Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 64

Réttur - 01.02.1927, Side 64
06 KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR [Rjettur verðlag á landbúnaðarafurðum hefir ekki vaxið að sama skapi og á iðnaðarafurðum. Vjer sjáuin nú, að hnignunin á kjöruin landbúnaðarins hjer á landi á rót sína að rekja til sömu orsaka. íslenskir bændur fá nú alt að því þriðj- ungi minna fyrir aðalframleiðsluvöru sína en áður. Eng- inn skyldi þó ætla, að þetta sje happ fyrir almenning í íslenskum kaupstöðum, sem neytir kjötsins. Skýrslur Hag- stofunnar sýna, að smásöluverð á kjöti í Reykjavík er næstum altaf hærra en svarar til almennrar verðhækkunar. Hjer er því um viðskiftafjeflettingu að ræða, bæöi á bændastjettinni og almenningi í kaupstöðum. Annað verður uppi á teningnum ef tekin er til með- ferðar hlutdeild bænda í opinberum gjöldum. Oft heyrist kveða við hjá kaupmönnum og atvinnurekendum i kaup- stöðum, að bændur þurfi svo sein ekki að kvarta yfir skattabyrðinni. Þeim finst allur þungi og erfiði þjóðarbú- skaparins hvíla á herðum sínum, að þeir sjeu einskonar gestgjafar við hinar opinberu veitingar ríkisins og láta óspart básúna mikilleik sinn í blöðurn sínum. Aðferðin til þess að láta almenning borga brúsann er svo kænleg, að alþýða manna bæði til sjávar og sveita trúir þessu oft sjálf. Þó gefst mönnum tækifæri til að sjá yfirlit yfir tekjur og gjöld ríkissjóðs á hverju ári í blöðum hinnar ríkjandi stjettar. Síðastliðið ár til dæmis voru tekjur rík- issjóðs alls 12 miljónir 477 þús. kr., þar af fasteignaskatt- ur, tekju- og eignaskattur aðeins 1 tniljón 443 þús. kr. eða 11—12%. Tollarnir voru alt að 7 miljónir króna. Meðan ihaldsstjórnin hefir setið að völdum hafa toll- arnir hækkað gífurlega. 1923 námu þeir ca. 3 miljónum og 800 þús. kr., en 1924 hækkuðu þeir um kr. 1870000.00. í marslok það ár varð almenn tollhækkun um 25% og 20% verðtollur frá sama tíma. Árið eftir hækkaði svo út- flutningsgjald eftir verðmæti úr 1% upp í 1 /2%- Aðflutningstollarnir koma þungt niður á öllum almenn- ingi, en þó þyngst á þeim, sem mesta ómegðina hafa. Enga stjett leika tollarnir þó ver en bændur. Þeir hafa venju-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.