Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 30.10.2008, Qupperneq 8
8 30. október 2008 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Ted Stevens, öldungadeildarþingmaður frá Alaska, ætlar ótrauður að halda áfram baráttu sinni fyrir endurkjöri í þingkosningum næsta þriðjudag, þrátt fyrir að hafa á mánudaginn verið dæmdur sekur um að hafa logið til um gjafir frá auðugu olíufyr- irtæki. John McCain, forsetaefni Repúblikanaflokksins, hvatti Stevens til að segja af sér og hætta kosningabaráttu gegn demókratanum Mark Begich. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var skömmu áður en dómsúrskurður féll, var fylgi þeirra nokkuð jafnt, þrátt fyrir stöðugar fréttir af spillingu Stevens. Næsta öruggt þykir að dómurinn verði honum að falli. - gb Stevens fundinn sekur: Heldur áfram framboði sínu Stöndum vörð um jafnrétti kynjanna Að gefnu tilefni Eitt meginmarkmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er að vinna gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kynferðis á vinnumarkaði. Í lögunum segir m.a: Mismunun á grundvelli kyns er bönnuð. Það gildir að sjálfsögðu einnig um uppsagnir. Atvinnurekendur og stéttarfélög eiga að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Sérstaklega á að leggja áherslu á að jafna hlut kynjanna í stjórnu- nar – og áhrifastöðum. Konur og karlar hjá sama atvinnurekanda eiga að fá jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Starfsfólk má alltaf skýra frá launakjörum sínum. Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum sem körlum. Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga á hlutfall kynjanna að vera sem jafnast og ekki minna en 40% þegar fulltrúar eru fl eiri en þrír. Sama gildir um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að. Jafnréttisstofa ÚKRAÍNA, AP Þjóðþing Úkraínu samþykkti í gær frumvarp að sér- stökum neyðarlögum sem setja á til að búa í haginn fyrir móttöku 16,5 milljarða dala neyðarláns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Sjóðurinn er líka að undirbúa neyðarfjárhagsaðstoð við Ung- verjaland og Hvíta-Rússland, og fleiri lönd í austanverðri Evrópu kunna að fylgja í kjölfarið. Úkraínustjórn vonast til að IMF- lánið muni forða fjármálakerfi landsins frá algeru hruni, en úkra- ínski gjaldmiðillinn, hryvnan, hefur verið í frjálsu falli að und- anförnu og bankar landsins eiga mjög undir högg að sækja. Úkraínski seðlabankastjórinn Volodymyr Stelmakh sagði í gær að hjálparáætlun IMF, sem stjórn sjóðsins á eftir að leggja blessun sína yfir, sé nauðsynleg til að afstýra greiðsluþroti banka og stjórfyrirtækja landsins gagnvart erlendum lánardrottnum. Ceyla Pazarbasioglu, sem fer fyrir sendinefnd IMF í Úkraínu, tjáði fréttamönnum að meðal skil- yrða fyrir lánveitingu væri að úrkaínsk stjórnvöld sýndu aðhald í ríkisfjármálum og hrintu kerfis- umbótum í framkvæmd. „Þeir skilja hvað við er að etja og þörf- ina á aðgerðum,“ sagði hún eftir fund í Kíev með fulltrúum þings og ríkisstjórnar. Gjaldeyris- og verðbréfamark- aðir Ungverjalands tóku kipp upp á við í gær eftir að það fréttist að til stæði að IMF útvegaði Ungverj- um neyðarlán upp á 20 milljónir evra. IMF mun leggja til 12,5 millj- ónir evra sem þrautavarasjóð, Evrópusambandið leggur til 8,1 milljón evra og Alþjóðabankinn 1 milljarð evra. Ungverski forsætisráðherrann sagði í gær að ríkisstjórnin gerði ráð fyrir að minnsta kosti eins prósents samdrætti í þjóðarfram- leiðslu á næsta ári í stað þriggja prósenta hagvaxtar eins og áður hafði verið spáð. Boðaði Gyurc- sany róttæka endurskoðun fjár- laga sem gerði ráð fyrir mun minni fjárlagahalla. Hagkerfi Ungverjalands hefur átt við vax- andi skuldsetningu, mikinn fjár- lagahalla og minnkandi hagvöxt að stríða á síðustu árum. Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóri IMF, fagnaði við- brögðum stjórnvalda í Búdapest við kreppunni; niðurskurður fjár- lagahallans og aðrar ráðstafanir væru til þess fallnar að auka tiltrú fjárfesta. Þessi ummæli Strauss- Kahn voru mjög í samræmi við orð sem talsmenn framkvæmdastjórn- ar ESB höfðu áður látið falla. Joaquin Almunia, sem fer með efnahags- og peningamál í fram- kvæmdastjórn ESB, lagði í gær til að neyðaraðstoðarsjóður sam- bandsins yrði meira en tvöfaldað- ur, úr 12 milljörðum í 25 milljarða evra. Hann boðaði jafnframt aðgerðir til að ýta undir jákvæða hagþróun í aðildarríkjunum 27. Almunia staðfesti ennfremur að Ísland hefði einnig sótt um aðstoð frá ESB, þótt það sé ekki aðili að sambandinu. Forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, José Manu- el Barroso, sagði stjórnvöld í aðildarríkjunum reiðubúin að miðla fé til annarra aðildarríkja sem í vanda væru stödd. audunn@frettabladid.is ALLAR KLÆR ÚTI Úkraínumaður í þjóðbúningi kósakka reynir að afla sér aukapenings í kreppunni með hljóðfæraslætti á torgi í Kíev í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP IMF aðstoðar Úkraínu og Ungverjaland Lög samþykkt í Úkraínu til undirbúnings neyðarað- stoðar frá IMF. Ungverjaland og fleiri lönd í Austur- Evrópu búast einnig til að þiggja IMF-hjálp. Ísland meðal ríkja sem biðja Evrópusambandið um aðstoð. 1. Hvað heitir lögmaður Fær- eyja? 2. Hvar var bandarískri menn- ingarmiðstöð lokað á þriðju- daginn? 3. Hvaða íslenski sjónvarps- þáttur var nýlega tilnefndur til bresku BAFTA-verðlaunanna? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 42 VINNUMARKAÐUR „Menn hafa reynt í lengstu lög að halda í sitt starfs- fólk en það eru margir sem sjá ekki aðra kosti í stöðunni en að fækka fólki,“ segir Ingibjörg Þórð- ardóttir, formaður Félags fast- eignasala. Hún segir óhjákvæmilegt að bregðast við um 70 prósenta minni umsvifum á fasteignamarkaði með uppsögnum. Aðstoðarfólki fækki helst en hins vegar séu vel flestir löggiltir fasteignasalar enn að störfum. Löggiltir fasteignasal- ar séu nú um 250 talsins en hafi mest verið um 280 þegar best lét. Þá segir Ingibjörg fasteignasala bíða þess að eitthvað verði gert til að hjálpa húsnæðismarkaðnum. Sverrir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Eignamiðlunar ehf., segir að þar hafi átta af tuttugu starfsmönnum verið sagt upp störfum í síðustu viku. „Þetta er öryggisráðstöfun vegna þeirrar óvissu sem ríkir núna. Við segjum upp fólki með það í huga að geta vonandi ráðið fólk aftur,“ segir Sverrir. Hann segir desember og janúar rólegasta tíma ársins og að fram undan sé nokkur óvissa. Sverrir segir allstóran hóp manna hafa starfað innan greinar- innar á síðustu árum sem hvorki hafi menntun, reynslu eða þekk- ingu á sviði fasteignasölu. „Fast- eignasalar eru oft að sýsla með aleigu manna og við erum að von- ast eftir að þær sölur, þar sem fag- menn starfa, standi eftir sterk- ari,“ segir Sverrir. - ovd Fasteignasölur bregðast við minni umsvifum með uppsögnum aðstoðarmanna: Uppsagnir hjá fasteignasölum EFNAHAGSMÁL Næsta umferð sendinefnda Rússlands og Íslands um mögulegt gjaldeyrislán verð- ur haldin í Reykjavík. Þetta sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra á blaðamannafundi í St. Pétursborg í Rússlandi í gær. Hann var þar staddur vegna Northern Exposure-ráðstefnunn- ar. Aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands, Dmitry Pankin, sagði á þriðjudag, í viðtali við Prime- Tass-fréttastofuna, að við núver- andi aðstæður væri mikil áhætta falin í því að lána Íslendingum. „Jafnvel ef ákvörðun yrði tekin til að samþykkja lánið myndum við þurfa að meta vandlega alla áhættu.“ Seðlabankinn vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Pankins en sagðist vera að skoða málið hvað varðar frekari viðræður. Rússneska sendiráðið sagð- ist í gær ekki hafa frekari upplýsingar um mögulegt lán Rússa til Íslend- inga. Það eina sem þeir vissu væri að viðræð- um hefði lokið 16. október án niðurstöðu og ekki væri búið að taka ákvörðun um hvenær næsta viðræðulota færi fram. Geir H. Haarde sagði á föstu- dag, þegar tilkynnt var að leitað yrði formlega til Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, að enn yrði leitast við að fá lán frá Rússum, þótt upphæðin yrði væntanlega lægri en þær fjórar milljónir evra sem rætt var upp í upphafi. - ss Viðskiptaráðherra um gjaldeyrislán Rússa: Fundað á Íslandi BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON DÓMSMÁL Ungur piltur hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að berja mann í höfuðið með glerflösku. Flaskan brotnaði við höggið og hlaut fórnarlambið skurð á höfði. Árásarmaðurinn var aðeins sautján ára þegar atvikið átti sér stað fyrr á þessu ári. Hann játaði sök fyrir dómi. Hann hafði ekki áður gerst sekur um refsivert athæfi þegar hann framdi umrædda líkamsárás sem var álitin sérstaklega hættuleg. Pilturinn lýsti iðrun fyrir dómi og höfðust náð sættir milli hans og fórnarlambsins um skaðabætur. - jss Ungur piltur dæmdur: Braut flösku á höfði manns INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR SVERRIR KRISTINSSON VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.