Fréttablaðið - 09.02.2008, Side 65

Fréttablaðið - 09.02.2008, Side 65
LAUGARDAGUR 9. febrúar 2008 33 Ruglingur við hlutabréfamarkað- inn Á árunum 2003 og 2004 áttu stjórnendur SPRON í samskipt- um við Fjármálaeftirlitið (FME) um hvernig best væri að haga lagalegu umhverfi í kringum markað með stofnfjárbréf sem þá var sífellt að verða líflegri. Stjórn SPRON og stjórnendur félagsins vildu láta sambærileg lög og reglur gilda um stofnfjár- markaðinn og gilda um bréf í félögum sem eru skráð á mark- að. Það þýðir meðal annars að viðskipti stjórnarmanna og stjórnenda væru opinber. Í bréfaskriftum milli FME og SPRON frá árunum 2003 og 2004, sem Fréttablaðið hefur skoðað en ekki fengið afhent eða afrit af, kemur fram að FME taldi hugsanlegt að ruglingur gæti skapast við markað með skráð bréf ef markaður með óskráð stofnfjárbréf tæki alfarið mið af lagalegu umhverfi skráðra bréfa. Sama viðhorfi var lýst í svari stjórnar SPRON við spurningum Fréttablaðsins er tengdust við- skiptum með stofnfjárbréf. Eink- um taldi FME það geta valdið vandræðum ef hefðbundnar inn- herjareglur á markaði með skráð bréf giltu um stofnfjármarkað- inn. Forsvarsmenn SPRON svara því til í yfirlýsingu að FME hafi ekki heimilað jafn gagnsæjan markað með stofnfjárbréf og skráð bréf og á þeim forsendum voru viðskipti stjórnarmanna, eða starfsmanna félagsins, ekki opinber. Breyttar aðstæður Í fyrra, þegar ákvarðanir voru teknar um að stefna að skráningu félagsins á markað, var stofn- fjármarkaðurinn mjög líflegur. Stofnfjáreigendur voru um 1.350 eftir stjórnarfundinn 17. júlí og hafði fjölgað nokkuð ört. Bréfin gengu kaupum og sölum á háu verði, genginu 24 til 30, langt yfir því sem Capacent hafði verðmet- ið fyrirtækið á. Fjárfestar keyptu stofnfjárbréf dýru verði. Margir hverjir í þeirri von að þau myndu hækka við skráningu. Frá því SPRON var skráð á markað hefur gengi bréfa verið nánast í frjálsu falli vegna erf- iðra aðstæðna á mörkuðum. Loka- gengi fyrsta dags í kauphöllinni var 18,7 en það er nú um fimm. Ljóst er á þessari lækkun að virði bréfa hundruða smærri fjárfesta hefur minnkað gríðarlega, margra hverja um tugi og hundruð millj- óna. FME tjáir sig ekki Jónas Fr. Jónasson, forstjóri FME, hefur ekki viljað tjá sig um sölu stjórnarmanna SPRON á stofn- fjárbréfunum. Almennum spurn- ingum um málið hefur verið svar- að en ekki sértækt um málið sem slíkt. FME hefur staðfest að hafa „varað við því“ að innherjareglur væru látnar gilda um stofnfjár- markaðina. Ítrekað er þó í tölvu- bréfi til Fréttablaðsins að stjórn- armenn hafi getað upplýst um sölu á stofnfjárbréfunum. „Það er [...] þó ekkert því til fyrirstöðu að aðil- ar (kaupendur og seljendur stofn- fjárbréfa) birti að eigin frum- kvæði upplýsingar um viðskipti sín með stofnfjárbréf, ef þeir telja ástæðu til.“ Einnig er sérstaklega tekið fram í tölvubréfinu að innherjareglur verðbréfaviðskiptalaga taki gildi þegar ósk um skráningu á markað er komin fram. „Þess skal sérstak- lega getið að samkvæmt 119. grein verðbréfaviðskiptalaga taka inn- herjareglur verðbréfaviðskipta- laga gildi þegar óskað hefur verið eftir að fjármálagerningar verði teknir til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. Reglurnar geta því tekið gildi nokkru áður en viðskipti hefjast.“ OMX-kauphöllin neitaði að upp- lýsa um hvenær ósk um skráningu hefði borist þar sem innanhúsregl- ur heimiluðu það ekki. Stjórnendur og stjórn SPRON þvertaka fyrir að lög eða reglur hafi verið brotnar þegar stjórn- armenn seldu stofnfjárbréf sín, þvert á móti hafi verið farið eftir reglum og tilmælum FME í einu og öllu. Eigendur Eignarhlutur Menningar- og líknarmálasjóðurinn ses 14,7700 Arion safnreikningur 6,8173 Tuscon Partners Corporation 6,8074 Kaupþing banki hf. 4,3933 Vátryggingafélag Íslands hf. 4,2593 Föroya Sparikassi 3,4481 14 ehf. 3,1112 Sparisjóður Reykjavíkur/nágr hf. 2,7186 Sundagarðar hf. 2,5651 Birkir Baldvinsson hf. 1,9669 BYR sparisjóður 1,2621 Dexter Fjárfestingar ehf. 1,2501 Fari ehf. 1,2358 Víkur ehf. 1,2105 Guðmundur Örn Hauksson 1,1207 Arol ehf. 1,1050 Lífeyrissjóður verslunarmanna 1,0095 Mínerva ehf. 0,8217 GLB Hedge 0,7994 Norræna Fjárfestingarfélag ehf. 0,7193 VIÐ UPPHAF SKRÁNINGAR Í KAUPHÖLL ÍSLANDS Þórður Friðjónsson Guðmundur Hauksson hringja bjöllu kauphallar- innar þegar SPRON var skráð á markað TUTTUGU STÆRSTU HLUTHAFARNIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.