Fréttablaðið - 14.02.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 14.02.2008, Síða 10
10 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR FRAMKVÆMDIR Fjórir aðilar vega nú og meta útboðsskilmála vegna nýrrar ferju sem sigla á milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru í Landeyjum. Að undangengnu forvali var Eimskipi, Nýsi, Samskipum og fyrirtæki Vinnslustöðvarinnar og Vestmannaeyjabæjar gefinn kostur á að bjóða í verkið. Útboðsgögn voru send út í jan- úar og rennur frestur til að skila inn tilboðum í byrjun apríl. Í skýrslu stýrihóps um Bakka- fjöruhöfn er gert ráð fyrir að ferjan – sem líkt og forverinn kallast Herjólfur – kosti rúmlega 1,7 milljarða króna. Verktakinn skal útvega, eiga og reka ferjuna samkvæmt ítarlegum skilmálum um ferðafjölda, stærð og sjó- hæfni. Samhliða þessu er verið að ljúka nauðsynlegri skipulags- vinnu vegna hafnarmannvirkja í Bakkafjöru. Er vonast til að ljúka megi vegagerð í sumar svo að hægt verði að hefja sjálfa hafnar- gerðina. Miðað er við að siglingar nýs Herjólfs milli Bakkafjöru og Eyja geti hafist árið 2010. - bþs Nýr Herjólfur og 5,6 milljarða framkvæmdir: Fjórir eru að íhuga rekstur nýs Herjólfs 5,6 MILLJARÐAR KRÓNA Kostnaðaráætlun stýrihóps Verkliður Kostnaður Undirbúningur og hönnun 300 Aðst.sköpun og bráðab.vegur 360 Fyrirstöðugarðar 190 Skjólgarðar hafnar og dýpkun 1.770 Ferjubryggja og aðstaða 800 Ferja 1.730 Vegagerð 450 FJÁRHÆÐIR ERU Í MILLJÓNUM KRÓNA HERJÓLFUR Gangi áætlanir eftir hefur nýtt skip siglingar milli lands og Eyja árið 2010. A ug lý si ng as ím i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.