Fréttablaðið - 30.10.2008, Side 39

Fréttablaðið - 30.10.2008, Side 39
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París POLARN O. PYRET hefur opnað verslun í Smáralind. Polarn O. Pyret er þekkt barnafatamerki sem margir Íslendingar hafa tekið ástfóstri við en fyrirtækið hefur verið með verslun í Kringlunni í fjölda ára. Í eina tíð voru breiðar konur dæmdar til að vera í kartöflupokum, sendar í útlegð úr heimi tískunnar þar sem margir hönnuðir enn þann dag í dag vilja ekki hanna í stærri stærðum en 42 í nafni ímyndar. Reyndar verður að segjast eins og er að Íslendingar hafa mikið bætt á sig á síðustu áratugum og er mikill munur að sjá þjóðina í dag miðað við það sem áður var. Nokkrir hafa þó skilið mikilvægi þess að bjóða upp á breiðari tískulínur og að þarna væri sömuleiðis leið til þess að plægja nýja viðskipta- akra. En það er ekki sama hvern- ig þéttar konur klæða sig og gildrurnar eru margar. Og þrátt fyrir að þéttari konur séu nú heldur meira í tísku, eins og kvikmyndastjörn- urnar Monica Bellucci og Scarlett Johanson eða söngkonan Beth Ditto í Gossip, eru fyrirsæturn- ar á sýningarpöllunum alltaf jafnhoraðar. Spurning hvort það sé kannski best að vera bara áfram í sama gamla formlausa kjólnum? Ekki endilega. Það þarf aðeins að vita hvernig á að aðlaga tískulínurnar að annarri líkamsgerð en fyrirsætanna. Þar liggur hundurinn grafinn. Ekki fylgja tískunni eins og trúarbrögðum heldur taka það sem passar og blanda saman. Hugar- flug og hugrekki eru lykilorðin og enginn þarf að vera þræll kartöflupokans. Hermannatíska hefur verið í gangi um nokkurt skeið og hentar vel þybbnum með víðum buxum og þá er til dæmis tilvalið að nota þunnar bómullarblússur sem ná niður á mjaðmir. Fyrir nokkru voru víðu pilsin allsráð- andi í sumartísku en þessi víðu pils hafa haldist í tísku síðan. Með hippastílnum sem er enn mjög sterklega inni hafa pilsin tekið breytingum en þau eru upplögð fyrir allar líkamsgerðir. Reyndar eru nú styttri pils einnig í tísku en flest með útvíkkandi lagi sem hentar vel þeim sem hafa meira yfirborð. Einlitur klæðnaður er heppilegri en munstur til þess að ýkja ekki líkamsformið en það þýðir ekki að allt eigi að vera svart eða grátt og þar með leiðinlegt. Djúpir litir eins og næturblátt eru heppilegir því sérfræðingarnir halda því fram að kaldir litir kaldir litir lengi líkamann en heitir geri fólk kringlóttara. Til þess að hressa upp á litinn með blússum eða bolum með blómamynstri þá á að velja blóm sem eru hvorki of stór né of lítil og sniðið á að vera útvíkkandi (trapèse) til að fela maga og mjaðmir. Ekki er verra að eiga munstraða skó sem passa við og sýna tískuspeki viðkomandi. En kannski er nú lag í kreppunni að breyta lífsháttum sínum og verða umhverf- isábyrgari, breyta um mataræði og færa sig niður um eina eða tvær stærðir fyrir jól. bergb75@free.fr Þéttar á velli og þéttar í lund KRINGLAN SMÁRALIND LAUGAVEGUR FIMMTUDAGS TILBOÐ 44193 00101 Lir: Svart Stærðir: 36 - 42 Shine 44643 51052 Lir: Svart, brúnt Stærðir: 36 - 42 Voyage 49844 00101 Lir: Svart Stærðir: 41 - 47 Berlin 80054 00101 Lir: Svart Stærðir: 41 - 46 Ancona 21.995 15.995 22.990 16.995 25.995 18.995 19.995 14.995 Gæru- fóðraðir Gærufóðraðir Vefta • Lóuhólum 2-4 • S: 557 2010 • & Þönglabakka 6 • S: 578 2050 Nýjar vörur í hverri viku www.vefta.is Hólagarði og Mjódd Misty skór Laugavegi 178 • Sími: 551 2070 Opið: mán - fös: 10 - 18 • lau: 10 - 14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Alla föstudaga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.