Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 38
 14. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● brúðkaup ● Eldaðu rómantíska máltíð og bjóddu ástinni kampavín í fordrykk. Bittu demantinn á glasfótinn eða settu hann ofan í glasið. ● Gefðu ástinni þinni unaðsnudd en nuddaðu ekki vinstri höndina fyrr en síðast. Renndu þá hring á baugfingur hennar og berðu fram bónorðið. ● Skrifaðu bónorð á óvæntan stað þar sem elskan þín býst ekki við því: með litríkum segulstöfum á ís- skápshurð, varalit á baðherbergis- spegil eða sjálflýsandi stjörnum á svefnherbergisloftið. ● Feldu ástarorð á litlum miðum um allt hús. Skrifaðu um það sem þú elskar í fari þinnar heittelskuðu á hvern miða, með ábendingu um næsta felustað. Á síðasta miðanum gæti staðið: „Vegna alls sem ég hef tjáð þér í dag, og svo margs annars, vil ég eyða ævinni með þér. Viltu giftast mér?“ ● Settu trúlofunarhring í stað kon- fektmola meðal annarra munn- bita í konfektkassa. Þegar yndið þitt opnar kassann skaltu falla á kné og bera upp bónorðið. ● Kvikmyndahús sýna skjáaug- lýsingar áður en bíómyndir hefj- ast. Kauptu eina slíka sem lýsir upp ástarorðin og nafn þeirrar sem þú elskar, en mundu að koma tíman- lega í salinn. ● Efndu til stefnumóts í falleg- um garði þar sem einnig er hesta- girðing. Leigðu riddarabúning og hvítan hest og komdu henni á óvart með því að ríða í hlað og bjóðast til að verða prinsinn henn- ar til æviloka. Sýndu demantshring með konunglegum tilburðum og biddu um hönd hennar. ● Fáðu listmálara til að mála af henni mynd með hring á fingri. Vertu tilbúinn með hringinn þegar þú gefur henni myndina og spurn- ingar vakna um hringinn. ● Leigðu flugvél til að orða hlut- ina rétt þegar hún flýgur yfir höfð- um ykkar í lautarferð eða úti á báti. Vertu klár með hring til að full- komna augnablikið. ● Ráddu töframann til að skemmta ykkur heima og biddu hann um að láta demantshring birtast óvænt í lokaatriðinu. ● Leggðu á minnið ástarljóð, eða semdu þitt eigið, og gættu þess að merking orðanna hafi sérstaka þýð- ingu fyrir ástina þína. ● Skreyttu jólatré með ljósum og aðeins einum hlut; rauðum borða utan um flauelsöskju og plataðu hana í tveggja manna jólaboð. ● Biddu föður hennar um hönd hennar. Þegar leyfi er veitt skaltu halda fjölskylduboð og biðja elsk- unnar þinnar í einrúmi. Þegar hún játast þér skaltu tilkynna ástvinum trúlofun ykkar. ● Bjóddu ástinni þinni á kínversk- an veitingastað og komdu bónorði fyrir í vísdómsköku. ● Biddu þjón að hafa hringaskrín sem valkost á eftirréttaseðlinum. Segðu elskunni þinni að hún sé það sæt og þú fáir hana ekki staðist. ● Settu trúlofunarhring ofan í morgunkornspakka og spurðu hvort hún sé búin að finna dótið sem fylgir í pakkanum. ● Útbúðu vefsíðu með nafni henn- ar og bónorðinu þínu með mynd af demantshring í skríni. Sendu henni vefslóðina eða setjist niður saman til að vafra um vefinn. ● Farið í óvænta lautarferð eða á ströndina þar sem þú skrifar „Gifstu mér“ með steinum, blómum eða skeljum. - þlg Viltu giftast mér?Ótal fallegar leiðir eru til að bera upp bónorð. Falleg minning um nýstárlegt bónorð gerir brúð-kaupsdaginn enn betri. Bónorð er fallegur undanfari hjónabands og gleymist aldrei þeim sem eigast. Bónorð má bera fram á gamaldags, hefðbundinn hátt, en vitaskuld einnig á óformlegri nótum með hjálp hug- myndaflugs og útsjónarsemi. Alltaf skyldi vanda til bónorðs af bæði lífi og sál, að ógleymdu ástföngnu hjarta. N O RD IC PH O TO S/ G ET TY Brúðarstell í miklu úrvali. Bjóðum upp á aðstoð við gerð brúðarlista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.