Réttur


Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 15

Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 15
Rjettur] GEORGE BERNHARD SHAW 17 um. Stjórnspeki er sá andans máttur, sem ekki breytir fyrst og fremst hinni ytri valdaafstöðu, heldur breytir möiinunum. Mannfélagið er í eymdarástandi og skipu- lagsleysi vegna þess, að það þekkir ekki sjálft sig. Mannkynið hefir í raun og veru sameiginlega sál, en stór svið í henni eru meðvitundarlaus eða rotin af glap- sýnum og tilfinningum, sem komist hafa úr öllu sam- bandi við skynsamlegt vit. Stjórnspekin getur því ekki miðað að neinu skemmra, en að skapa nýtt kyn — nýja menn, sem vita hvað þeir vilja. Ef mpnnirnir vissu hvaó þeir vildu, þá gæti hin sameiginlega atorka afnumið fátæktina, sem og aðra sjúkdóma; mennirnir þurfa ekki að verða hervaldsfárinu að bráð, né verða verk- færi í hendi hvers samviskulauss manns, sem hefir næga skapsmuni til þess að keyra þá til hlýðni við sinn vilja. Eini vegurinn til þess að endurleysa mennina er, að þeir skilji sjálfa sig. Nú eru allar þeirra hugmyndir sveiflaðar í þoku aldagamalla hleypidóma og hjátrúar. Breytt er yfir veruleikann með stórum rómantiskum orðum, og rotnunin þrífst í skjóli þeirra. Menn sýna meiri og minni hollustu þessum stóru orðum, en svíkja lífið. Siðferðishugmyndir okkar eru réttlœtingar á vananum og hefðinni, semi oftast eiga sér rætur í vits- munaskorti. Hér er eitt lítið dæmi til skýringar, tekið úr »Cæsar and Cleopatra«: Kleópatra hefir látið myrða mann, sem Cæsar hefir slept úr varðhaldi. (Cæsar er staddur í höll Kleópötru, en uppreist er í landinu). Hann áfellist hana fyrir verk- ið. Kleópatra ver gjörðir sínar með því að réttlætið hefði krafist þessa verks. Maðurinn hefði ætlað að svíkja bæði sig og Cæsar og hefði auk þess sýnt sér, drotningunni, ósvífni. Og hún ber málið undir þá, sem viðstaddir eru. Allir ertu á hennar bandi. Síðastur er Britannus, sem er ímynd hinnar ensku lundar. Britannus: Væri svikum, falsi og trygðrofi látið ó- 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.