Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 17

Réttur - 01.02.1927, Page 17
Rjettur] GEORGE BERNHARD SHAW 19 sína eftir fyrirmælum, heldur nautnin við að þjóna líí- inu í manninum sjálfum,’. Siðferðileikinn er ekki sjálfs- afneitun, heldur trygð, hollusta við lífið, sem leitar að framrás og nýjum fullkomnari formjum til þess að birtast í. Þó ekki sé annað greint, en þessi fáu atriði, þá má skjótt af því marka, að í þeim er falið »nýtt mat allra hluta«. Enda er flestum ljóst, eftir að hafa lesið bækur Shaw og séð hvernig hann heimfærir þetta upp á ýmsar hliðar mannlífsins, að flestir hlutir standa á höfði, en ekki réttum fótum, í stofnunum þjóðfélagsins. En í engu efni er hugmyndabyltingin róttækari, held- ur en í þeim efnum, er snerta samband manns og konu, eða í því, sem venjulega er nefnt ástamál. Shaw varð eitt sinn að bíða í átta ár eftir því að leyft yrði að sýna eitt leikrit hans: Mrs. Warrens Profession. Það var bannað að sýna það vegna þess, að ósæmilegt þótti að tala um það á leiksviði, að kona hefði þá at- vinnu að reka pútnahús. Shaw bendir á, að ef hann hefði dregið léttkilæddar skækjur inn á leiksviðið, lýst ábyrgðarleysi lífs þeirra og innihaldslausri kátínu, og látið þær svo deyja á leiksviðinu úr tæringu, þá hefði áhorfendahópurinn hágrátið af samúð og leikritinu ver- ið vel tekið. En það var bannað af því, að hann sýndi fram á, að atvinna vændiskvenna vœri bein afleiðing af kjöruml og uppeldi fátækra kvenna í stórborgum. En Shaw hefir aldrei haft nokkura tilhneigingu til þess, að fara með það inn á leiksviðið, er sýndi hina ytri hlið ástalífsins eða þess aðdráttarafls, er kynin hafa hvort á annað. Eg held naumast að karl og kona kyssist á leiksviði í leikritum hans, hvað þá að dregnar séu upp rómantiskar myndir af samdrætti kynjanna. En þó er honum tíðræddara um það efni, en nokkuð annað, vegna þess að hann veit, að þetta er einn sterkasti þátturinn í einkalífi manna, og ein af undirstöðunum, sem þjóð- 2*

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.