Réttur


Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 11

Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 11
Rjettur] GEORGE BERNHARD SHAW 13 hann«. »Hvaða lífsskoðun eða heimspeki hefir Bernhard Shaw?« spurði maðurinn. Shaw kvartar yfir því á einum stað, að hæfileikar hans til þess að skrifa skemtilega, hafi oft orðið til þess, að mönnum hafi láðst að taka eftir því, hvað hann væri að segja. Enn þann dag í dag spyr meiri hluti manna, sem eitthvað hefir séð eða lesið eftir Shaw, hvort hann hafi nokkrar ákveðnar skoðanir. Þeir sjá í ritum hans haglskúr af fyndni og smellyrðum, og halda að bækurn- ar séu ritaðar til þess að koma þessu að. Og er þetta þó furðulegt í augum; þeirra, sem gefið hafa sér tóm til að lesa eitt einasta leikrit hans með athygli. Manninum er svo mikið niðri fyrir, að líklega er enginn annar höf- undur uppi, sem eins mjkið hefir að segja, og er eins mikiil alvara með að fá það sagt. Hann er allra manna óþolinmóðastur við þá menn,, sem svívirða listagáfu sína með því að dekra við hana, í stað þess að taka hana í þjónustu þess sannleika, sem þeir telja sig búa yfir, þess viðhorfs á tilverunni, sem er þeirra eðli. En hann villir mönnum sýn í fyrstu, vegna þess að hann sér svo mikið betur en aðrir. Hann segir sjálfur þessa sögu: Vinur hans, augnlæknir nokkur, athugaði í honum augun og sagði honum, að rannsókninni lokinni, að frá læknisfræðilegu sjónarm'iði væri ekkert eftirtektarvert við sjónina, vegna þess að hún væri alveg »normaI«. Shaw hélt að sjálfsögðu, að hann ætti við það, að sjón hans væri eins og allra annara. Læknirinn neitaði því sem alveg fráleitri hugsun, og flýtti sér að útskýra, að Shaw væri óvenjulega sjónskarpur. Hann hefði »norm- al« sjón, þ. e. hann sœi hlutina rétt, en það gerði ekki nema tíundi hluti manna; níu tíundu hlutar sæju »abnormal«. Shaw kvaðs þá hafa jafnskjótt áttað sig á því, hvernig á því stæði, að svo örðuglega gengi fyrir sér að láta fólk taka eftir skrifum sínum. Hann sá, að hugsjón hans mundi vera »normal« eins og líkamssjón- in. Hann sá hlutina öðruvísi en aðrir og sá þá betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.