Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 30.10.2008, Qupperneq 18
18 30. október 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Danska flugfélagið Sterling varð gjaldþrota í gærmorg- un. Fyrrverandi eigandi Fons, félag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannes- ar Kristinssonar, er stærsti kröfuhafinn í þrotabúið. „Það er ekki alltaf gaman að vera í viðskiptum. En þetta er ólýsan- lega sárt,“ segir Pálmi Haralds- son, annar tveggja eigenda Fons, eignarhaldsfélagsins sem átti danska flugfélagið Sterling þar til í gærmorgun. Pálmi hefur síðustu daga átt í viðræðum við tvo aðila um kaup á flugfélaginu. „Við vorum við það að loka dílnum klukkan tíu í gær- kvöldi [í fyrrakvöld],“ segir hann. Klukkustund síðar kom í ljós að kaupendur, danskir fjárfestar og þarlendur sjóður, gátu ekki lagt fram viðunandi tryggingar fyrir kaupunum. Þegar snurða hljóp á þráðinn hafi fátt annað verið í stöðunni en að fara til siglinga- og verslunar- réttar Kaupmannahafnar og óska eftir gjaldþroti, að sögn Pálma. Um 27 flugvélar flugu undir merkjum Sterling og starfsmenn voru 1.100 talsins. Um tíu prósent af farþegum Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn flugu í fyrra með vélum félagsins. Starfsmenn þurfa nú að leita til Ábyrgðasjóðs launa en óvíst er hvort þeir missi störf sín. Þá fá flestir viðskipta- vinir Sterling miða sína endur- greidda. Þeir sem verst fara út úr viðskiptum sínum við Sterling eru hins vegar þeir sem hafa skipu- lagt ferðir á vegum félagsins næstu daga, að sögn Pálma. Þús- undir voru strandaglópar víðs vegar um Evrópu í gær og unnu önnur flugfélög að því að hlaupa undir bagga. „Þetta er ofboðslega sárt fyrir alla.“ Hann segir árið hafa verið gríð- arlega erfitt í flugrekstri víða um heim. Sterling hafi ekki verið und- anskilið. „Þegar íslenska fjármála- kreppan skall á hrundi salan. Sam- hliða því heimtuðu flestir birgjar staðgreiðslu og leigusalar fóru fram á meiri tryggingar. Þá var ljóst að þetta gekk ekki og unnið að því að selja Sterling eins fljótt og auðið var. Því miður náðist það ekki,“ segir hann og bendir á að undir það síðasta hafi þurft að greiða eldsneyti á vélar félagsins fyrirfram. Næsta vonlaust hafi verið að starfa við slíkar aðstæð- ur. Pálmi segir sérstaklega sárt að þetta skuli hafa verið niðurstaðan þar sem Sterling hafi verið skuld- laust. Fons hafi sett á annan tug milljarða króna inn í félagið upp á síðkastið og eigi stærstu kröfuna á þrotabúið. „Nú er fátt eftir annað en að sleikja sárin, taka sig saman í andlitinu og læra af reynslunni,“ segir hann. Síðdegis í gær var tilkynnt að norska lággjaldaflugfélagið Nor- wegian Air Shuttle tæki yfir ellefu flugleiðir til og frá Kaupmanna- höfn úr búi Sterling. jonab@markadurinn.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 34 642 +0,09% Velta: 20 milljónir MESTA HÆKKUN ÖSSUR 1,17% MESTA LÆKKUN EIK BANKI 30,76% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,80 +0,00% ... Atorka 0,60 +0,00% ... Bakkavör 5,00 +0,00% ... Eimskipafélagið 1,30 +0,00% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,37 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 71,00 +0,14% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 86,30 +1,17% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: Volkswagen stærst í heimi Yfirtökutilraun Porsche á þýska bílaframleið- andanum Volkswagen þrýsti upp hlutabréfa- verði Volkswagen sem varð, um tíma, dýrasta fyrirtæki í heimi, mælt í markaðsvirði. Þegar verð bréfanna fór hæst á þriðjudagsmorgun fór markaðsvirði félagsins upp í 370 milljarða evra. Dýrasta félag heims, Exxon Mobil, er metið á 343 milljarða. Það sem þrýsti bréfunum enn hærra var misheppnað skort- söluáhlaup á bréf félagsins, en skortsalar taka að láni bréf og selja, með von um að verð bréfanna lækki. Ef verðið lækkar ekki verða skortsalarnir að kaupa bréfin aftur á opnum markaði, sem getur leitt til stórfelldrar, en mjög skammvinnrar, verðhækkunar. Dósamatur og skotvopn Áður hefur verið frá því greint að bandarískir neytendur virðast byrgja sig upp af dósa mat, því hlutabréf í Campbell Soup virðast vera furðulega ónæm fyrir kreppunni. Nú virðast Bandaríkja- menn búast við hinu versta, því tölur frá alríkis- lögreglunni sýna að skotvopna- sala hefur aukist um nærri einn tíunda frá því í fyrra, sem þó var metár. Tvennt er talið ráða för: ótti við forsetakjör Baracks Obama, sem áhugamenn um skotvopn telja ávísun á herta vopnalöggjöf, og áhyggjur af efnahagsástandinu. Peningaskápurinn ... „Seðlabankinn er aðili að þessu samkomulagi,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra. Ekki sé gert samkomulag við Alþljóðagjaldeyrissjóðinn án þess að Seðlabankinn eigi þátt í málinu. Skilja mátti á Seðlabankastjóra í fyrradag að sex prósenta vaxta- hækkun, sem þá var tilkynnt um, væri til komin einvörðungu á grundvelli samkomulags ríkis- stjórnar og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, en fyrr í mánuðinum hafði bankinn lækkað stýrivextina umtalsvert. Röksemdir fyrir lækkuninni væru enn í gildi. „Þetta er pólitísk ákvörðun í rík- isstjórninni að fara þessa leið,“ segir Ingibjörg Sólrún, „og Seðla- bankinn er með í þessari ákvörð- un, þannig að þetta er þríhliða ef svo má segja.“ Ingibjörg Sólrún segir að tímasetning vaxtahækk- unarinnar og vaxtaprósentan verði í höndum Seðlabankans. „Við vissum ekkert hvenær þetta nákvæmlega yrði.“ - ikh Seðlabankinn aðili að samkomulagi við IMF PÁLMI HARALDSSON Fyrrverandi eigandi danska flugfélagsins Sterling segir sárt til þess að hugsa hvernig fór fyrir félaginu. Eignarhaldsfélag hans á stærstu kröfuna í þrotabúið. Sterling hrapar til jarðar „Þrot Sterling snertir okkur lítið, þeir fljúga á öðrum leiðum en við,“ segir Birkir Hólm Guðna- son, forstjóri Icelandair. Líklega muni norræna flugfélagið SAS hagnast meira á gjaldþrotinu en önnur félög. Hagur Icelandair liggi í þjónustu við SAS um flug og muni það líklega aukast. „Það gæti skilað sér í fleiri farþegum hjá okkur,“ segir hann. Birkir bendir á að efnahags- ástandið nú um stundir sé mörg- um rekstrarfélögum erfitt víða um heim. Það hafi kallað á aðhald. Icelandair hafi sagt upp 240 manns í sumar auk þess sem fimmtán manns hafi verið sagt upp í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Störfin hafi verið flutt hingað en fólki ekki bætt við. Þá vinnur Icelandair að frek- ari aðgerðum á næstu dögum. Þar á meðal hefur 61 flugfreyju og -þjóni ýmist verið boðið að fara í hlutastarf eða í launalaust orlof. „Þetta gerum við til að forðast uppsagnir í lengstu lög,“ segir Birkir. - jab Icelandair Group forðast uppsagnir EIN AF VÉLUM ICELANDAIR Forstjóri Icelandair segir félagið draga úr rekstr- arkostnaði, svo sem með því að flytja störf heim og breyta starfshlutfalli flugfreyja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Gjaldþrot Sterling hefur engin áhrif á okkur,“ segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express. Hann bendir á að þótt Fons hafi átt bæði félögin séu engin tengsl á milli þeirra að nokkru leyti. Matthías bendir á að Iceland Express geti aðlagast aðstæðum, hvort heldur sé góðum eða slæmum, með skömmum fyrirvara. Félagið leigi allar sínar vélar og hafi miðað rekstur og áætlunarflug við framboð og eftirspurn á hverjum tíma. Þá sé yfirbygging fyrirtækisins lítil og fastur rekstrarkostnaður lágur. Breytilegur kostn- aður sé hins vegar hár en markvisst hafi verið dregið úr honum upp á síðkastið í samræmi við sviptingar í efnahagslífinu. - jab ENGIN ÁHRIF Á ICELAND EXPRESS MATTHÍAS IMSLAND Í RÆÐUSTÓL Á ALÞINGI Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra áréttar að stýrivaxtahækkunin á þriðjudag hafi verið þríhliða ákvörðun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI föstudagur fylgir Fréttablaðinu á morgun föstudagur „Við höfum verið að vinna að lausn mála með fulltrúum erlendra lánardrottna,“ segir Agnar Hansson, forstjóri Sparisjóðabankans (áður Icebank). Hann segist bjartsýnn á að jákvæð lausn fáist í málinu. Gengið var frá því í gær að bankinn fengi frest í hálfan mánuð til að leysa mál sín vegna kröfu Seðlabankans um að Sparisjóðabankinn aflaði viðbótarveða upp á sextíu milljarða króna. Krafa Seðlabankans kom á borð Sparisjóðabankans í byrjun síðustu viku í kjölfar ríkisvæð- ingar viðskiptabankanna þriggja. - jab Fengu frest í tvær vikur Alls er áætlað að níutíu prósent starfsmanna Kaupþings hafi verið hluthafar í bankanum er hann komst í þrot. Hlutabréf þeirra eru nú verðlaus. Sex til sjö hundruð þessara starfsmanna höfðu tekið lán vegna hlutabréfakaupanna í samræmi við stefnu bankans um valréttarsamninga. Nemur upp- hæð þeirra lána nú á fimmta tug milljarða, þar af er stór hluti vegna valrétta nokkurra tuga æðstu stjórnenda bankans. Heimildir Markaðarins herma að æðstu stjórnendur bankans hafi aldrei selt hlutabréf sín í honum og innleyst þannig hagnað. Innan bankans var litið svo á að kaup starfsmanna og lán til þeirra væru hluti af launakjörum til starfsmanna. Starfsmenn greiddu vegna nýtingar kaupréttar fullan tekjuskatt af hlutabréfum sem aldrei voru seld og eru nú verð- laus. Samkvæmt heimildum Markað- arins vilja starfsmenn gamla Kaupþings nú semja um sín mál við stjórn Nýja Kaupþings, enda hafi verið litið svo á að valréttirn- ir væru hluti af kjörum starfs- fólks og verið meðhöndlaðir sem slíkir af skattayfirvöldum. Á aðalfundi Kaupþings hinn 27. mars 2004 var samþykkt tillaga um valrétt á hlutum til starfs- manna og stjórnenda bankans. Þar var staðfest að kaup- og söluréttir til starfsmanna geti á hverjum tíma numið í heild allt að 9 prósen- um af útgefnum hlutum í bankan- um. Á grundvelli þessa samþykkti stjórn bankans að veita lán til hlutafjárkaupa enda væri um langtímafjárfestingu að ræða í þeim tilgangi að gera bankanum kleift að geta haldið í og laðað til sín öfluga starfsmenn. Samkvæmt upplýsingum blaðsins samþykkti stjórnin enn fremur ári síðar að gera ráðstafanir til þess að draga úr persónulegri áhættu starfs- manna í þessum efnum. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að tryggingastaða flestra starfsmanna á þessum tíma hafi verið afar sterk vegna mikillar verðhækkunar hlutanna. Flestir þessara starfsmanna höfðu keypt hluti í bankanum við skráningu hans sem höfðu hækkað verulega. Nýir starfsmenn fengu einnig að taka þátt í slíkum kaupum án þess að uppfylla strax skilyrði um tryggingaþekju. - bih Margir starfsmenn Kaupþings með lán gegn veðum í verðlausum hlutabréfum Lánin á fimmta tug milljarða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.