kassastrimlar eru happdrættis- miðar. Neðst á strimlinum er 7 stafa númer. Þú ferð inn á www.icelandair.is og slærð þar inn númerið og færð samstundis svar við því hvort þú hafir dottið í lukkupottinn. Hafið sætisólarnar spenntar Við kynnum 24 spennandi áfangastaði Icelandair árið 2008, helgarferðir, sumarævintýri og sérferðir. Nýr ferðabæklingur Icelandair, Mín borg, liggur frammi í öllum verslunum Hagkaupa. Þetta er verslunarstjórinn sem talar Full búð af spennandi Duty Free tilboðum. Duty Free tilboð á sælgæti og fleiru. Ferðadagar Icelandair og Hagkaupa frá 17.–27. jan. París Hvert viltu fara? á 15% afslætti í dag* + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is * Í dag, 24. janúar, bjóðum við 15% afslátt af öllum fargjöldum á Best Price og Economy fargjaldaflokkum til Parísar. Ferðatímabil er til og með 31. desember 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.