Fréttablaðið - 14.02.2008, Page 63

Fréttablaðið - 14.02.2008, Page 63
FIMMTUDAGUR 14. febrúar 2008 Sýning á 136 tillögum sem bárust í hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu í dag kl. 17. Fyrr um daginn verða kynntar á sama stað niður- stöður úr hugmynda sam keppn inni og þær sjö tillögur sem þóttu skara fram úr verðlaunaðar. Í kvöld kl. 20 munu svo uppboðshaldarar taka Hafnarhúsið yfir og efna til uppboðs á lóðum í Vatnsmýrinni þar sem fólki gefst færi á að festa sér afmarkaða lóð samkvæmt skipulagi vinningstillögunnar. Engar kvaðir fylgja þátttöku í uppboðinu, heldur er um að ræða hressilegan leik þar sem búast má við miklu kapphlaupi um bestu bitana. Keppnin um skipulag Vatnsmýr- arinnar hófst í lok mars 2007 og var þátttaka heimil fagfólki í arki- tektúr og skipulagi um allan heim. Mikill áhugi reyndist vera á keppninni enda óvenjulegt að kallað sé eftir hugmyndum um svo stórt svæði nálægt miðbæjar- kjarna höfuðborgar. Keppendur höfðu aðgang að umfangsmiklum gögnum um skipulagsforsendur svæðisins, ásamt skýrslum um samráð við borgarbúa og hags- munaaðila um þá möguleika sem Vatnsmýrin kynni að bjóða upp á. Í forsendum var ekki tekin afstaða til þess hvort flugvöllur væri áfram á svæðinu heldur kallað eftir hugmyndum um þróunar- möguleika. Sýningarstjóri er Guja Dögg Hauksdóttir deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur. Samhliða sýningunni kemur út vegleg bók með öllum tillögunum. Tillögur um Vatnsmýri VATNSMÝRIN Hvernig er best að skipuleggja þetta svæði? Auðmýkt er heiti myndlist- arsýningar Birgis Snæ- bjarnar Birgissonar sem opnar í hinu framsækna Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Í fréttatilkynningu frá Gallery Turpentine er eftirfarandi texti frá listamanninum sjálfum: „Þetta eru verk sem byggja á nokkrum postulínsstytt- um sem ég hef fundið og málað. Ég hef átt far- sælt samstarf með Vigfúsi Birgissyni ljósmyndara og í sameiningu hefur okkur tekist að skapa heim eða andrúm í kringum þessar styttur. Andrúm sem á í raun fátt skylt við ljósmyndir og er einnig komið ansi langt frá upprunalega hlutnum. Það gerist eitthvað þarna í ferl- inu. Postulínið fer frá því að vera kalt og glansandi yfir í að verða matt og loft- kennt þegar það er málað með olíu- litunum. Þegar við svo ljósmynd- um stytturnar verður til eitthvað allt annað. Útkoman er líkust stefnumóti mildi og mýktar. Verk- in eru ný en postulíninu hef ég verið að safna undanfarin ár og geri áfram.“ Ekki er langt síðan sýningu Birgis Snæbjarnar, Ljóshærð ung- frú heimur 1951-, lauk á Kjarvals- stöðum, en sýning sú hlaut mikið lof gagnrýnenda og annarra sýn- ingargesta. Sýningin í Turpentine er þó býsna ólík þeirri sýningu; beitt er annarri tækni við gerð verkanna en jafnfram einkennist viðfangsefnið af meiri auðmýkt. Sýningin stendur í Gallery Turp- entine til 1. mars. - vþ Auðmýkt Birgis í Turpentine POSTULÍN Eitt af verkum Birgis Snæ- bjarnar Birgissonar á sýningunni í Gallery Turpentine. Uppboð 17. febrúar í IÐNÓ við tjörnina. Allir velkomnir! Arnason & Andonov ehf., Austurströnd 1, 170 Seltjarnarnes s.551-05 50, aa-auctions@simnet.is, www.aa-auctions.is Uppboðshlutir til sýnis fi mmtudag 14 og föstudag 15 frá kl. 10-18, og laugardag frá kl. 10-16 á Austurströndinni. Einnig á vefnum ásamt uppboðsskilmálum. Uppboðsdagskrá: 1 hluti kl 12:00 Frímerki. 2 hluti kl 13:30 Póstkort og mynt. 3 hluti kl 14:30 Póstkortasafn Sigurðar Örlygssonar. 4 hluti kl 17:00 Bækur, málverk og aðrir listmunir. 14. – 21. FEBRÚAR Í HAFNARHÚSINU VATNSMÝRI 102 REYKJAVÍK NIÐURSTÖÐUR ÚR HUGMYNDA- SAMKEPPNI UM VATNSMÝRI Dagskrá yfir sýningardagana 14. febrúar – fimmtudagur kl 20 Viðburður: Opið „uppboð” á lóðum í Vatns- mýri með hliðsjón af vinningstillögu úr sam- keppninni. Umsjón Guja Dögg Hauksdóttir deildarstjóri byggingarlistardeildar og sýningarstjóri. 15. febrúar – föstudagur kl 16 Kynning og pallborð: Verðlaunahafar kynna tillögur sínar og dómnefnd gerir grein fyrir niðurstöðum sínum og í kjölfarið verða opnar pallborðsumræður um framtíðarsýn og skipu- lag borgar í Vatnsmýrinni. 16. febrúar – laugardagur kl 14 Leiðsögn: Guja Dögg Hauksdóttir deildar- stjóri byggingarlistardeildar og sýningar- stjóri annast leiðsögn um sýninguna. 17. febrúar – sunnudagur kl 14 Leiðsögn: Steve Christer arkitekt og dóm- nefndarmaður annast leiðsögn um sýninguna. 21. febrúar – fimmtudagur kl 17 Fyrirlestur: Massimo Santanicchia arkitekt fjallar um fagurfræði og tíðaranda í skipulagi borga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.