Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 15

Réttur - 01.02.1927, Side 15
Rjettur] GEORGE BERNHARD SHAW 17 um. Stjórnspeki er sá andans máttur, sem ekki breytir fyrst og fremst hinni ytri valdaafstöðu, heldur breytir möiinunum. Mannfélagið er í eymdarástandi og skipu- lagsleysi vegna þess, að það þekkir ekki sjálft sig. Mannkynið hefir í raun og veru sameiginlega sál, en stór svið í henni eru meðvitundarlaus eða rotin af glap- sýnum og tilfinningum, sem komist hafa úr öllu sam- bandi við skynsamlegt vit. Stjórnspekin getur því ekki miðað að neinu skemmra, en að skapa nýtt kyn — nýja menn, sem vita hvað þeir vilja. Ef mpnnirnir vissu hvaó þeir vildu, þá gæti hin sameiginlega atorka afnumið fátæktina, sem og aðra sjúkdóma; mennirnir þurfa ekki að verða hervaldsfárinu að bráð, né verða verk- færi í hendi hvers samviskulauss manns, sem hefir næga skapsmuni til þess að keyra þá til hlýðni við sinn vilja. Eini vegurinn til þess að endurleysa mennina er, að þeir skilji sjálfa sig. Nú eru allar þeirra hugmyndir sveiflaðar í þoku aldagamalla hleypidóma og hjátrúar. Breytt er yfir veruleikann með stórum rómantiskum orðum, og rotnunin þrífst í skjóli þeirra. Menn sýna meiri og minni hollustu þessum stóru orðum, en svíkja lífið. Siðferðishugmyndir okkar eru réttlœtingar á vananum og hefðinni, semi oftast eiga sér rætur í vits- munaskorti. Hér er eitt lítið dæmi til skýringar, tekið úr »Cæsar and Cleopatra«: Kleópatra hefir látið myrða mann, sem Cæsar hefir slept úr varðhaldi. (Cæsar er staddur í höll Kleópötru, en uppreist er í landinu). Hann áfellist hana fyrir verk- ið. Kleópatra ver gjörðir sínar með því að réttlætið hefði krafist þessa verks. Maðurinn hefði ætlað að svíkja bæði sig og Cæsar og hefði auk þess sýnt sér, drotningunni, ósvífni. Og hún ber málið undir þá, sem viðstaddir eru. Allir ertu á hennar bandi. Síðastur er Britannus, sem er ímynd hinnar ensku lundar. Britannus: Væri svikum, falsi og trygðrofi látið ó- 2

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.