Réttur


Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 31

Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 31
Rjettur] FRÁ ÓBYGÐUM 33 sparkað fljótinu norður fyrir hálsinn. Rennur það niður með honum að norðan, en neðan við hann hefir það brotið sér farveg suður að hrauninu og fellur norðan við það niður á móts við Kalmanstungu. Þar slær það sér suður á hraunið og niður eftir því sunnanverðu. Norðlingafljót er ekki vatnsmikið og venjulega með litluin jökullit. Áður fyr var oft farið af Þorvaldshálsi suður yfir Hall- mundarhraun, um Torfabæli vestan við Eiríksjökul, þaðan yfir Geitland og á Kaldadal. Þessi leið er sýnd á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar. Nú er hún aldrei farin. Þegar komið er yfir Norðlingafljót, tekur við Hæða- sporður, suðurendinn á Arnarvatnshæðum. Svo nefnast hæðir margar og hryggir úr grágrýti, er ganga suður og vestur frá Arnarvatni. Vestan við Hæðasporð er lægð. Eft- ir henni rennur á sú, er Refsvena heitir. Kemur hún norðan af heiði og fellur í fljótið. Arnarvatnshæðum hallar niður að Hallmundarhrauni. Rennur Norðlingafljót milli þeirra og hraunsins. Vegurinn liggur norðaustur hæðirnar nokkuð frá fljótinu og sést það óvíða. Hæðirnar eru gróðurlausar að ofan, en milli þeirra er allmikill gróður. Alllangt austur frá Hæðasporði er bug- ur á fljótinu til norðurs. Heitir þar Álftakrókur. Upp frá bugnurn til norðurs er lægð og í henni vatn, er Álftakróks- vatn nefnist. Veginn ber að þessum bug, en sveigir þaðan norður lægðina. Norðaustur af vatninu er sæluhús, en vest- ur af því, við veginn, girðing fyrir hesta leitarmanna, sem gista í Álftakrók. Sunnanfljóts, á móti Álftakrók, eru Iág grágrýtisfell, er Sauðafjöll heita. Þessir staðir eru í norður frá Eiríksjökli miðjum. Kl. 3 um nóttina komum við í Álftakrók. Létum við hest- ana í girðinguna, en tjölduðum þar nærri. Höfðum við far- ið hægt og áð oft og lengi. Venjulega er talin 4 tíma reið frá Kalmanstungu í Álftakrók, þó mun það vera fremur hart riðið. Er þá talin 1/2 tíma reið í Vopnalág, og jafn- langt þaðan í Hæðasporð, en þaðan röskan klukkutíma í 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.