Fréttablaðið - 14.02.2008, Side 38
14. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● brúðkaup
● Eldaðu rómantíska máltíð og
bjóddu ástinni kampavín í fordrykk.
Bittu demantinn á glasfótinn eða
settu hann ofan í glasið.
● Gefðu ástinni þinni unaðsnudd
en nuddaðu ekki vinstri höndina
fyrr en síðast. Renndu þá hring á
baugfingur hennar og berðu fram
bónorðið.
● Skrifaðu bónorð á óvæntan stað
þar sem elskan þín býst ekki við
því: með litríkum segulstöfum á ís-
skápshurð, varalit á baðherbergis-
spegil eða sjálflýsandi stjörnum á
svefnherbergisloftið.
● Feldu ástarorð á litlum miðum
um allt hús. Skrifaðu um það sem
þú elskar í fari þinnar heittelskuðu
á hvern miða, með ábendingu um
næsta felustað. Á síðasta miðanum
gæti staðið: „Vegna alls sem ég hef
tjáð þér í dag, og svo margs annars,
vil ég eyða ævinni með þér. Viltu
giftast mér?“
● Settu trúlofunarhring í stað kon-
fektmola meðal annarra munn-
bita í konfektkassa. Þegar yndið þitt
opnar kassann skaltu falla á kné og
bera upp bónorðið.
● Kvikmyndahús sýna skjáaug-
lýsingar áður en bíómyndir hefj-
ast. Kauptu eina slíka sem lýsir upp
ástarorðin og nafn þeirrar sem þú
elskar, en mundu að koma tíman-
lega í salinn.
● Efndu til stefnumóts í falleg-
um garði þar sem einnig er hesta-
girðing. Leigðu riddarabúning
og hvítan hest og komdu henni
á óvart með því að ríða í hlað og
bjóðast til að verða prinsinn henn-
ar til æviloka. Sýndu demantshring
með konunglegum tilburðum og
biddu um hönd hennar.
● Fáðu listmálara til að mála af
henni mynd með hring á fingri.
Vertu tilbúinn með hringinn þegar
þú gefur henni myndina og spurn-
ingar vakna um hringinn.
● Leigðu flugvél til að orða hlut-
ina rétt þegar hún flýgur yfir höfð-
um ykkar í lautarferð eða úti á báti.
Vertu klár með hring til að full-
komna augnablikið.
● Ráddu töframann til að skemmta
ykkur heima og biddu hann um að
láta demantshring birtast óvænt í
lokaatriðinu.
● Leggðu á minnið ástarljóð, eða
semdu þitt eigið, og gættu þess að
merking orðanna hafi sérstaka þýð-
ingu fyrir ástina þína.
● Skreyttu jólatré
með ljósum og aðeins einum hlut;
rauðum borða utan um flauelsöskju
og plataðu hana í tveggja manna
jólaboð.
● Biddu föður hennar um hönd
hennar. Þegar leyfi er veitt skaltu
halda fjölskylduboð og biðja elsk-
unnar þinnar í einrúmi. Þegar hún
játast þér skaltu tilkynna ástvinum
trúlofun ykkar.
● Bjóddu ástinni þinni á kínversk-
an veitingastað og komdu bónorði
fyrir í vísdómsköku.
● Biddu þjón að hafa hringaskrín
sem valkost á eftirréttaseðlinum.
Segðu elskunni þinni að hún sé það
sæt og þú fáir hana ekki staðist.
● Settu trúlofunarhring ofan í
morgunkornspakka og spurðu
hvort hún sé búin að finna dótið
sem fylgir í pakkanum.
● Útbúðu vefsíðu með nafni henn-
ar og bónorðinu þínu með mynd af
demantshring í skríni. Sendu henni
vefslóðina eða setjist niður saman
til að vafra um vefinn.
● Farið í óvænta lautarferð eða á
ströndina þar sem þú skrifar „Gifstu
mér“ með steinum, blómum eða
skeljum. - þlg
Viltu giftast mér?Ótal fallegar leiðir eru til að bera upp bónorð. Falleg minning um nýstárlegt bónorð gerir brúð-kaupsdaginn enn betri.
Bónorð er fallegur undanfari hjónabands og gleymist aldrei þeim
sem eigast. Bónorð má bera fram á gamaldags, hefðbundinn
hátt, en vitaskuld einnig á óformlegri nótum með hjálp hug-
myndaflugs og útsjónarsemi. Alltaf skyldi vanda til bónorðs
af bæði lífi og sál, að ógleymdu ástföngnu hjarta.
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
Brúðarstell í miklu úrvali.
Bjóðum upp á aðstoð
við gerð brúðarlista.