Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 09.02.2008, Blaðsíða 82
50 9. febrúar 2008 LAUGARDAGUR SILFUR- LITAÐUR Næfurþunn- ur kjóll með silfurlitum pensisförum frá Dolce og Gabbana. utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Gullfallegan og klass- ískan skyrtukjól frá Diane von Fursten- berg. Fæst í Trilogiu, Laugavegi. Stuttan og sexí mynstr- aðan kjól frá Diane von Furstenberg. Fæst í Trilogiu, Laugavegi. OKKUR LANGAR Í … Gamaldags dansskó í silfurlituð- um tón. Fást í Trilogiu, Laugavegi. Kjólar sem litu út eins og nútímalistaverk voru áberandi hjá nokkrum hönnuðum fyrir vor og sumar 2008. Hjá Dolce og Gabbana fengu tíu ungir listamenn að spreyta sig á að mála á silki og taft og lokaafurðina mátti nýlega sjá á tískupöllum í Mílanó. „Við vildum láta handmála efnin svo að sérhver kjóll væri einstakur,“ sagði Domenico Dolce en tvíeykið ítalska var innblásið af málverkum Julians Schnabel. Svíinn Paolo Melim Anderson fetaði á sömu braut með vorlínu Chloé en þar gat að líta silkikjóla sem litu út eins og graffítíverk og skörtuðu sterkum litum. Batik-mynstur ýmiss konar eru líka að koma sterkt inn þannig að það væri ekki vitlaust að taka upp gömlu hnýtiaðferðina og búa til nokkra listræna sumarkjóla. - amb MÁLARALIST BLANDAST TÍSKUNNI Kjóllinn er hinn nýi strigi næsta sumar > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Tískuvikan í New York er í algleymingi en tískumafían beinir líka augum sínum að tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem einnig stend- ur yfir. Danskir hönnuðir eru svo sannarlega komnir inn á hið alþjóð- lega tískukort og samkvæmt breska Vogue eru helstu merkin sem sýna á tískuvikunni Baum und Pferd- garden, Peter Jensen, BY Malene Birger og okkar eigin íslenska Steinunn Sigurðardóttir. Um helgina sýna svo Henrik Vibskov og Anna Gulman. PRINSESSUKJÓLL Glæsilegur djúpfjólublár og karrígulur handmál- aður kjóll frá Dolce og Gabbana. LISTRÆN TISKA Graffítílist og sterk- ir litir á silkikjólum hjá Chloé fyrir vor og sumar 2008. HANDMÁLAÐ Fallegur lillablár stuttur ballkjóll frá Dolce og Gabbana. Ég millilenti í París um daginn og kom við í Galerie Lafayette sem er ágætis stórverslun, sérstaklega ef maður er að flýta sér því þarna er að finna öll helstu tískumerkin allt frá þeim hræódýru og upp í þau fínu. Gluggarnir voru dekkaðir bak og fyrir í auglýsingum fyrir nýja ilmvatn Chloé tískuhússins en þessi sérstaki ilmur virðist vera aðal tískufréttin um þessar mundir í Frakklandi. Risavaxin auglýsinga- spjöld klæddu verslunina með myndum af þremur stúlkum sem allar lentu á listum yfir best klæddu konur ársins 2008, en þær eru banda- ríska leikkonan Chloe Sevigny, franska leikkonan Clémence Poésy og pólska fyrirsætan Anja Rubik. Allar eiga þær sameiginlegt að vera með háralit í ljósari skalanum og einstaklega frumlegan fatasmekk, en samkvæmt Svíanum Paolo Melim Anderson sem er að umbylta tískuhúsinu eru þær akkúrat það sem Chloé á að standa fyrir: næstum því ósvífin smartheit. Það þykir mér þó skemmtilegri fyrirmynd en stúlkurnar sem maður fær engan frið fyrir í gulu pressunni og mér finnst persónulega allar alveg hryllilega smekklausar: Paris Hilton, Lindsay Lohan, Amy Winehouse et al. Þessar svokölluðu „Bad girls“ eða slæmu stelpur dagsins í dag eru lausar við allt sem mætti kallast töff en eru samt fyrirmynd margra ungra stúlkna. Ég varð steinhissa að sjá heilan tískuþátt byggðan á Winehouse í franska Vogue sem þýðir greinilega að Frökkunum finnst enska heróínlúkkið eitthvað töff. Melim Anderson virðist þó hrifnari af einhvers konar blöndu af nátturulegri konu með smá rokk og ról ívafi og fer sínar eigin leiðir. En aftur að leikkonunni Chloe Sevigny sem hefur oft verið nefnd „svalasta stúlka heims“ af tískupressunni. Hún hefur skellt sér út í fatahönnun og er að koma með línu í samstarfi við New York merkið Opening Ceremony. Sevigny lýsir fatnaðinum sem eins konar samblandi af rokki, barokki, rómantík, „psychobilly“ og pönki, „dálítið eins og ég.“ Hún viðurkennir líka fyrir franska Vogue að uppáhaldssjónvarpsþátturinn hennar hafi alltaf verið Húsið á sléttunni og að það útskýri blómamynstrin sem einkenni línuna. Sumsé allar stúlkur sem fíla rokkaða boli, blómakjóla og buxur í anda the Cramps ættu að kíkja á þessi skemmtilegu föt sem kallast Chloe Sevigny for Opening Ceremony og fást núna einungis í stóra eplinu og í ofursvölu versluninni Colette í París. Ósvífin smartheit Ármúla 22 • 108 Reykjavík • Sími 533 5900 • www.skrifstofa.is Opnunartími: mánud. - föstud. 9:00 til 18:00 og laugard. 11:00 - 15:00 HÅG Capisco er margverðlaunaður skrifstofustóll sem hentar einstaklega vel fyrir þá sem kjósa að vinna við hæðarstillanleg rafmagnsskrifborð. Það er mjög auðvelt að sitja í mjög lágri stöðu upp í það að vera hálfstandandi. Capisco skrifstofustóllinn er með10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæðarpumpu BR O S 01 37 /2 00 7 Hönnuður Peter Opsvik Capisco er heilsuvænn vinnufélagi Tilboðsverð frá kr. 78.273.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.