Fréttablaðið - 30.10.2008, Page 38

Fréttablaðið - 30.10.2008, Page 38
 30. OKTÓBER 2008 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Náttúrumarkaðurinn á natturan.is býður nú umhverfisvænan þvotta- lög sem kallast Bjarmi. Hann er framleiddur af Kaupverki ehf., Sápuóperunni á Hvolsvelli. Bjarmi er handunnin íslensk framleiðsla án allra ilm- og litarefna sem og annarra aukaefna. Bjarmi hefur reynst mjög vel til allra þrifa og vinnur vel á erfiðum blettum og fitu. Hann fæst í tveimur stærð- um, fimm lítra brúsa og 500 ml úðabrúsa. Auk Bjarma framleiðir Sápu- óperan náttúrulegar sápur með birki- og þara í þæfðri ull. Þara- sápan er með lífrænt vottuðum þara frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum en birkisápan er með birkilaufi úr villtri íslenskri nátt- úru. Utan um sápurnar er þæfð íslensk ull. Einnig er hægt að fá handunna sápubakka úr endurunn- um viði sem passa vel við sápurn- ar. Bjarni Óskar Pálsson og Svan- fríður Hagvaag reka Sápuóperuna á Hvolsvelli og hafa þróað vör- urnar og framleiða þær sjálf en á Náttúrumarkaðnum á natturan.is er úrval af lífrænum, náttúruleg- um og umhverfisvottuðum vörum á boðstólum. Umhverfisvæn sápa Náttúru Sápuóperan framleiðir náttúruvænar sápur. Myndlistarkonan Halldóra Emils- dóttir er mörgum kunn fyrir litrík- ar, loðnar og skemmtilegar húfur sem hún heklar og selur meðal ann- ars í Kirsuberjatrénu, versluninni Sirku á Akureyri og hjá vefverslun- inni Sirku á www.sirka.is. Engar tvær húfur eru nákvæm- lega eins og hafa þær notið mikilla vinsælda. Oft má sjá þær á ferð um bæinn á snotrum meyjarkollum og auk þess að vera höfuðprýði halda þær góðum hita á eigendum sínum. Engar tvær eins Engin húfa er eins og eru þær litríkar og hlýjar. Foréttar þrenna Milliréttur Aðalréttur Eftirréttur Verð -6.900 Kr. Foréttar þrenna Milliréttur Aðalréttur Eftirréttur Verð -6.900 Kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.