Fréttablaðið - 09.02.2008, Page 44

Fréttablaðið - 09.02.2008, Page 44
● hús&heimili Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir ætti að vera landsmönnum að góðu kunn fyrir sjónvarpsþættina Allt í drasli sem sýndir hafa verið á Skjá einum við miklar vinsældir frá árinu 2005. Þar skyggnist Margrét ásamt sam- starfsfólki sínu inn á heimili fólks þar sem hreinlæti er ábótavant, tekur til hendinni og kennir íbúunum að snúa við blaðinu. Mörgum liggur því sjálfsagt for- vitni á að vita hvernig sé umhorfs heima hjá þessari atorkusömu konu; hvort þar sé farið eftir þeim gullnu reglum sem Margrét boðar af mikl- um móð í sjónvarpinu eða ekki. Þegar Margrét féllst á að opna dyrnar að heimili sínu fyrir myndatöku lang- aði blaðamann einmitt að vita hvort hún væri ekki hrædd við að lesendur færu með stækkunargleri um mynd- irnar til að finna þar merki um dras- laraskap. „Nei, það er alls ekkert til að vera feimin við,“ svarar Margrét ákveðin í bragði og bætir við hún hafi hvort sem er aldrei neitt í drasli hjá sér. „Ég þoli ekki drasl. Hlutirnir eiga allir sinn stað,“ heldur hún áfram og segist alin upp við hreinlæti og góða umgengni. En Margrét er fædd og uppalin á Selfossi, ein sex systkina, og minnist þess að þar hafi móðir hennar bæði þurrkað af og ryksugað á hverjum einasta degi. Uppeldið hefur því augljóslega mótað viðhorf Margrétar til heimilis- halds og nýst henni í starfi, ekki að- eins sem þáttastjórnanda Allt í drasli heldur sem skólameistara Hússtjórn- arskólans í Reykjavík. „Já, þarna kennir maður ungu fólki að bjarga sér, hvort sem það ætlar að gifta sig eða ekki. Allir þurfa jú að kunna að hugsa um sjálfan sig; þvo af sér, elda ofan í sig, þekkja næringar- fræði og vinna ýmsa handavinnu,“ út- skýrir Margrét og segir að svo virð- ist sem krakkar taki ekki eins mik- inn þátt í heimilishaldi og áður. Hún saknar líka þess að fólki gefi sér tíma á kvöldin til að borða matinn sinn saman og ræða málin. „Það er svolítið mikil skyndibita- stemning finnst manni, sem kemur niður á heimilinu,“ segir hún. „Í skól- anum hjá mér borða allir saman. Enginn byrjar fyrr en boðið er til matar og enginn stendur upp fyrr en allir hafa lokið matnum. Ég viðheld þeirri reglu heima þótt við séum bara orðin tvö eftir, en þegar sonur minn kemur landsins þá sitjum við saman, spjöllum og höfum það gott.“ En hvað skyldi húsfreyjan gera sér til dægrastyttingar, á milli þess sem hún stjórnar sjónvarpsþátt- um og rekur heilan skóla af miklum myndarbrag? „Þá les hún glæpasögur alveg í massavís og prjónar,“ svarar hún og hlær. „Á sumrin er ég svo úti í garði á kafi í moldinni; reyti arfa, rækta blóm og grænmeti. Sest svo niður með einn kaffi og bakkelsi eða skrepp í ísbúðina og hef það gott.“ - rve Allt í röð og reglu alls staðar ● Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, þáttastjórnandi Allt í Drasli, hefur hreinlæti og góða umgengni í hávegum á heimili sínu. Margrét styttir sér stundir við prjónaskap og lestur glæpasagna milli þess sem hún stýrir Hús- stjórnarskólanum og þáttunum Allt í drasli af myndarbrag. Hún segist aldrei hafa fengið áfall við að koma inn á heimili í starfi sínu sem þáttastjórnandi nema þá við að rekast á köngulær, sem séu skaðræðisskepnur. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Lestraráhugi húsfreyjunnar leynir sér ekki, eins sést af bókaherberg- inu. Margréti finnst mikilvægt að fólk setjist saman yfir kvöldverðinum og spjalli saman. Óhætt er að segja að allt sé í röð og reglu á heimili Margrétar, sem er þeirrar skoðunar að allir hlutir eigi sinn stað. Stigagangurinn sem liggur upp að heimili Margrétar gefur fyrirheit um það sem koma skal: hlýlegt heimili búið fallegum húsmunum og -gögnum. Borðstofan er búin fallegum húsgögnum í gamaldags stíl. Smekkvísin ræður ríkjum á heimili Margrétar. Margrét er mik- ill listunnandi svo sem glöggt má sjá. 9. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.