Fréttablaðið - 24.01.2008, Side 22

Fréttablaðið - 24.01.2008, Side 22
22 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Hlutabréf hríðféllu í Kauphöll Íslands í gær og lækkaði Úrvals- vísitalan um 4,48 prósent. Vísital- an fór lægst í um 4.980 stig en end- aði daginn í 5.051 stigi. Hún hefur nú lækkað um 8,7 prósent það sem af er vikunni og um tuttugu pró- sent frá áramótum. Árið sem nú er nýhafið er enn sem komið er það versta í sögu hlutabréfaviðskipta hér á landi. Þá hefur evra aldrei verið sterkari gagnvart krónu, en nú fást 97,7 krónur fyrir hverja evru. Mest lækkun varð á bréfum í Existu sem rýrnuðu um rúm ell- efu prósent. Spron lækkaði um tæplega átta og Eimskip um rúm- lega sex prósent. Bréf Atlantic Petroleum hækkuðu um rúmlega fjögur prósent. Lækkunin var nokkru meiri en á alþjóðamörkuðum, þar sem bréf lækkuðu þrátt fyrir 75 punkta stýrivaxtalækkun bandaríska seðlabankans á þriðjudag. Hin breska FTSE-vísitala féll um 3,9 prósent, bandaríska tæknivísital- an NASDAQ um tvö prósent og Dow Jones um rúmlega eitt pró- sent. C20 vísitalan í Kaupmanna- höfn lækkaði um 1,41 prósent og hin sænska S30 um 3,69 prósent. Sérfræðingar eru sammála um að lækkanir á alþjóðlegum mörk- uðum megi rekja til ótta um yfir- vofandi kreppu í Bandaríkjunum. Stýrivaxtalækkun Seðlabankans hafi hreinlega komið of seint fram. Fram kemur í hálffimmfréttum Kaupþings að Úrvalsvísitalan hafi ekki lækkað svo mikið á einum degi síðan 4. janúar 2006. - jsk KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 1.086x 5.051 -4,48% Velta: 7.101 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,15 -3,21% ... Bakkavör 48,30 -5,29% ... Eimskipafélagið 27,70 -6,42% ... Exista 11,07 -11,03% ... FL Group 9,78 -3,65% ... Glitnir 18,85 -4,07% ... Icelandair 26,00 -1,52% ... Kaupþing 682,00 -4,88% ... Landsbankinn 30,00 -3,54% ... Marel 95,50 -1,65% ... SPRON 5,62 -7,57% ... Straumur-Burðarás 12,95 -2,41% ... Össur 90,50 -3,11% ... Teymi 5,60 -3,11% MESTA HÆKKUN ATL. AIRWAYS +4,15% ALFESCA +0,15% MESTA LÆKKUN EXISTA -11,03% SPRON -7,57% EIMSKIPAF. -6,42% Deila um nafnlausar sendingar Í Færeyjum er tekist á um grundvallaratriði vegna nafnlausrar póstkortssendingar inn á hvert heimili í eyjunum. Í sendingunni eru færeysku stjórnmálaflokkarnir kortlagðir eftir því hvort þeir teljist kristilegir eður ei. Miðflokkurinn telst þar einn flokka 100 prósent Jesúmegin, Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn eru ofar miðju, í miðið situr Sjálfstýrisflokk- urinn, en Javnaðarflokkurinn og Tjóðveldi eru nokkuð undir miðju, segir í frétt Útvarps Færeyja. Sendingin hefur vakið nokkra reiði og margir sem krefjast þess að upplýst verði um sendanda. Sofus Clementsen, forstjóri Póstsins í Færeyjum, segir það hins vegar ekki munu gert og Pósteftirlitið segir málið ekki heyra undir valdsvið þess. Enn af póstmálum Í Danmörku er líka fjallað um póstmál, en nokk- uð á öðrum nótum þó. Þar hefur stjórnendum Post Danmark ofboðið ástandið, en að meðal- tali er hver starfsmaður með 18 veikindadaga á ári. Útvarp Færeyja greinir frá að til úrbóta hafi stjórn fyrirtækisins gripið til þess ráðs að búa til happdrætti meðal þeirra starfsmanna sem ekki nýta sér veikindarétt á heilu ári. Dregnir verða út átta vinningar upp á 100 þúsund danskar krónur hver, eða sem jafn- gildir um 1,3 millj- ónum íslenskra króna. Auk aðalvinninganna verða svo líka dregnir út smærri vinningar sem ganga til heppinna í hópi starfsmanna sem að hámarki hafa nýtt sér tvo veikindadaga. Peningaskápurinn ... Greiningardeild sænska bankans SEB Enskilda seg- ir Existu berjast við lausa- fjárskort. Stjórnarformaður félagsins og greinendur segja umfjöllunina illa unna og forsendur rangar. „Þessar hugleiðingar greiningar- manns Enskilda eru illa unnar og fjarri öllum veruleika. Greiningar- maðurinn þekkir greinilega ekki vel til Existu og gerir sig þar að auki sekan um rangfærslur í útreikningum,“ sagði Lýður Guð- mundsson, stjórnarformaður Existu, í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Greiningardeild sænska bankans SEB Enskilda birti umfjöllun um Existu og lausafjárstöðu félagsins í vikubyrjun. Umfjöllunin, sem ekki er formleg greining, er ætluð við- skiptavinum og ráðgjöfum. Þar kemur fram að gengi stærstu eigna Existu, þar á meðal kjölfestan í Kaupþingi og finnska trygginga- félaginu Sampo, auk norska fjár- málafyrirtækisins Storebrand, hafa fallið mikið í óróleikanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum frá síðasta hausti og megi Exista ekki við nema allt að tíu prósenta lækkun til viðbótar áður en félagið neyðist til að selja eignir upp í skuldbindingar. Líklegt þyki að bæði skandinavísku félögin séu viljug til að kaupa eigin bréf að því gefnu að afsláttur verði gefinn á markaðsgengi þeirra. Exista er stærsti hluthafi Sampo með tæpan tuttugu prósenta hlut. Athygli vekur að greinendur SEB Enskilda mæla með kaupum á tryggingafélaginu á meðan staða stærsta hluthafans er dregin í efa. SEB Enskilda reiknar gengis- þróun á eignasafni Existu frá hæsta gildi þess á öðrum ársfjórðungi í fyrra en þá stóð gengi hlutabréfa almennt hátt. Við þessa forsendu er miðuð eiginfjárstaða Existu á þriðja ársfjórðungi. Slíkur útreikn- ingur veldur því að áætlað tap er meira en raunin er, líkt og grein- ingardeild Glitnis benti á í gær. Fleiri taka í sama streng enda eðli- legra að miða út frá gengislækkun eignasafns Existu um svipað leyti. Þá er hlutdeild Existu í þriggja milljarða evra hagnaði Sampo af sölu á bankastarfsemi til Danske Bank í fyrra dregin frá eiginfjár- stöðu félagsins. Slíkur viðbótar- frádráttur er sagður rangur. Niðurstaða SEB Enskilda er að lausafjárstaða Existu nemi nú 365 milljónum evra, jafnvirði 35,4 milljörðum íslenskra króna, sam- anborið við 260 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Stjórnendur Existu hafa ákveðið að tjá sig ekki frekar um málið þar sem þagnarskylda hvíli á þeim fyrir birtingu uppgjörs á fimmtu- dag í næstu viku. „Við munum þá gera nákvæma grein fyrir stöðu félagsins,“ heldur Lýður áfram. Exista hefur þegar haft samband við SEB Enskilda og óskað eftir útskýringum á rangfærslunum. Erlendur Hjaltason, forstjóri Existu, sagði í samtali við Frétta- blaðið fyrir hálfum mánuði aðgang fyrirtækisins að lausafé nægja til að mæta endurfjármögnunarþörf félagsins nær allt árið. „Eru þá ekki taldar með auðseljanlegar eignir,“ sagði hann. jonab@frettabladid.is FRÁ AÐALFUNDI EXISTU Stjórnendur Existu á aðalfundi félagsins í fyrra. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, segir umfjöllun sænska bankans SEB Enskilda illa unna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hugleiðingar um Existu víðs fjarri veruleikanum STÆRSTU EIGNIR EXISTU* Eign Hlutfall Skipti (móðurfélag Símans) 43,6% Bakkavör 39,60% Kaupþing 23,00% Sampo 19,98% Storebrand 8,70% * Í lok þriðja ársfjórðungs 2007 „Þótt það verði sveiflur eins og í Existu, þá hefur það lítil áhrif á áhættugrunn okkar,“ segir Guð- mundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri SPRON. SPRON á beint og óbeint um 7,4 prósenta hlut í Existu. Gengi hluta- bréfa í Exista hefur lækkað mikið undanfarnar vikur. „Þegar áhættugrunnurinn er reiknaður út eru fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum dregnar frá eigin fé. Þannig hafa verðsveiflur ekki áhrif á áhættugrunninn,“ segir Guðmundur. Áhættugrunnurinn, eða eiginfjárhlutfall (CAD-hlut- fall), sé mjög rúmur. Guðmundur segir að rekstur sparisjóðsins sé tvíþættur. Annars vegar viðskiptabankaþjónusta og síðan fjárfestingar. „Þótt fjárfest- ingar sveiflist, þá hefur það ekki áhrif á viðskiptabanka starfsemina.“ - ikh Ógnar ekki SPRON GUÐMUNDUR HAUKSSON Eigiðfjárhlut- fallið er rúmt. Þótt gengi í Existu sveiflist þá hefur það lítil áhrif. ÚRVALSVÍSITALAN — Þróunin frá áramótum: 28.12 09.01 16.01 23.01 6318 5051 5469 5453 AppliCon AB í Svíþjóð, sem er í eigu Nýherja, hefur keypt öll hlutabréf í sænska fyrirtækinu Marquardt & Partners. Kaupverð er ekki gefið upp. Fram kemur í tilkynningu frá Nýherja að kaupin séu í samræmi við þá stefnu App- liCon að útvíkka starf- semi sína á sviði hugbúnaðarlausna fyrir fjár- málafyrirtæki í Norður-Evrópu. Marquardt & Partners er ráð- gjafarfyrirtæki á sviði upplýs- ingatækni og sérhæfir sig í inn- leiðingu hugbúnaðar, ráðgjöf og þjónustu við fjármálafyrirtæki. AppliCon rekur skrifstofur í þrem- ur löndum auk Íslands; í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð. - jsk Kaupa ráðgjaf- arfyrirtæki ÞÓRÐUR SVERRIS- SON. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir fjölgun á árinu,“ segir Atli Atla- son, framkvæmdastjóri starfs- mannasviðs Landsbankans. Vangaveltur hafa verið um stór- felldan niðurskurð í fjármálageir- anum á árinu. Allt að 650 störf kunni að glatast á árinu. Bankamenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að árið 2008 verði þungt undir fæti en fullyrða að ekkert hafi verið ákveðið um fækkun. Ólafur Teitur Guðnasson, fjöl- miðlafulltrúi Straums, segir að starfsmönnum Straums hafi fjölgað umtalsvert á undanförn- um vikum. Um tuttugu manns hafa verið ráðnir þangað undanfarið, þar af rúmur helmingur hér á landi. Engar uppsagnir vegna niður- skurðar munu vera fyrirhugaðar hjá Kaupþingi, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Sömu sögu er að segja af SPRON. Vala Pálsdóttir, upplýsingafull- trúi Glitnis, segir að síðastliðið ár hafi verið metár í ráðningum hjá bankanum og það komi ekki á óvart þótt úr þeim dragi í ár. Hins vegar hafi ekki komið til uppsagna og engin ákvörðun verið tekin um slíkt. „Hér er ráðið í störf sem losna.“ Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja, kann- ast ekki við að bankamenn séu að missa vinnuna. Um 6.000 manns starfa hjá fjár- málafyrirtækjum. Hátt í 40 pró- sent í útibúum. - ikh Engin fækkun í bönkum Í BANKANUM Fullyrt er að þrátt fyrir niðursveiflu verði ekki fækkað í röðum bankamanna. MARKAÐSPUNKTAR Míla og Geisli hafa gert sín á milli samstarfssamning þess efnis að Geisli taki að sér að þjónusta fjarskiptakerfi Mílu í Vestmannaeyjum. Straumur hefur ráðið til starfa á skrif- stofu bankans í Stokkhólmi þá Mats Ericsson, forstöðumann sölusviðs markaðsviðskipta í Svíþjóð, Peter Bengtsson, sölustjóra í markaðsvið- skiptum, og Peter Näslund, yfirmann greiningar. Greiningardeild Landsbankans spáir að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent í janúar. Gangi spáin eftir verður tólf mánaða verðbólga um sex prósent. Petrea I. Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Markaðssviðs hjá Símanum. Versta ársbyrjun í sögu Kauphallarinnar Úrvalsvísitalan hefur lækkað um fimmtung á árinu. Gríðarlegur órói er á alþjóðamörkuðum. FRÁ BRASILÍU Ekkert lát virðist á lækkun hlutabréfa víðs vegar um heim. Sérfræð- ingar segja stýrivaxtalækkun seðlabanka Bandaríkjanna of seint fram komna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.