Fréttablaðið - 09.02.2008, Side 10

Fréttablaðið - 09.02.2008, Side 10
10 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar hafa verið kynntar en þetta er í níunda sinn sem ánægja íslenskra viðskipta- vina er mæld hjá fjöldamörgum fyrirtækjum. Níu mismunandi fyrirtæki báru sigur úr býtum, hvert í sínum flokki. Sparisjóðurinn SPRON var í fyrsta sæti í flokki banka og spari- sjóða á einstaklingsmarkaði og er þar með kominn aftur í fyrsta sætið sem hann hefur vermt í átta ár af þeim níu sem ánægja við- skiptavina hefur verið mæld. Landsbankinn var í fyrsta sæti í flokki banka og sparisjóða á fyrir- tækjamarkaði. Tryggingamiðstöðin var í fyrsta sæti í flokki tryggingafélaga en lækkaði þó örlítið á milli ára. Í flokki farsímafyrirtækja var Sím- inn í fyrsta sæti og í flokki inter- netveitna var Vodafone númer eitt. Ölgerðin Egill Skallagrímsson bar sigur úr býtum í flokki gos- drykkjaframleiðenda. Hitaveita Suðurnesja var efst á blaði í flokki rafveitna og í flokki olíufélaga var Olís í fyrsta sæti. BYKO var númer eitt í flokki byggingavöruverslana. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsókna- stjóri Capacent Gallup, kynnti niðurstöðurnar og sagði þá að mikil fylgni væri milli ánægju og tryggðar viðskiptavina og að tengsl tryggðar og afkomu væru sterk. Það væri því til mikils að vinna að hafa viðskiptavini ánægða. - ghs FYRIRTÆKI FLOKKUR SPRON banka og sparisjóða á einstaklingsmarkaði Landsbankinn banka og sparisjóða á fyrirtækjamarkaði Tryggingamiðstöðin tryggingafélaga Síminn farsímafyrirtækja Vodafone internet-veitna Ölgerðin Egill Skallagrímsson gosdrykkjaframleiðenda Hitaveita Suðurnesja rafveitufyrirtækja Olís olíufélaga BYKO byggingavöruverslana FYRIRTÆKIN NÍU Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2007: Níu fyrirtæki skoruðu hátt SJÁVARÚTVEGUR Ísfélag Vestmannaeyja hefur undirrit- að samninga við ASMAR skipasmíðastöðina í Chile um smíði á tveimur öflugum uppsjávarveiðiskipum. Skipin munu bylta veiðum og vinnslu fyrirtækisins. Fjárfestingin nemur á fjórða milljarð króna. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, segir ljóst að með tilkomu skipanna verði bylting í veiðum og vinnslu uppsjávarfisks innan fyrirtækisins. „Flotinn okkar er kominn til ára sinna. Við gerum út fimm skip í dag og stefnum að því að fækka þeim og gera út stærri og öflugri skip en við eigum í dag. Þau eru vel útbúin til að koma með gott hráefni til frystingar eða í bræðslur félagsins. Þetta er stórt skref og fjárfestingin nemur á fjórða milljarð króna.“ Samningarnir kveða á um að ASMAR-skipasmíða- stöðin annist smíði á tveimur öflugum uppsjávarskip- um sem verða afhent árin 2010 og 2011. Skipin eru hönnuð og teiknuð af Rolls Royce í Noregi. Skipin verða 71 metri að lengd og rúmir fjórtán metrar að breidd. Burðargetan verður rúmlega 2.000 tonn í tíu kælitönkum. Þau verða útbúin til nóta- og flottroll- sveiða og aðalvélarnar eru rúm 6 þúsund hestöfl. - shá Ísfélag Vestmannaeyja endurnýjar uppsjávarveiðiflota sinn á næstu árum: Tvö ný skip smíðuð í Chile UNDIRRITUN Eigendur Ísfélagsins og fulltrúar skipasmíðastöðv- arinnar við undirritun smíðasamningsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fór þess á leit við bandaríska utanríkisráðuneytið í síðasta mán- uði að það athugaði hvort nánustu ættingjar Halldórs Laxness gætu ekki fengið að líta á leynilegu FBI- skjölin um hann. Beiðnin fór gegn- um bandaríska sendiráðið og er nú beðið svars. Það var fjölskylda Halldórs sem fór fram á það við ráðherra að hún beitti sér í málinu. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa ráðuneytisins, Urði Gunnarsdóttur, þótti sjálf- sagt mál að verða við þessari beiðni fjölskyldunnar. „Hlutverk ráðuneytisins er jú að koma Íslendingum til aðstoðar á erlendri grundu, hvort sem þeir eru hér heima eða erlendis,“ segir hún. Það sé þó ekki á hverjum degi sem slíkar beiðnir eru sendar milli ríkjanna. Lesendum Fréttablaðsins er kunnugt um að á síðasta ári tók þingnefnd sigldra stjórnarerind- reka úr bandarísku utanríkisþjón- ustunni þá ákvörðun að fræði- maðurinn Chay Lemoine – og allur almenningur – mætti ekki fá aðgang að skjölunum. Nefndin skilgreindi vandann sem svo að í einu skjalinu væri að finna „ógnun við þjóðaröryggi Bandaríkjanna“ en í hinum væru einkamál hins látna höfundar. Skjölin eru áratugagömul. Skrif- stofa forsetaframbjóðandans Bar- ack Obama fékk ekki leyndinni aflétt, eftir að Lemoine bað hann liðsinnis í vetur. Guðný, dóttir Halldórs, segist enga skýringu hafa á þessari miklu leynd. „Nema ef vera skyldi að „hin alræmda hlerunarætt“ sé að vernda sitt fólk,“ segir hún, en vill ekki nefna neinn á nafn. „Við viljum bara vita hvað það er sem er svona agalegt að öryggi Bandaríkjanna sé í hættu vegna einhvers sem var skrifað fyrir sextíu árum. Auðvitað er þetta ekki fallegt á að líta því njósnabeiðnin kom upp- haflega frá Bjarna Benediktssyni og íslensku ríkisstjórninni. Í dag myndi maður bara kalla þetta landráð. Að ráðherra skuli leggj- ast svona á einn listamann að hann geti ekki komið út verkum sínum í fimmtíu ár á einu stærsta mál- svæðinu! Og það þýðir ekki að kenna bara kalda stríðinu um þetta því það er enn verið að halda þessu leyndu.“ klemens@frettabladid.is Ríkið biður um FBI- skjölin um Laxness Utanríkisráðherra hefur beðið bandaríska utanríkisráðuneytið að athuga hvort nánustu ættingjar Halldórs Laxness geti komist í skjöl honum tengd, sem enn leynast í safni alríkislögreglunnar. Dóttir Halldórs líkir njósnunum við landráð. Happatappar Kynntu þér málið á www.kristall.is ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 09 96 0 2 /0 8 TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug aðra leið og flugvallarskattar. Ferðatímabil: 2. mars–31. des. BERLÍNVerð frá 14.890 kr.* Drangajökull Óvænt samband á Ströndum Gríptu augnablikið og lifðu núna Flugmaður einn heldur því blákalt fram að hann hafi náð sambandi með GSM síma þar sem hann var staddur í Gjögri. Þykir mönnum það með ólíkindum, enda ekki vanir slíkum munaði á þessum slóðum. Er skýringanna helst að leita í því að maðurinn var með síma frá Vodafone. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. F í t o n / S Í A INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR URÐUR GUNNARSDÓTTIR CHAY LEMOINE

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.