Fréttablaðið - 14.02.2008, Qupperneq 71
FIMMTUDAGUR 14. febrúar 2008 47
Hljómsveitin Hjaltalín heldur
síðari útgáfutónleika sína á Nasa í
kvöld. Fyrri tónleikarnir voru
haldnir á Græna hattinum
Akureyri 25. janúar. Hjaltalín
ætlar að spila lög af plötu sinni
Sleepdrunk Seasons sem kom út
fyrir jól og fékk úrvals viðtökur
gagn rýnenda. Blásarasveit sem
kom fram á plötunni spilar með
þeim á tónleikunum. Hljómsveitin
Borko og Ólöf Arnalds sjá um að
hita upp.
Fram undan hjá Hjaltalín eru
tónleikar í Belgíu 26. febrúar og
tvennir tónleikar í Danmörku; þeir
fyrri með múm og Borko 27. febrú-
ar og hinir síðari með Sprengju-
höllinni 1. mars. Tónleikarnir í
kvöld hefjast klukkan 21 og kostar
1.500 krónur inn.
Blásarasveit
með í för
HÖGNI EGILSSON Högni og félagar í
hljómsveitinni Hjaltalín halda útgáfutón-
leika á Nasa. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Leikkonan Brittany Murphy vakti
mikla athygli á tískuvikunni í New
York á dögunum. Það var þó ekki
vegna sérstakra tilburða á sviði
tískunnar, heldur þóttu varir
leikkonunnar heldur betur
áhugaverðar. Svo virðist sem hún
hafi leitað á náðir lýtalækna til að
lagfæra munnsvipinn. Í það
minnsta var efri vör hennar
töluvert ólík því sem áður var.
Orðrómur annars efnis komst
svo á kreik skömmu síðar, því talið
er að Murphy gæti komið í stað
Lindsay Lohan í kvikmyndinni
Poor Things. Hún myndi þá leika á
móti Rosario Dawson og Channing
Tatum.
Varir Murphy
vekja athygli
BREYTTUR MUNNSVIPUR Það voru helst
stórar varir Brittany Murphy sem vöktu
athygli þegar hún sótti tískuvikuna í
New York heim á dögunum.
NORDICPHOTOS/GETTY
„Ég myndi ekki segja að ég væri
„mega“-sítarmaður en ég á sítar
og spila á hann,“ segir tónlistar-
maðurinn Júlíus Freyr Guðmunds-
son, sem spilar á sítar á bítlatón-
leikum í Laugardalshöll 22. mars.
Þá verður tímamótaplatan Sgt.
Pepper´s Lonely Hearts Club Band
flutt í heild sinni.
Upphaflega átti Björgvin Gísla-
son að spila á sítar á tónleikunum
en hann var vant við látinn og því
var hringt í Júlíus Frey. „Það vissi
einhver að ég ætti sítar enda er
ekki mikið af þeim á landinu.“
Júlíus, sem er sonur Rúnars
Júlíussonar, segist ekki hafa orðið
var við mikinn áhuga á sítarnum
hjá föður sínum þrátt fyrir bítla-
aðdáun hans. „Hann hefur aldrei
spilað á hann. Ég held hann hafi
ekki einu sinni tekið sér hann í
hönd.“
Sítarinn var keyptur í New York
árið 1991, ekki þó út af einskærum
bítlaáhuga heldur frekar áhuga
Júlíusar á framandi hljóðfærum.
„Það er mjög erfitt að vera mjög
góður á sítar en það er hægt að
spila einföldustu hluti,“ segir
hann. „Þetta er aðeins öðruvísi
hljóðfæri en gítar þótt það sé
strengjahljóðfæri. Það er ekki
sama nótnaborð á sítarnum og
hann er ekki mikið hljómahljóð-
færi.“
Júlíus er fjölhæfur hljóðfæra-
leikari, kann á gítar og spilar á
trommur með hljómsveitinni Deep
Jimi and the Zep Creams. Næstu
tónleikar sveitarinnar verða á
Organ 27. febrúar. - fb
Erfitt að vera góður sítarleikari
JÚLÍUS FREYR GUÐMUNDSSON Júlíus
Freyr með sítarinn sem hann ætlar að
nota á tónleikunum í Höllinni.
MYND/ELLERT GRÉTARSSON
Músiktilraunir fara fram dagana
10.-15. mars. Skráning hófst á
mánudaginn og eins og í fyrra
verða aðeins fimmtíu bönd skráð til
keppni. Í ár bíður Hitt húsið hljóm-
sveitum sem ætla að taka þátt í
keppninni upp á æfinga- og/eða
upptökuaðstöðu fram að keppni.
Aðstaðan er í kjallara Hins hússins
á sama stað og tónleikar í Fimmtu-
dagsforleiknum fara fram. Kjallar-
inn er búinn öllum helstu græjum
sem þarf til tónlistariðkunar, til
dæmis gítarmögnurum, bassa-
magnara, trommusetti (án symb-
ala) og góðu söngkerfi. Einnig verð-
ur hægt að taka æfinguna upp á
ProTools-kerfi sem Hitt húsið á.
Ætlunin er að bjóða upp á aðstöð-
una á laugardögum en þetta er
hugsað sem skammtíma úrræði,
ekki æfingaraðstaða til frambúðar.
Ekki verður hægt að panta nema
eina viku fram í tímann. Þeir sem
vilja nýta sér þetta geta haft sam-
band við Evu í síma 411 5500 eða
sent tölvupóst á eva.einarsdottir@
reykjavik.is.
Músiktilraunir eru haldnar í 26.
skipti í ár. Þessi uppskeruhátíð bíl-
skúrsbandanna er fyrir löngu orðin
ómissandi hluti tónlistarmenning-
arinnar. Rokkbandið Shogun sigraði
í fyrra.
Frítt æfingahúsnæði
KAMPAKÁTIR MEÐ SIGURINN Bingi
afhenti Shogun-sigurverðlaunin í fyrra.
Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 · Skífan Smáralind · Skífan Kringlunni · Skífan Leifsstöð · Póstkröfusími 591-5310 · www.skifan.is
FULLKOMIN
VALENTÍNUSARGJÖF!
FRÁBÆR SAFNPLATA
FYRIR ELSKUNA ÞÍNA !