Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.06.2008, Blaðsíða 36
 27. JÚNÍ 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● brúðkaup Linda Ásgeirsdóttir leikkona og Sigurður Gunnar Gissurarson eiga tveggja ára brúðkaupsafmæli í haust en þau giftu sig 16. september árið 2006. Brúðkaupsdaginn bar upp á afmælisdag brúðgumans. „Það er hálfgerð hefð fyrir því í fjölskyldunum báðum að velja afmælisdag brúðgumans til að gifta sig,“ segir Linda en foreldrar Sigurðar giftu sig á afmælisdegi pabba hans og bróðir hans gifti sig á sínum afmælisdegi. „Svo komst ég að því að amma mín og afi giftu sig líka á afmælisdegi afa míns. Kannski er þetta gert til þess að karlarnir muni eftir brúðkaupsdeginum.“ Linda segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar unnustinn bar upp bónorðið. „Ég var búin að finna rétta manninn og var alveg tilbúin þegar hann bar það upp. Bónorðið var mjög einlægt og fallegt en hann var að koma heim frá útlöndum úr vinnuferð, færði mér gjafir og var búinn að kaupa á mig fallegan kjól. Svo fór hann bara á hnén og spurði hvort ég vildi giftast sér. Þetta var í maí og við giftum okkur í september.“ Hjónaefnin opinberuðu trúlofun sína á eins árs afmæli Karls Kristjáns, sonar þeirra, hinn 18. maí og skáluðu í kampavíni. Giftingarathöfnin sjálf fór svo fram í Fríkirkjunni í Hafnar- firði enda brúðguminn Hafnfirðingur. Veislan var haldin í Hauka- húsinu á Ásvöllum og þar samfögnuðu 210 gestir. „Þetta var fallegur dagur, sólskin og blíða og við vorum hæst- ánægð.“ - rat Giftu sig á afmælisdegi brúðgumans Linda og Sigurður á brúðkaupsdaginn með drengjunum sínum Karli Kristjáni og Gissuri Atla. MYND/ARNALDUR HALLDÓRSSON BÓNORÐIÐ Tískustrauma í brúðarkjólum er alltaf gaman að skoða. Kjólarnir í ár eru margir fremur óhefðbundnir en um leið bæði rómant- ískir og kvenlegir. Óvenjulegt er að sjá brúði í öðru en skósíðum kjól, en í ár klipptu marg- ir hönnuðir neðan af kjólunum sínum. Fyrirsæturnar báru sig vel í hnés- íðum og jafnvel styttri kjólum og voru ferskar og sumarlegar. Kjólarnir voru heldur ekki einskorðaðir við hvíta litinn og mátti finna efni í bláum, fjólubláum, bleikum og grænum litum. Kjólar með einn hlýra sáust oft en það snið er einstaklega kvenlegt og leyfir líkamanum að njóta sín vel. Slaufur og blómaskraut settu síðan lokahnykkinn á marga kjóla, bæði stórt skraut sem og íburðarlítið. - mþþ Óhefðbundnar brúðir Íburðarmiklar slaufur og blómaskraut hjá Veru Wang. Sumar- legur kjóll frá Angel Sanchez. Stuttur fjaðrakjóll frá Angel Sanchez. Kvenlegt frá Claire Petti- bone. Djarfur kjóll frá Veru Wang. Carolina Herrera sýndi rómantíska kjóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.