Fréttablaðið - 14.02.2008, Side 55
FIMMTUDAGUR 14. febrúar 2008 31
UMRÆÐAN
Stjórnmál
Mig langar að hafa hér uppi stutta hugleið-
ingu um það hvernig
stjórnmálamenn og aðrir
talsmenn stjórnmála-
flokka geta best orðið
flokkum sínum og lýð-
ræðinu að liði í ræðu og
riti, að ekki sé minnst á
aðra starfshætti og framgöngu.
Meginskoðun mín er sú, að svo
tali menn best máli flokka sinna að
þeir séu „málefnalegir“ í þeim
skilningi að þeir kynni skilmerki-
lega stefnu og störf flokka sinna en
sleppi því sem verða má að útmála
störf og stefnu andstæðinga, oft
með yfirlæti og útúrsnúningum.
Sífelld árásarmælska á ekkert skylt
við þá „samræðupólitík“, sem hrósa
má, en þrífst illa hér á landi.
Góðar fyrirmyndir
Nú er mér það ljóst að góð meining
gerir oft litla stoð, því menn eru
breyskir, guði sé lof! Öfgafullt
hreinlífi í tali og hegðun getur
snúist upp í andhverfu sína. En
ruddaskapur og árásarárátta sem á
sumum er, lýsir vondu uppeldi og í
sumum tilfellum vondu innræti.
Persónulega velktist ég í pólitík
áratugum saman og hlaut vafalaust
ýmsar skrokkskjóður, en hef löngu
gleymt þeim. Á þessum langa ferli
mínum kynntist ég sæg manna við
ýmis tækifæri, ekki síst alþingis-
mönnum. Yfirleitt voru það góð
kynni þótt ekki væru allir steyptir í
sama mótið.
Ég ætla að nefna tvo menn, sinn
úr hvorum stjórnmálaflokki, sem
segja má að stóðust það skilyrði
góðs málflutnings að menn séu mál-
efnalegir og lausir við persónu-
legar ýfingar við andstæðinga að
tilefnislausu. Þessir menn voru
Eysteinn Jónsson, einn af aðalfor-
ustumönnum Framsóknarflokksins
í rúm 40 ár, og Jónas G. Rafnar úr
Sjálfstæðisflokknum, lengi þing-
maður Akureyrar og síðar Norður-
landskjördæmis eystra. Eysteini
bauð við persónuníði og kallaði það
heimsku að gera pólitíska andstæð-
inga að persónulegum fjandmönn-
um. Jónas Rafnar var okkur þing-
mönnum Norðurlandskjördæmis
eystra góð fyrirmynd um siðmann-
lega pólitík og gleymi ég þá ekki
samflokksmönnum mínum Karli
Kristjánssyni og Gísla Guðmunds-
syni, sem voru sömu gerðar. Á
Alþingi á minni tíð báru kvenna-
listakonur af um siðmannlegan og
rökfastan málflutning.
En hvað kemur mér til að setja
þessi orð á blað eins og ég sé ein-
hver siðapostuli – sem ég er ekki!
Því er til að svara að ég held að hug-
leiðing mín hafi gildi í lýðræðis-
þjóðfélagi, sem býr við fjölflokka-
kerfi og virðir það. Lýðræði og
þingræði í norrænum skilningi
þrífst ekki nema á grundvelli pólit-
ískrar fjölhyggju, sem gerir marg-
flokkakerfið óhjákvæmilegt og
eðlilegt. Vitaskuld er ég ekki að
mæla með því, að í stjórnmálaum-
ræðum á fundum og í fjöl-
miðlum séu menn sífellt
með ást og eindrægni á
vörunum og ákalli lýðræð-
ið sem guðlega veru, fyrr
má nú rota en dauðrota,
enda eru stjórnmál jarð-
bundin og eiga að vera það.
Hins vegar ber stjórnmála-
mönnum að virða og viður-
kenna fjölflokkakerfið og
þar með andstæða flokka
og talsmenn þeirra. Þeim
ber að temja sér siðmannlega gagn-
rýni.
Hugsað til Framsóknarflokksins
Læt ég þá lokið þessum almennu
hugleiðingum, en ætla að leyfa mér
að beina máli mínu sérstaklega til
flokksmanna minna. Framsóknar-
menn þurfa mjög að hugsa sitt ráð.
Þeim er nú meiri þörf að snúa ræðu
sinni inn á við en eyða of miklum
tíma í að útmála artir andstæðing-
anna. Ekki þar fyrir, Framsóknar-
flokkurinn stendur ekki í neinni
þakkarskuld við andstæðinga sína
hin síðari ár fyrir býsna blóðugar
árásir á flokkinn. Varla verður sagt
að framsóknarforustan hafi varist
fimlega eða búist til sóknar af
herkænsku. Þess vegna eiga fram-
sóknarmenn nú að horfa inn á við,
skoða í sinn eigin barm.
Þó heyri ég flokksmenn mína
suma hverja æmta út af því að
flokkurinn hafi „misst af völdun-
um“, rétt eins og það sé eitthvert
slys eða óréttlæti þó að gamal-
reyndur flokkur og löngum mikils-
ráðandi í ríkisstjórnum lendi í
stjórnarandstöðu eftir slaka
út komu í alþingiskosningum. Sjálf-
sagt munu margir vilja fá fyllri
skýringu á því hvað ég á við með
því að segja að forustu Framsókn-
arflokksins beri að líta í sinn eigin
barm. Sú ábending mín er vitaskuld
margslungin. En augljóst er að
framsóknarmenn þurfa að spurja
sig margra spurninga. Það er ekki
endilega mitt hlutverk að semja
spurningarnar eða stjórna spurn-
ingaleiknum.
En í allri auðmýkt bið ég forustu-
fólk flokksins að hugsa vel sitt ráð.
Það verður ekki barist til sóknar
með sundrað lið. Rifjið upp söguna,
lærið af reynslunni. Vissulega
snúast stjórnmál um núið. En hygg-
ið að rótunum. Nútíð Framsóknar-
flokksins á sér rótfestu í sögunni
og að sjálfsögðu framtíðin. Enginn
efast um að tíminn er hraðfleygur,
þjóðfélagsaðstæður breytast ört,
en það er út af fyrir sig ekkert nýtt.
Framsóknarflokkurinn hefur fyrr
orðið að laga sig að þjóðfélags-
breytingum og átt sinn þátt í þeim.
En stefnu sína verður flokkurinn
að miða við rótföst grunngildi,
aðlagast breytingum á réttum for-
sendum. En það á vafalaust við um
aðra stjórnmálaflokka og önnur
valdaöfl í þjóðfélaginu. Nútíminn
hefur staðið sig vel í því að fjar-
lægjast tæknistig miðalda, en
stjórnmálamenn samtímans ættu
ekki síður að virða lýðræðið og
hreinsa pólitíkina af stjórnarhátt-
um miðaldamanna.
Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Hugleiðing um siðleg stjórnmál
INGVAR GÍSLASON