Fréttablaðið - 09.02.2008, Page 52

Fréttablaðið - 09.02.2008, Page 52
● hús&heimili 1 2 3 4 1. Stungið bútasaumsteppi heldur á manni hita og lífgar upp á heim- ilið og gefur stofunni rómantísk- an blæ. Eyrnaslapa-inniskórn- ir koma að góðum notum þegar skreppa þarf fram í eldhús eftir ábót á teið. Teppi frá Söstrene Grenes í Smáralind, 2.850 krónur. Inniskór frá Debenhams Smáralind, 2.490 krónur. 2. Rjúkandi teið bragðast best í fallegum bolla. Teskeið af hunangi út í kamillute gerir manni gott þegar þarf að kúra inni með hósta og kvef. Debenhams Smáralind, tebolli 1.890 krónur og undirskál 1.490 krónur. 3. Gott er að halla sér upp að mjúkum púðum og láta líða úr sér og rauð kakó- kannan fer vel við rauðu doppurnar á púð- unum. Púðar frá Ormsson Smáralind, 4.990 krónur. Rauð kakókanna frá Debenhams, 599 krónur. 4. Fallegir púðar í jarðlitum sem lífga upp á sófann í vetrarmuggunni og fallega brún kaffikrús á vel við. Röndóttir púðar frá Söstrene Grenes 999 krónur. Brún kaffikrús frá Byggt og búið Smáralind, 97 krónur á tilboði. 5. Mjúkt og hlýtt teppi fyrir kalda fætur uppi í sófa frá Orms- son í Smára- lind, 6.590 krónur. Svartmunstruð kaffi- krús frá Söstrene Grenes undir ilmandi kaffi eða te, 166 krónur. ● Úti er allt á kafi í snjó og vindurinn gnauðar á gluggunum. Það er vetur og tími snjókarla og snjóhúsa. Einhverjir vilja nota snjóinn sem staldrar ekki oft svona lengi við og fara á skíði eða á fjöll meðan aðrir vilja helst vera inni í hlýjunni. Nú eru líka allir með kvef eða alveg að fá kvef svo tilvalið er að koma sér vel fyrir innandyra undir hlýju teppi með bók. Smeygja tánum í hlýja inniskó og hella sér upp á sjóðandi heitt te eða kaffi, finna til mjúka og góða púða undir kollinn og hreyfa sig svo ekki það sem eftir er dags. Við kvefinu er gott að hella upp á te með hun- angi og kreista út í það sítrónu til að hreinsa út úr kinnholunum og hafa það huggulegt heima. Með kvef í nefi og kalda fætur 9. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR14

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.