Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 30. október 2008 — 297. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Hin nítján ára Bryndís Helgadótt- ir, sem starfar hjá Inega Models í Mumbai á Indlandi, tók í síðustu viku þátt í Lakmé-tískuvikunni í Mumbai þar sem um 75 hönnuðir sýndu vor- og sumarlínur síÞá fi Bombai Times enda eftir henni tekið innan um dökkhærðar þokkadísir. Bryndís segir þó bæði kosti og galla við það að skera sigúr. tæpa þrjá mánuði. „Ég kunni svo vel við mig að ég ákvað að fara aftur og mun starfa hjá Sker sig úr með ljósa hárið Bryndís Helgadóttir tók í síðustu viku þátt í Lakmé-tískuvikunni í Mumbai. Hún var eina ljóshærða módelið á staðnum og vakti að vonum athygli. Myndir af henni rötuðu inn á síður Bombai Times. Hér má sjá Bryndísi í appelsínurauðum kjól eftir indverska hönnuðinn Gayatri Khanna en mynd af henni í sama kjól birtist nýlega í Bombai Times. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES LÝSI er góð viðbót við fjölbreytta fæðu yfir vetrarmánuðina en í því er D-vítamín sem er líkamanum nauðsynlegt. Á sumrin er hægt að fá nægilegt D-vítamín með því að láta sólina skína á andlitið stutta stund daglega en á veturna er sólin ekki nógu hátt á lofti hér á norðurslóðum til þess að D-vítamín myndist í húðinni. VEÐRIÐ Í DAG BRYNDÍS HELGADÓTTIR Ein með ljósa lokka á pöllunum í Mumbai • tíska • heilsa • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS veljum íslensktFIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2008VELJUM ÍSLENSKT Dýrmætar auðlindir og óbeislað hugmyndaflug Sérblaðið Veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Tilnefndar í annað sinn Dórurnar í Dan- mörku halda áfram að gera það gott. FÓLK 32 Undrabarn á útopnu Árni Beinteinn slær hvergi slöku við. FÓLK 34 JÓGVAN: Flýr ekki Ísland Færeyingar hugsa hlýlega til Í slendinga. FÓLK 42 MENNING Hópur fólks hefur nú unnið að því um hríð að fá til landsins leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama. Mikil leynd hefur verið um þá vinnu en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er stefnt að því að haldin verði mikil samkoma í sumar í Laugardalshöll þar sem Dalai Lama mun ávarpa hópinn. Vegna viðkvæms ástands milli Kínverja og Tíbeta hefur hópur- inn verið í sambandi við utanrík- isráðuneytið. „Hugsanlega myndu vakna einhverjar spurningar um prótókól en það myndi þá verða leyst,“ segir Kristrún Heimisdótt- ir, aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. - jbg / sjá síðu 42 Leiðtogi Tíbeta væntanlegur: Dalai Lama í Laugardalshöll DALAI LAMA Mikið í húfi Kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar um sæti í lokakeppni Evr- ópumótsins árið 2009 í Finnlandi. TÍMAMÓT 24 3 -1 -1 -2 0 BJARTVIÐRI Í dag verður yfirleitt hæg breytileg átt. Víðast bjartviðri en skýjað norðaustan og austan til framan af degi. Hiti um eða yfir frostmarki með ströndum en frost 3-8 stig til landsins. VEÐUR 4 Opið til 21 EFNAHAGSMÁL „Við erum bálreiðir. Útgerðin í Rússlandi segir alltaf að peningarnir komi á morgun, en svo gerist ekki neitt. Við erum fastir hér og eina dægradvölin er að eigra um bæinn,“ segir Eduard Demidovich, þriðji stýrimaður á togaranum Karachavaro sem gerir út frá Kaliningrad. Alls 38 menn úr áhöfn skipsins og annars rússnesks togara, Kol- omenskoe, hafa verið strandaglóp- ar í Hafnarfjarðarhöfn í þrjár vikur eftir fimm mánaða karfatúr. Ástæðan er að hluti af launum mannanna hefur ekki skilað sér til landsins frá rússnesku útgerðinni Marytime Star. Magnús Sigfússon hjá Fish Products Iceland, sem er umboðs- aðili skipanna á Íslandi, segir venju hjá rússneskum útgerðum að borga hluta launa í erlendum gjaldeyri. Gjaldeyrisfærslur liggi hins vegar niðri og því berist ekki fé til að koma áhöfninni heim. „Í hvert skipti sem einhver aur kemst í gegn frá Rússlandi sendum við holl heim. Nú eru 38 eftir hér af 70 manna áhöfn á skipunum tveimur. Ég finn til með mönnunum og það er mjög erfitt að fara um borð á hverjum degi til að tilkynna þeim að engir peningar hafi borist.“ Igor Debely, fyrsti stýrimaður á Karachavaro, ber þó engan kala til Íslendinga. „Þetta er ekki ykkur að kenna,“ segir hann að lokum. - kg Áhöfn á tveimur rússneskum togurum berast ekki laun frá Rússlandi: Strandaglópar í Hafnarfjarðarhöfn GJALDA GJALDEYRISINS Hluti áhafnar rússneska togarans Karachavaro sem hefur dvalið í nær sex mánuði um borð í skipinu, þar af þrjár vikur í Hafnarfjarðarhöfn. Stýrimennirnir Eduard Demidovich og Igor Debely eru fyrsti og þriðji frá vinstri. EFNAHAGSMÁL „Ég beitti mér fyrir því í ágústmánuði að hafnar yrðu umleitanir um að sameina Glitni og Landsbankann. Sú hugmynd var reifuð af manni á mínum vegum við alla þessa aðila en þeir höfðu ekki áhuga á því þá. Björgólfur Thor taldi til dæmis að staða þeirra væri svo sterk að slíkar hugmynd- ir væru ekki tímabærar,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. Sex vikum síðar gengu Lands- bankamenn á fund Geirs og kynntu áætlun um hvernig mætti afstýra kerfisfalli bankanna með þátttöku ríkisins í bankasameiningu. „Ég treysti mér ekki til að meta hvort það hefði komið í veg fyrir fall bankanna ef farið hefði verið í sameiningu í ágúst. En þá var Leh- man-bankinn ekki fallinn og lána- möguleikar enn opnir. Því held ég að þeir sem leggja fram einhver plögg núna verði að líta í eigin barm, ég segi það bara hreint út.“ Hér vísar Geir til áætlunar sem Björgólfur Thor Björgólfsson, Halldór J. Kristjánsson og Sigur- jón Árnason kynntu honum á fundi í stjórnarráðinu 29. september og var fjallað um á forsíðu Frétta- blaðsins í gær. Þar lögðu þeir til að Glitnir, Landsbankinn og Straum- ur yrðu sameinaðir. Til þess þyrfti ríkið að leggja fram 100 milljarða til viðbótar við þá níutíu sem áður hafði verið lofað í yfirtöku Glitnis. Með því ætti ríkið ráðandi hlut í sameinuðum banka. „Það var farið yfir þessa áætlun á mínum vegum og Seðlabankans. Eins og sjá má af tölunum í henni þá var gert ráð fyrir að eigendur Landsbankans og Straums ættu tvo þriðju af þessum sameinaða banka gegn framlagi ríkisins. Við þetta þurrkuðust eigendur Glitnis nær út úr myndinni. Þetta var algerlega óaðgengileg hugmynd.“ Geir bætir við að ef forsvars- mönnum Landsbankans, með birt- ingu gagna af fundi þeirra, gangi það til að gefa til kynna að það hafi vakað fyrir ríkisstjórn eða Seðla- banka að bankarnir færu í þrot sé slíkt ómerkilegur og rangur áburð- ur. „Það var allt gert til að afstýra þroti bankanna. Sannleikurinn er sá að þeir gátu ekki endurfjár- magnað sig. Leiðin sem var farin, að setja neyðarlög og ganga hreint til verks eftir það, bjargaði því sem bjargað varð,“ segir Geir. - shá Geir vildi sameina Glitni og Landsbankann í ágúst Forsætisráðherra kom þeim skilaboðum til Landsbankans og Glitnis um miðjan ágúst að skoða samein- ingu bankanna. Því var hafnað á þeim forsendum að staða þeirra væri sterk og slík ákvörðun ótímabær. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N 19 marka sigur á Belgum Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sitt þúsundasta landsliðsmark í auðveldum sigri í gær. ÍÞRÓTTIR 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.