Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 69

Réttur - 01.02.1927, Page 69
Rjettur] KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR 71 Þá er og ýmislegt smærra og minna sígilt notað í sama tilgangi svo sem gengismál og fl., og ritað um það ósköpin öll með miklum æsingi og orðaflaumi. Við nánari athugun liverfur þetta þó flest eins og hjóm fyrir vindi. Um pen- ingagengið er til dæmis það að segja að harla ástæðulaust er fyrir bændur og verkalýð að rífast um það mál, því að báðum stjettunum eru gengissveiflurnar skaðlegar og fje- flettar og arðnýttar eru þær í sameiningu hvernig sem gengið er. Það er nú sannarlega mál til komið fyrir vinnandi stjett- irnar, að láta allar tilraunir til að siga þeim saman sem vind um eyrun þjóta, en snúa sjer heldur í bróðerni að sameiginlegum hagsmuna- og áhugamálum. I öllum aðahnáhun eiga verkamenn og bændur samleið. Hvorirtveggja hafa óhag af öflum óbeinum sköttum. Báð- ar stjettir hafa óhag af skipulagsleysi atvinnulífsins. Báð- um er ómetanlegt gagn að því, að losna við alla milliliði í viðskiftum og að skipuleggja sjálfar verslunarmálin með samtökum. Báðum er umfram alt hagur að því, að ræktun landsins komist í sæmilegt horf, því með því móti einu er hægt að stöðva fólksstrauminn til kaupstaðanna og bæta úr atvinnuleysinu. Því byggilegri sem sveitirnar væru, því meir myndu menn laðast að þeim og því betur mundi alþýðunni líða í kaupstöðum. Því minni sem framleiðslu- kostnaðurinn væri á Iandbúnaðarafurðum, því ódýrari yrðu þær fyrir kaupstaðarbúa, ef ekki væri um okur að ræða. Með þróun stórútgerðarinnar og endalykt sjálfstæðis- málanna, hefst nokkur stjettavakning með bændum, sem verður til þess, að stofnaður er bændaflokkur, sem síðar hlýtur nafnið Framsóknarflokkurinn. Hver er nú stefna þessa flokks og hvernig hefir liann starfað? (Frh.). Brynjólfur Bjarnason.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.