Fréttablaðið - 14.02.2008, Side 11

Fréttablaðið - 14.02.2008, Side 11
FIMMTUDAGUR 14. febrúar 2008 STJÓRNMÁL Frumvarp Össurar Skarphéðins- sonar iðnaðarráðherra um orkumál er enn til meðferðar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt frum- varpið fyrir sitt leyti sem og þingflokkur Samfylkingarinnar. Arnbjörg Sveinsdótt- ir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, telur að umfjöllun flokksins sé langt komin og vonast til að verkinu ljúki á næsta fundi þing- flokksins. Fulltrúar flokks ins í iðnaðarnefnd hafa haft frumvarpið til sérstakrar meðferðar en þeir eru Kristján Þór Júlíusson, Björk Guð- jónsdóttir, Herdís Þórð- ardóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir. Kristján Þór segir þau hafa gefið sér góðan tíma til að fara yfir málið sem sé stórt og umfangsmikið og taki á mörgum prins- ippmálum. Hann vill ekk- ert segja til um hvort lagðar verði til umfangs- miklar breytingar á efni þess. Spurður hvort líklegt sé að málið verði klárað á næsta þingflokksfundi segist Kristján vona það. Hann segir þó að vika eða mánuður til eða frá skipti ekki máli í hans huga enda lögunum ætlað að gilda um ár og áratugi. „Við vöndum okkur við hlutina,“ segir Kristján. Í frumvarpinu er skil- ið á milli samkeppnis- starfsemi og almanna- þjónustu í rekstri orkufyrirtækja og kveð- ið á um að orkuauðlindir sem eru í samfélagslegri forsjá verði það áfram. - bþs Orkumálafrumvarp enn í þingflokki sjálfstæðismanna: Vonast til að klára málið á næsta fundi ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON HELLISHEIÐARVIRKJUN Í orkumálafrumvarpi iðnaðarráðherra er kveðið á um að orkuauðlindir sem eru í samfélagslegri forsjá verði það áfram.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.