Fréttablaðið - 09.02.2008, Page 91

Fréttablaðið - 09.02.2008, Page 91
LAUGARDAGUR 9. febrúar 2008 59 FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ekki par sáttur við enska knattspyrnusambandið eftir að áform liða í ensku úrvalsdeild- inni um að spila leiki á erlendri grundu láku út í fjölmiðla. „Enska knattspyrnusambandið hefði átt að eyða tíma í að tala við stjórana og leikmenn til hlítar áður en það lét nokkuð frá sér,“ sagði Ferguson en öll 20 liðin í úrvalsdeildinni höfðu samþykktu möguleikann að bæta við einni umferð í deildarkeppninni sem yrði þá spiluð erlendis. Var talað um að byrja leiktíðina 2010-11. „Þeir geta aldrei nokkurn tíma haldið kjafti þarna í sambandinu. Það sem fer virkilega í taugarnar á mér er að David Gill, yfirmaður knattspyrnumála hjá United, sagði þeim að hafa hljótt um málið þar sem það væri enn á viðræðustigi en svo er það bara í öllum fjöl- miðlum. Þessi mál hefði átt að ræða innbyrðis áður en þau fóru í fjölmiðla. Annars hef ég ekki meira um málið að segja.“ Viðbrögð stjóra í enska boltan- um við þessum hugmyndum hafa annars verið blendin en flestir stjórar virðast þó vera hrifnir af hugmyndinni. Þeirra á meðal eru þeir Roy Keane, Kevin Keegan og Arsene Wenger. - hbg Sir Alex Ferguson ekki sáttur við enska sambandið: Geta ekki haldið kjafti ÓSÁTTUR Sir Alex Ferguson skilur ekki þann endalausa leka sem er í herbúðum enska knattspyrnusambandsins. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ungstirnið Micah Richards hefur bundið enda á sögusagnir þess efnis að hann sé á förum frá City með því að skrifa undir nýjan fimm og hálfs árs samning við félagið. Þessi 19 ára gutti hefur slegið ræki- lega í gegn hjá City og var meðal annars orðaður við Chelsea. Hann getur leikið bæði í stöðu mið- varðar sem og bakvarðar. Richards hefur þegar leikið ellefu landsleiki og skorað í þeim eitt mark. - hbg Micah Richards: Framlengir við Man. City NFL Stuðningsmenn Super Bowl- meistara New York Giants glöddust mjög í gær þegar varnarþjálfarinn Steve Spagnuolo skrifaði undir nýjan þriggja ára samning sem er metinn á 6 milljónir dollara. Spagnuolo gjörbreytti varnar- leik Giants á sínu fyrsta ári sem varnarþjálfari liðsins. Hann fékk gríðarlegt klapp á bakið fyrir það hvernig vörn Giants tók líklega bestu sókn NFL frá upphafi og pakkaði henni saman í Super Bowl. Margir vildu meina að Spagnu- olo hefði átt að vera maður leiksins en ekki Eli Manning. - hbg Meistarar NY Giants: Halda varnar- þjálfaranum STEVE SPAGNUOLO Sést hér með Tom Coughlin aðalþjálfara. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES NFL Lögreglan í Phoenix hefur handtekið mann sem hugleiddi að skjóta fólk á Super Bowl-leiknum í Arizona á dögunum. Maðurinn hafði fengið höfnun á vínveitingaleyfi á barnum sínum og var langt frá því að vera sáttur. Hann sendi fjölmiðlum átta síðna bréf þar sem hann hellti úr skálum reiði sinnar og útskýrði af hverju saklaust fólk fengi að borga fyrir skilnings- leysi yfirvalda. Í fyrstu ætlaði maðurinn að skjóta fólk í verslunarmiðstöð en hann hætti við þá áætlun og fór þess í stað að leikvellinum þar sem Super Bowl fór fram. Hann kom sér þægilega fyrir með riffil og 200 skot. Sat og hugleiddi málið í eina mínútu áður en hann hætti við og keyrði heim þar sem hann brotnaði saman í fangi unnustu sinnar. - hbg Svekktur bareigandi: Ætlaði að skjóta fólk á Super Bowl Á MORGUN KL. 13:10 MAN. UTD. – MAN. CITY Á MORGUN KL. 15:50 CHELSEA – LIVERPOOL RISASUNNUDAGUR! TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Í TÍMA! Í DAG KL. 12:35 Aston Villa - Newcastle SÝN 2 KL. 14:45 Everton - Reading SÝN 2 KL. 14:55 West Ham - Birmingham EXTRA KL. 14:45 Derby - Tottenham EXTRA 2 KL. 14:55 Bolton - Portsmouth EXTRA 3 KL. 14:55 Sunderland - Wigan EXTRA 4 KL. 18:00 4-4-2 SÝN 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.