Fréttablaðið - 24.01.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 24.01.2008, Síða 12
 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Evrópusam- bandið ætlar að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um fimmt- ung á næstu tólf árum. Áætlað er að kostnaðurinn við þetta nemi fimmtíu milljörðum evra, sem jafngildir um 4.850 milljörðum króna. „Þetta kostar eitthvað, en það er viðráðanlegt,“ sagði Manuel Barr- oso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en benti á að væri kostnaðinum dreift niður á íbúa Evrópusambandsríkjanna þyrfti hver þeirra að greiða þrjár evrur á viku, eða rétt um 290 krón- ur. Tíu sinnum dýrara væri að gera ekki neitt, segir Barroso: „Daglegt verð á olíu og gasi hækkar, en raunkostnaður heildarpakkans lækkar,“ sagði hann. „Í staðinn fyrir kostnað ættum við að tala um hagnað fyrir Evrópu sambandið.“ Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur sett þak á los- unarheimildir Evrópusambands- ríkjanna svo ná megi þess markmiði. Auðugri löndin þurfa að færa stærri fórnir en þau fátæk- ari, eins og sést til að mynda á því að Danir, Írar og Lúxemborgarar þurfa að draga úr losun gróður- húsalofttegunda um tuttugu pró- sent en Búlgarar fá aftur á móti að auka losun sína um tuttugu pró- sent og Rúmenar um nítján pró- sent. Þjóðverjar þurfa að minnka los- unina um fjórtán prósent, Bretar um sextán prósent og Frakkar um fjórtán prósent. - gb Evrópusambandið kynnir nýja áætlun í orkumálum: Dregið úr útblæstri MANUEL BARROSO Kynnti í gær áform Evrópusambandsins um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Mig langar til að … ... að geta verið löt að loknum vinnudegi þegar börnin eru sofnuð enda eru letiköst eitt helsta áhugamál mitt. Í sjónvarpssófanum með Kellogg's Special K bliss og góða bíómynd. Er það ekki bara allt í lagi? Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður og móðir specialk.is Kellogg's Special K kemur mér á sporið Við fjölskyldan borðum alltaf morgunmat, eins og t.d. Kellogg's Special K. Það auðveldar mér líka að komast á sporið á ný eftir jólaboðin og áramótin. Með vel samsettum morgunmat hættir mér líka miklu síður til að detta í óhollustu á miðjum morgni eða fituríkan skyndibita í hádeginu. Eftir allt laufabrauðið og heimagerða konfektið mitt yfir jólin er líka frábært að eiga gómsæta Special K stöng að grípa til, þá þarf ég heldur ekki að hafa neinar áhyggjur af því að innbyrða of margar hitaeiningar. F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.