Fréttablaðið - 09.02.2008, Side 13

Fréttablaðið - 09.02.2008, Side 13
LAUGARDAGUR 9. febrúar 2008 13 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 702 5.000 -1,34% Velta: 12.870milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,94 +0,00% ... Bakkavör 45,10 -1,42% ... Eimskipafélagið 30,95 -0,80% ... Exista 11,60 -4,13% ... FL Group 9,43 -1,36% ... Glitnir 17,85 -1,65% ... Icelandair 26,45 +0,00% ... Kaupþing 716,00 -0,69% ... Landsbankinn 28,50 -0,87% ... Marel 99,00 -0,20% ... SPRON 5,59 -1,93% ... Straumur-Burðarás 12,50 -3,10% ... Teymi 5,19 -3,17% ... Össur 90,90 -1,20% MESTA HÆKKUN EIK BANKI +2,07% FLAGA +1,85% 365 +0,56 MESTA LÆKKUN EXISTA -4,13% TEYMI -3,17% STR.-BURÐARÁS -3,10% Umsjón: nánar á visir.is Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest hagnaðist um 797 milljónir króna á síðasta ári samanborið við tæpar 1.566 milljónir árið áður, sam- kvæmt nýbirtu uppgjöri. Eigið fé Eyris jókst um 51 pró- sent á árinu 2007 með hagnaði og hlutafjáraukningu upp á tæpa 5,4 milljarða króna. Í árslok 2007 var eigið fé félagsins rúmur 18,1 millj- arður króna, en var í byrjun ársins rétt tæpir 12 milljarðar. Tekjur Eyris, sem er kjölfestu- fjárfestir í Marel og Össuri, auk þess að eiga stóran hlut í Stork N.V. í Hollandi, námu 1,2 milljörðum króna á árinu, 42 prósentum minna en árið 2006. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, segir árið 2007 hafa verið viðburðaríkt hjá félaginu. „Við vorum varkár í veltubókarfjárfest- ingum á sama tíma og við studdum dyggilega við vaxtarmarkmið Öss- urar og Marels. Afkoma ársins er ásættanleg í ljósi markaðsað- stæðna.“ Hann segir félagið í góðri stöðu og kveður óróleika á fjár- málamörkuðum og lækkun hluta- bréfaverðs geta skapað tækifæri fyrir fjárhagslega sterka fjárfesta með langtímafjárfestingar í huga. Eiginfjárhlutfall Eyris Invest í árslok var 39 prósent. Þá er áréttað í tilkynningu að allar eignir félags- ins séu bókfærðar á markaðsvirði og engir framvirkir samningar um hlutabréf opnir í lok ársins. - óká Hagnaður Eyris tæpar 800 milljónir UPPGJÖR EYRIS INVEST Afkoma Krónur Hagnaður á hlut 2007 1,28 Hagnaður á hlut 2006 3,20 Mismunur 60 prósent

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.