Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 71
FIMMTUDAGUR 14. febrúar 2008 47 Hljómsveitin Hjaltalín heldur síðari útgáfutónleika sína á Nasa í kvöld. Fyrri tónleikarnir voru haldnir á Græna hattinum Akureyri 25. janúar. Hjaltalín ætlar að spila lög af plötu sinni Sleepdrunk Seasons sem kom út fyrir jól og fékk úrvals viðtökur gagn rýnenda. Blásarasveit sem kom fram á plötunni spilar með þeim á tónleikunum. Hljómsveitin Borko og Ólöf Arnalds sjá um að hita upp. Fram undan hjá Hjaltalín eru tónleikar í Belgíu 26. febrúar og tvennir tónleikar í Danmörku; þeir fyrri með múm og Borko 27. febrú- ar og hinir síðari með Sprengju- höllinni 1. mars. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 og kostar 1.500 krónur inn. Blásarasveit með í för HÖGNI EGILSSON Högni og félagar í hljómsveitinni Hjaltalín halda útgáfutón- leika á Nasa. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Leikkonan Brittany Murphy vakti mikla athygli á tískuvikunni í New York á dögunum. Það var þó ekki vegna sérstakra tilburða á sviði tískunnar, heldur þóttu varir leikkonunnar heldur betur áhugaverðar. Svo virðist sem hún hafi leitað á náðir lýtalækna til að lagfæra munnsvipinn. Í það minnsta var efri vör hennar töluvert ólík því sem áður var. Orðrómur annars efnis komst svo á kreik skömmu síðar, því talið er að Murphy gæti komið í stað Lindsay Lohan í kvikmyndinni Poor Things. Hún myndi þá leika á móti Rosario Dawson og Channing Tatum. Varir Murphy vekja athygli BREYTTUR MUNNSVIPUR Það voru helst stórar varir Brittany Murphy sem vöktu athygli þegar hún sótti tískuvikuna í New York heim á dögunum. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég myndi ekki segja að ég væri „mega“-sítarmaður en ég á sítar og spila á hann,“ segir tónlistar- maðurinn Júlíus Freyr Guðmunds- son, sem spilar á sítar á bítlatón- leikum í Laugardalshöll 22. mars. Þá verður tímamótaplatan Sgt. Pepper´s Lonely Hearts Club Band flutt í heild sinni. Upphaflega átti Björgvin Gísla- son að spila á sítar á tónleikunum en hann var vant við látinn og því var hringt í Júlíus Frey. „Það vissi einhver að ég ætti sítar enda er ekki mikið af þeim á landinu.“ Júlíus, sem er sonur Rúnars Júlíussonar, segist ekki hafa orðið var við mikinn áhuga á sítarnum hjá föður sínum þrátt fyrir bítla- aðdáun hans. „Hann hefur aldrei spilað á hann. Ég held hann hafi ekki einu sinni tekið sér hann í hönd.“ Sítarinn var keyptur í New York árið 1991, ekki þó út af einskærum bítlaáhuga heldur frekar áhuga Júlíusar á framandi hljóðfærum. „Það er mjög erfitt að vera mjög góður á sítar en það er hægt að spila einföldustu hluti,“ segir hann. „Þetta er aðeins öðruvísi hljóðfæri en gítar þótt það sé strengjahljóðfæri. Það er ekki sama nótnaborð á sítarnum og hann er ekki mikið hljómahljóð- færi.“ Júlíus er fjölhæfur hljóðfæra- leikari, kann á gítar og spilar á trommur með hljómsveitinni Deep Jimi and the Zep Creams. Næstu tónleikar sveitarinnar verða á Organ 27. febrúar. - fb Erfitt að vera góður sítarleikari JÚLÍUS FREYR GUÐMUNDSSON Júlíus Freyr með sítarinn sem hann ætlar að nota á tónleikunum í Höllinni. MYND/ELLERT GRÉTARSSON Músiktilraunir fara fram dagana 10.-15. mars. Skráning hófst á mánudaginn og eins og í fyrra verða aðeins fimmtíu bönd skráð til keppni. Í ár bíður Hitt húsið hljóm- sveitum sem ætla að taka þátt í keppninni upp á æfinga- og/eða upptökuaðstöðu fram að keppni. Aðstaðan er í kjallara Hins hússins á sama stað og tónleikar í Fimmtu- dagsforleiknum fara fram. Kjallar- inn er búinn öllum helstu græjum sem þarf til tónlistariðkunar, til dæmis gítarmögnurum, bassa- magnara, trommusetti (án symb- ala) og góðu söngkerfi. Einnig verð- ur hægt að taka æfinguna upp á ProTools-kerfi sem Hitt húsið á. Ætlunin er að bjóða upp á aðstöð- una á laugardögum en þetta er hugsað sem skammtíma úrræði, ekki æfingaraðstaða til frambúðar. Ekki verður hægt að panta nema eina viku fram í tímann. Þeir sem vilja nýta sér þetta geta haft sam- band við Evu í síma 411 5500 eða sent tölvupóst á eva.einarsdottir@ reykjavik.is. Músiktilraunir eru haldnar í 26. skipti í ár. Þessi uppskeruhátíð bíl- skúrsbandanna er fyrir löngu orðin ómissandi hluti tónlistarmenning- arinnar. Rokkbandið Shogun sigraði í fyrra. Frítt æfingahúsnæði KAMPAKÁTIR MEÐ SIGURINN Bingi afhenti Shogun-sigurverðlaunin í fyrra. Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Skífan Leifsstöð · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is FULLKOMIN VALENTÍNUSARGJÖF! FRÁBÆR SAFNPLATA FYRIR ELSKUNA ÞÍNA !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.