Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 31

Réttur - 01.02.1927, Side 31
Rjettur] FRÁ ÓBYGÐUM 33 sparkað fljótinu norður fyrir hálsinn. Rennur það niður með honum að norðan, en neðan við hann hefir það brotið sér farveg suður að hrauninu og fellur norðan við það niður á móts við Kalmanstungu. Þar slær það sér suður á hraunið og niður eftir því sunnanverðu. Norðlingafljót er ekki vatnsmikið og venjulega með litluin jökullit. Áður fyr var oft farið af Þorvaldshálsi suður yfir Hall- mundarhraun, um Torfabæli vestan við Eiríksjökul, þaðan yfir Geitland og á Kaldadal. Þessi leið er sýnd á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar. Nú er hún aldrei farin. Þegar komið er yfir Norðlingafljót, tekur við Hæða- sporður, suðurendinn á Arnarvatnshæðum. Svo nefnast hæðir margar og hryggir úr grágrýti, er ganga suður og vestur frá Arnarvatni. Vestan við Hæðasporð er lægð. Eft- ir henni rennur á sú, er Refsvena heitir. Kemur hún norðan af heiði og fellur í fljótið. Arnarvatnshæðum hallar niður að Hallmundarhrauni. Rennur Norðlingafljót milli þeirra og hraunsins. Vegurinn liggur norðaustur hæðirnar nokkuð frá fljótinu og sést það óvíða. Hæðirnar eru gróðurlausar að ofan, en milli þeirra er allmikill gróður. Alllangt austur frá Hæðasporði er bug- ur á fljótinu til norðurs. Heitir þar Álftakrókur. Upp frá bugnurn til norðurs er lægð og í henni vatn, er Álftakróks- vatn nefnist. Veginn ber að þessum bug, en sveigir þaðan norður lægðina. Norðaustur af vatninu er sæluhús, en vest- ur af því, við veginn, girðing fyrir hesta leitarmanna, sem gista í Álftakrók. Sunnanfljóts, á móti Álftakrók, eru Iág grágrýtisfell, er Sauðafjöll heita. Þessir staðir eru í norður frá Eiríksjökli miðjum. Kl. 3 um nóttina komum við í Álftakrók. Létum við hest- ana í girðinguna, en tjölduðum þar nærri. Höfðum við far- ið hægt og áð oft og lengi. Venjulega er talin 4 tíma reið frá Kalmanstungu í Álftakrók, þó mun það vera fremur hart riðið. Er þá talin 1/2 tíma reið í Vopnalág, og jafn- langt þaðan í Hæðasporð, en þaðan röskan klukkutíma í 3

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.