Réttur


Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 24

Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 24
26 ÖRBIRGÐ [Rjettur andlitinu og grœtur með þungum ekka. Það er eins og hún viti ekki um ösina, sem fram hjá streymir, en mörgu auga er rent til hennar og í svip margra má lesa samkend og hlýju. Enginn talar til hennar. Fátt geng- ur meir til hjarta en grátstunur þeirra, sem enginn á orð til að hugga. Menn eru á heimleið frá kirkjunni. Þeir fara eftir þjóðveginum í hópum, stórum og smáum, ríðandi og gangandi. Þeir, sem eiga góðhesta, fara greitt. Mold og samþir þyrlast upp úr veginum og hylur þá, sem) næstir eru, í þjettum mekki. Þegar fremsti hópurinn er kom- inn nokkuð áleiðis, verður einum manninum litið á vasa- klút, sem liggur við götujaðarinn. Hann fer af baki og tekur upp klútinn, semj er svo velktur og óásjálegur, að hann gerir sig líklegan til að fleygja honum aftur, en hættir við það og lætur hann í tösku við hnakkinn sinn. Og ferðinni er haldið áfram. Skömmu síðar sjer samferðafólkið konu koma á móti sjer. Hún fer svo hratt, sem fæturnir geta borið hana og másið heyrist langar leiðir. Þarna er Sveitar-Gunna komin. Fólkið stöðvar ferðina og horfir undrandi á hana. Hvernig í ósköpunum vjek þessu við, að hún mætti fólkinu, sem var að koma frá kirkjunni og það á þessum litlu hlaupum^ eins og lífið lægi við. Sjaltuskan hennar flaksast út í loftið eins og hún væri orðin að vængjum og pilsgarmurinn slettist utan um öklana á henni. Stundum1 sveiflast það upp undir hnje og snýst svo fast að leggjunum, að hún verður að hika um svip- stund, til þess að geta hert á hlaupunum á ný. Hún stað- næmist hjá fólkinu, en kemur engu orði upp fyrir mæði. »Þið hafið ekki fundið vasaklút?« segir hún loksins með öndina í hálsinum. Það var þá ekki annað en þetta. Fyrir óhreina klútdulu hafði hún hlaupið eins og hún væri að vinna fyrir lárviðarsveig. Maðurinn rjetti henni klútinn. »Þetta fundum við«,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.