Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 24
24 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR
KÆRA DAGBÓK
Þráinn Bertelsson skrifar
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
09
96
0
2
/0
8
TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR
+ Nánari upplýsingar og bókanir á
www.icelandair.is eða í síma 50 50 100
* Innifalið í verði: Flug aðra leið og flugvallarskattar. Ferðatímabil: 7. feb.–31. des.
KÖBENVerð frá 12.890 kr.*
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Óvænt sólarlandaferð
FÖSTUDAGUR, 1. FEBRÚAR.
Hér áður fyrr höfðu stjórnmála-
menn vit á því að styðjast meira við
starfskrafta stjörnuspekinga og
spámanna en nú tíðkast. Til dæmis
má nefna að hérna í Prag var hafist
handa við byggingu nýs mannvirk-
is þegar klukkuna vantaði nákvæm-
lega 29 mínútur í sex að morgni
níunda dags júlímánaðar. Mann-
virkið var hin mikla samgöngubót
Karlsbrúin yfir Moldá sem streym-
ir gegnum höfuðborg Tékklands.
Þetta var árið 1357.
Gaman væri ef hin góða reynsla
Pragbúa af ráðleggingum stjörnu-
spekinga gæti hugsanlega leitt til
þess að íslenskir pólitíkusar létu
útbúa stjörnukort. Síðan mætti
rýna í kortið til að ráða í hvort
almenningur mundi frekar kjósa að
njóta útsýnis af Sundabrú ellegar
paufast gegnum Sundagöng, þannig
að þeir gætu loksins gert upp hug
sinn og tekið löngu tímabæra
ákvörðun.
Það er mikill vandi að byggja
fallegar brýr og það tók 23 ár að
byggja Karlsbrúna. Það er svipað-
ur tími og stjórnmálamenn á
Íslandi hafa notað til að klóra sér í
höfðinu yfir því hvort byggja skuli
Sundabrú eða grafa Sundagöng eða
slá málinu á frest um óákveðinn
tíma.
Stundum á kvöldin þegar ég geng
út til að fá mér frískt loft geng ég
út á Karlsbrúna til að heilsa upp á
Vestmannaeyingana sem þar hafa
staðið í nokkur hundruð ár. Þannig
er að fallegar myndastyttur voru
reistar á brúarhandriðunum á 17du
og 18du öld. Sú veglegasta af þess-
um styttum sýnir þrælasala sem
stendur með ístruna út í loftið og
styður sig við þrælakistu. Bak við
rimla er herleitt fólk með kvein-
stafi og fyrir ofan sveima englar
og heilagir menn og fárast yfir
vonsku heimsins.
Svo er sagt að þrælarnir í
dýflissunni séu úr hópi hinna 242
Vestmannaeyinga sem lentu í
óvæntri sólarlandaferð eftir að
hópur sjóræningja frá Algeirsborg
réðist á Eyjarnar mánudaginn 16.
júlí árið 1627.
Hvort það er satt að myndastytt-
an eigi raunverulega að fyrirstilla
Vestmannaeyinga veit ég ekki, því
að eins og maðurinn sagði forðum:
Hvað er sannleikur?
Óbreyttur fótgönguliði
SUNNUDAGUR, 3. FEBRÚAR.
Alla þessa helgi er ég búinn að vera
í þungum þönkum og er loksins
kominn að niðurstöðu – án þess þó
að leita til stjörnuspekinga.
Sú fyrirætlun mín að reyna að
skrifa bók sem gæti heitið „Ýmiss
konar ég“ og fjallaði um veraldar-
göngu mína milli tvítugs og sex-
tugs hefur ekki orðið mér til
mikillar gleði.
Einhverra hluta vegna verð ég
bara niðurdreginn, jafnvel þung-
lyndur, við að reyna
að rifja upp starfsfer-
il minn. Ég veit ekki
hvaða óeðli veldur því
að vondar minningar
skuli ryðjast fram
fyrir þær góðu í hug-
anum eins og stendur.
Síðast þegar ég sem
óbreyttur fótgöngu-
liði rifjaði upp kalda
stríðið á prenti, það
var í grein í Frétta-
blaðinu, kallaði það á
ofsafengin viðbrögð
frá tveimur ráðherr-
um í ríkisstjórn Íslands – ekki
þeim skynsömustu að vísu – og
hugðist ég þó ekki gera annað en
vekja athygli fólks á opinberum
dagbókarfærslum áhrifamanns frá
þessum tíma.
Jafnvel þótt ég gæti sett saman
bók sem dygði til að vara ungmenni
við því að leggja út í kvikmynda-
gerð nema þau séu í Flokknum
myndi tilgangurinn ekki helga
meðalið. Þess vegna hef ég ákveðið
að söðla um þar til ég lendi í nægi-
lega löngu bjartsýniskasti til að
gera ævi minni skil og skrifa þess í
stað sakamálasögu.
Söguþráðinn er ég búinn að vera
að skemmta mér við að spinna í
huganum síðan ég kláraði síðustu
bók. Sagan fjallar um útlendan
vinnukraft á Íslandi, fjölmenningu
og rasisma.
Óskhyggja
MÁNUDAGUR, 4. FEBRÚAR.
Blíðviðrið hérna í Prag tekur engan
endi. Sólin skín og hvetur mann til
útivistar og gönguferða.
Á visir.is sér maður að Bretar
virðast vera að missa tökin á raun-
veruleikanum. Ný rannsókn sýnir
nefnilega að næstum einn af hverj-
um fjórum Bretum trúir því að
Winston Churchill og Florence
Nightingale hafi verið skáldsagna-
persónur.
Meira en helmingur telur að
Sherlock Holmes hafi verið raun-
veruleg persóna en 47% telja að
Ríkharður ljónshjarta, samtíma-
maður Snorra Sturlusonar, hafi
verið hugarfóstur rithöfunda.
Mikið vildi ég óska að sumir
þaulsætnir stjórnmálamenn frá
mínu æviskeiði hefðu verið skáld-
sagnapersónur.
Til Kúlúsúkk vegna mála-
miðlana
ÞRIÐJUDAGUR,
5. FEBRÚAR.
Jónína Michaels-
dóttir brillerar í
frábærri grein í
Fréttablaðinu í
dag. Þar segir
meðal annars:
„Vinstri menn
halda að þeir séu
gáfaðri en aðrir,
kratar halda að
þeir séu betri en aðrir, framsókn
heldur að hún sé víðsýnni en aðrir
og hægri menn halda að þeir séu
duglegri en aðrir.“
Það sem samt er furðulegast í
sambandi við pólitíkina á Íslandi er
misræmið milli þess sem er yfir-
lýst stefna og raunverulegar
athafnir.
Flokkar eru ósparir á yfirlýsing-
ar um stefnumál og markmið. Þess-
ar yfirlýsingar reynast svo vera
léttvægar því sá misskilningur er
ríkjandi meðal íslenskra stjórn-
málamanna að málamiðlanir megi
gera um alla hluti þannig að ekki
þurfi að standa steinn yfir steini af
stefnuskránni þegar upp er staðið.
Maður mundi ekki versla oft við
flugfélag sem auglýsti flug til
Kaup-
manna-
hafnar en flygi með mann til Kúl-
úsúkk – vegna nauðsynlegra
málamiðlana í fundarherbergi
stjórnenda viðkomandi flugfélags.
Fólk sem ég þekki var að leggja
af stað í ferðalag frá Tékklandi til
Íslands og hafði þungar áhyggjur
af því að alls staðar sé bannað að
reykja á Íslandi.
Ég gat þó sagt þeim að á Íslandi
er hugsað fyrir öllu og mikilvægu
fólki er ætluð prýðileg aðstaða til
að reykja í Alþingishúsinu þótt
pöpullinn verði að híma úti í frost-
inu.
Tékkarnir sögðust kannast við
aðstöðumun af þessu tagi frá því
fyrir flauelsbyltinguna.
Fyrir utan að tryggja sér nota-
lega reykingaaðstöðu virðist
Alþingi vera mjög upptekið af
öðrum framfaramálum. Árni John-
sen er nýbúinn að flytja alveg
óborganlega ræðu yfir kollegum
sínum þar sem hann sagði meðal
annars:
„Auðvitað getur hæstvirt Alþingi
ekki staðið undir því til lengdar að
láta misvitra túlkunarmenn velja
það og hafna sem þingmenn eru að
fjalla um.“
Því miður var ég ekki búinn að
frétta af þessu þegar ég talaði við
Tékkana. Ef þeir líta við í Alþingis-
húsinu til að fá sér smók væri til-
valið með hliðsjón af reynslu þeirra
að spyrja þá út í þá hugmynd að
Alþingi sjái sjálft um fréttaflutn-
ing og umræður um þingstörfin!
Framför og tímaþjófur
FIMMTUDAGUR, 7. FEBRÚAR.
Í gær fór ég loks að ráðum sonar
míns og setti upp svonefnt Skype í
tölvunni minni. Það þýðir að gegn-
um tölvuna mína get ég talað eins
og í síma við fjölskylduna mína
eins lengi og okkur lystir – og án
þess að það kosti grænan eyri.
Það er mikil framför að því
að þurfa ekki að borga
símafyrirtækjum
offjár fyrir að fá
aðgang að nútíma-
fjarskiptum en
það er líka tals-
verður tímaþjóf-
ur – ef maður er
svo heppinn að
eiga skemmtilega
fjölskyldu.
Til Kúlúsúkk -
vegna málamiðlana
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um stjörnuspeki, brýr, jarðgöng, reynslu-
sögur úr kalda stríðinu, málamiðlanir um stefnu, þræla frá Vestmannaeyjum, reyk-
ingaaðstöðu á Íslandi og raunverulegar eða uppdiktaðar persónur.