Réttur - 01.02.1927, Page 44
46
FRá ÓBYGÐUM
[Rjettur
legt. (W. Knebel, 1905). 1907 kom M. v. KomoJ-owicz á
skarðið. Virðist hann hafa komið að Efra-Hundavatni og
nefndi það Rudloffsvatn. Lýsing hans er ómerkileg. (Konr-
orowicz, 1907, bls. 87—88). Á síðari árum hafa ýmsir ís-
lendingar farið Heiðingjaskarð, en ekkert unr það ritað.
Virðist sem þessi leið verði fjölfarin, og af þeirri ástæðu
gaf ég örnefni þau, sem áður er getið.
6. S k ö p u n A r n a r v a t n s h e i ð a r. (Sjá Md: í.).
Áður en lýkur þessum kafla, skal stuttlega vikið að því,
hvernig land það, sem nú hefir verið lýst, hafi orðið til.
Ekki virðist mér það efamál, að Arnarvatnsheiði og
lægðin öll vestur frá Langjökli séu sigið land, sem eitt sinn
hafi verið jafnháar stöllum Langjökuls og Eiríksjökuls.
Bendir margt á þetta. í fyrsta lagi er það eðlilegasta skýr-
ingin á því, hvernig stallar jöklanna hafi inyndast, því að
þeir hafa furðulega skýr einkenni sigbarma, eru líkir á
hæð, með beinuin hlíðum, lítið vatnsgrafnir og jafnháir
alstaðar. 1 öðru lagi virðist skipun jarðlaga vera hin sama
í þeim og landinu í kring, en hún er þessi: efst ísnúið grá-
grýti, en undir því móberg. í þriðja lagi hallar landinu að
stöllum jöklanna og jarðlögunum sömuleiðis, eftir því sem
séð verður.
Aðalsprunga sú, sem landið brotnaði um, virðist vera
vesturhlíðin á stalla Langjökuls. Liggur hún í venjulega
sprungustefnu, frá SV—NA, og hafa þaðan runnið hraun,
bæði Geitlandshraun og Hallmundarhraun. Enn fremur
liggja Heiðingjarnir í sömu stefnu, og bendir það á, að
þessi mikla sprunga gangi norður á Stórasand, þó að ekki
hafi þar orðið jarðlagamunur (dislocationes), svo að séð
verði.
Stalli Eiríksjökuls virðist aftur á móti vera bergstál
(Horst), er staðið hafi eftir, er landið umhverfis seig, eins
og stál í tótt, er niður fellur torfið. Bendir það á, að hraun-
hvelið, sem á honum hvílir, sé elddyngja, og niður frá