Fréttablaðið - 14.02.2008, Side 60

Fréttablaðið - 14.02.2008, Side 60
36 14. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hvað er að gerast? Ætlið þið að flytja saman bráð- lega, eða? Rólegur, rólegur, rólegur, rólegur, rólegur! Hvorki Kamilla né ég erum hrifin af því að flýta okkur! Við tökum einn dag í einu! Prófum okkur áfram... Við erum ekkert að flýta okkur! Trust me! Þetta flytja-saman-samtal er í fjarlægri, fjarlægri framtíð, félagi! Jói... Getum við talað aðeins saman? Vissirðu að sumir segja að maður eigi að tyggja matinn 50 sinnum áður en maður kyngir? Mér finnst það svolítið ýkt. Kannski eru gúmmíbangsar undantekn- ingin. Ástarguðir ehf. Rooop! Afsakið Ó, já, kæri vinur. Þessa dagana er kvöldmaturinn ekkert mál. Þau ráku mig! Það eru víst allir að hittast á netinu. Létt og þægilegt Allt er í dósum. Reeoop! Afsakið Roooop! Fyrirgefðu Roooooop! Afsakið Roooeop! Afsakaðu þetta Ef mér verður boðið í fína veislu er ég klár í slaginn! Við vinur minn vorum að ræða um ástina og hvaða merkingu hún hefði. Vinurinn sagð- ist þá hafa komist að þeirri niðurstöðu að ástin væri samofin fórninni. Þegar ég spurði hvað hann meinti eiginlega tók hann eftir- talin dæmi. Ást er... að láta sig hafa það að vakna við upphafslagið úr Miss Saigon á hverjum einasta morgni í heilt ár til þess eins að ganga í augun á manneskjunni sem maður elskar heitt, þrátt fyrir að hafa megnustu óbeit á flestum söng- leikjum. Ást er... að bjóða þeim sem maður elskar á söngvamyndina Chicago í bíó og sitja skælbrosandi undir dansandi sirkus í tvo klukkutíma þrátt fyrir að vera farinn að hata söngleiki af öllum lífs- og sálar- kröftum. Ást er... að bera harm sinn í hljóði þegar sá sem maður elskar heitt syngur hástöfum lög úr söngleikj- um í tíma og ótíma. Lög sem maður þolir ekki lengur fyrir sitt litla líf og hefur oft beðið viðkomandi um að syngja ekki þegar maður er heima. Ást er... að pína ofan í sig fullt fat af slímugum kolkrabbaöngum þrátt fyrir að vita fátt eins ógeðslegt og vera að því kominn að æla af við- bjóði, til þess að móðga ekki spænskan auðjöfur sem aðilinn sem maður elskar á í viðskiptum við. Ást er... að taka til sama draslið dag eftir dag eftir manneskjuna sem maður elskar og minna sig á við hvern táfýlusokk sem tínist til ofan í óhreinakörfu að maður ætlar að verja ævinni með þessari himn- esku veru. Þótt hún sé oggulítill draslari. Ást er... að leysa ekki loft fyrstu tvö árin í sambúð með þeim sem maður elskar, nema til að andvarpa og þá ekki af uppgjöf heldur af hreinskærri ást. Prumpa svo á bak við hurð eftir það þótt hinn láti allt gossa. Þannig kenndi vinurinn mér að að ást án sjálfsfórnar er merkingar- leysa. STUÐ MILLI STRÍÐA Ást er...sjálfsfórn ROALD VIÐAR EYVINDSSON LÆRÐI ÝMISLEGT UM ÁSTINA AF VINI SÍNUM Grand Spa | Grand hótel| Sigtúni 38 | 105 Reykjavík Sími 578 8200 | www.grandspa.is Grand Spa er með bestu og glæsi- legustu heilsulindum landsins og býður viðskiptavinum sínum upp á heildræna slökun, snyrtimeðferðir og líkamsrækt. Þar starfa einstaklingar sem eru í fremstu röð á sínu sviði og leggja sig fram við að veita þér framúrskarandi þjónustu. Nudd – fullkominn streitubani La Mer snyrtistofa – einstakar snyrti- og húðmeðferðir Technogym – nýjustu og bestu líkamsræktartækin Kinesis æfingakerfi – eykur styrk, jafnvægi og liðleika Goran Superform – örugg en einföld skref í átt að líkamlegri vellíðan Ski fitness – góð líkamsþjálfun sem hjálpar þér að ráða við brekkurnar í fríinu Golf fitness – stuðlar að mýkri sveiflu og betri líðan Dansþjálfun – skemmtileg og ögrandi líkamsrækt fyrir einstaklinga á öllum aldri Slökunarrými – gufubað, sauna og nuddpottur, þar sem þú færð háls- og herðanudd Vilt þú efla orkuna og komast í betra form? Goran Superform er 4 vikna heilsu- námskeið sem tryggir þér fullkom- inn árangur frá byrjun. Þú tekur hröðum framförum og stígur örugg skref í átt að líkam- legri vellíðan. Námskeiðin byrja 18. febrúar – kl. 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 Árskorti Grand Spa fylgir slysatrygging iðkenda frá Sjóvá.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.