Fréttablaðið - 27.06.2008, Side 36

Fréttablaðið - 27.06.2008, Side 36
 27. JÚNÍ 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● brúðkaup Linda Ásgeirsdóttir leikkona og Sigurður Gunnar Gissurarson eiga tveggja ára brúðkaupsafmæli í haust en þau giftu sig 16. september árið 2006. Brúðkaupsdaginn bar upp á afmælisdag brúðgumans. „Það er hálfgerð hefð fyrir því í fjölskyldunum báðum að velja afmælisdag brúðgumans til að gifta sig,“ segir Linda en foreldrar Sigurðar giftu sig á afmælisdegi pabba hans og bróðir hans gifti sig á sínum afmælisdegi. „Svo komst ég að því að amma mín og afi giftu sig líka á afmælisdegi afa míns. Kannski er þetta gert til þess að karlarnir muni eftir brúðkaupsdeginum.“ Linda segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar unnustinn bar upp bónorðið. „Ég var búin að finna rétta manninn og var alveg tilbúin þegar hann bar það upp. Bónorðið var mjög einlægt og fallegt en hann var að koma heim frá útlöndum úr vinnuferð, færði mér gjafir og var búinn að kaupa á mig fallegan kjól. Svo fór hann bara á hnén og spurði hvort ég vildi giftast sér. Þetta var í maí og við giftum okkur í september.“ Hjónaefnin opinberuðu trúlofun sína á eins árs afmæli Karls Kristjáns, sonar þeirra, hinn 18. maí og skáluðu í kampavíni. Giftingarathöfnin sjálf fór svo fram í Fríkirkjunni í Hafnar- firði enda brúðguminn Hafnfirðingur. Veislan var haldin í Hauka- húsinu á Ásvöllum og þar samfögnuðu 210 gestir. „Þetta var fallegur dagur, sólskin og blíða og við vorum hæst- ánægð.“ - rat Giftu sig á afmælisdegi brúðgumans Linda og Sigurður á brúðkaupsdaginn með drengjunum sínum Karli Kristjáni og Gissuri Atla. MYND/ARNALDUR HALLDÓRSSON BÓNORÐIÐ Tískustrauma í brúðarkjólum er alltaf gaman að skoða. Kjólarnir í ár eru margir fremur óhefðbundnir en um leið bæði rómant- ískir og kvenlegir. Óvenjulegt er að sjá brúði í öðru en skósíðum kjól, en í ár klipptu marg- ir hönnuðir neðan af kjólunum sínum. Fyrirsæturnar báru sig vel í hnés- íðum og jafnvel styttri kjólum og voru ferskar og sumarlegar. Kjólarnir voru heldur ekki einskorðaðir við hvíta litinn og mátti finna efni í bláum, fjólubláum, bleikum og grænum litum. Kjólar með einn hlýra sáust oft en það snið er einstaklega kvenlegt og leyfir líkamanum að njóta sín vel. Slaufur og blómaskraut settu síðan lokahnykkinn á marga kjóla, bæði stórt skraut sem og íburðarlítið. - mþþ Óhefðbundnar brúðir Íburðarmiklar slaufur og blómaskraut hjá Veru Wang. Sumar- legur kjóll frá Angel Sanchez. Stuttur fjaðrakjóll frá Angel Sanchez. Kvenlegt frá Claire Petti- bone. Djarfur kjóll frá Veru Wang. Carolina Herrera sýndi rómantíska kjóla.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.