Réttur


Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 40

Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 40
42 FRÁ ÓBYGÐUM [Rjettur Óðu þau þokuna í úlfgráum feldi. Nefndi ég fellin Hcið- ingja. Gamalt hraun virtist vera kringum syðri fellin, og kallaði ég það Heiðingjahraun, en skarðið austur þaðan, milli Langjökuls og Kráks, nefndi ég Hciðingjaskarð. Heiðingjarnir eru auðsjáanlega gamlir gígir. Austur frá Heiðingjum sá í langt fell, en lágt og er það hæst að sunn- an, en lækkar norður. Riðum við nú sem mest við máttum austur að fellinu, en stefndum þó nokkuð til norðurs. Und- ir fellinu er mikil aurbleyta. Áðum við þar, en ég gekk upp á fellið. Sá ég þá, að það var Iangur hryggur, er ég nefndi Kroppinbak. Skamt austur þaðan grilti í bratta fjallshlíð, en hvergi sást fyrir brúnum hennar né endum. Austur að fjallinu lágu flatir sandar og á þeim lítill ás. Suður með honum sá í hraun. Nú syrti að aftur, og hélt eg til félaga nrinna. Nokkur ágreiningur varð nú um það, hvernig halda skyldi. Á Ieiðinni frá Arnarvatni höfðum við aldrei séð Krák. Héldu félagar mínir, að við hefðum stefnt of sunn- arlega og fjallið framundan væri stalli Langjökuls, en ég hélt, að það væri Krákur. Tókum við nú eftir því, að komp- ásinn kvikaði í sífellu og var engin leið að fara eftir hon- um. Varð það úr, að halda suður með fjallinu. Héldum við nú austur yfir Kroppinbak og gekk seint fyrir klakahlaup- um. Var nú komin á norðan stórhríð og herti frostið furðu fljótt. Við vorum blautir og gerði kalt, en hestarnir rákust illa. Sóttu þeir ýmist upp í veðrið eða slógu undan því. Tók ég þá það ráð, að teyma hest minn á undan, en félagar mínir ráku hina á eftir. Stefndi ég nú austur á fjallshlíð- ina og út á hraunið við ás þann, sem áður er nefndur. Hraunið var marflatt helluhraun, vindgnúið mjög og frost- sprengt. í hraunröndinni voru tjarnir, og á þeim hestís. Sveigði nú fjallshliðin til austurs, og héldum við meðfram henni á hrauninu. Nokkru austar beygði hún til norðurs. Var ég þá viss um, að fjallið væri Krákur, en við værum á Heiðingjaskarði. Héldum við nú í austur frá fellinu og sá þá ekkert nema hraunhólana. Þá er við höfðum farið svo um hríð, bar okkur að ás, og endaði hraunið við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.