Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 40

Réttur - 01.02.1927, Page 40
42 FRÁ ÓBYGÐUM [Rjettur Óðu þau þokuna í úlfgráum feldi. Nefndi ég fellin Hcið- ingja. Gamalt hraun virtist vera kringum syðri fellin, og kallaði ég það Heiðingjahraun, en skarðið austur þaðan, milli Langjökuls og Kráks, nefndi ég Hciðingjaskarð. Heiðingjarnir eru auðsjáanlega gamlir gígir. Austur frá Heiðingjum sá í langt fell, en lágt og er það hæst að sunn- an, en lækkar norður. Riðum við nú sem mest við máttum austur að fellinu, en stefndum þó nokkuð til norðurs. Und- ir fellinu er mikil aurbleyta. Áðum við þar, en ég gekk upp á fellið. Sá ég þá, að það var Iangur hryggur, er ég nefndi Kroppinbak. Skamt austur þaðan grilti í bratta fjallshlíð, en hvergi sást fyrir brúnum hennar né endum. Austur að fjallinu lágu flatir sandar og á þeim lítill ás. Suður með honum sá í hraun. Nú syrti að aftur, og hélt eg til félaga nrinna. Nokkur ágreiningur varð nú um það, hvernig halda skyldi. Á Ieiðinni frá Arnarvatni höfðum við aldrei séð Krák. Héldu félagar mínir, að við hefðum stefnt of sunn- arlega og fjallið framundan væri stalli Langjökuls, en ég hélt, að það væri Krákur. Tókum við nú eftir því, að komp- ásinn kvikaði í sífellu og var engin leið að fara eftir hon- um. Varð það úr, að halda suður með fjallinu. Héldum við nú austur yfir Kroppinbak og gekk seint fyrir klakahlaup- um. Var nú komin á norðan stórhríð og herti frostið furðu fljótt. Við vorum blautir og gerði kalt, en hestarnir rákust illa. Sóttu þeir ýmist upp í veðrið eða slógu undan því. Tók ég þá það ráð, að teyma hest minn á undan, en félagar mínir ráku hina á eftir. Stefndi ég nú austur á fjallshlíð- ina og út á hraunið við ás þann, sem áður er nefndur. Hraunið var marflatt helluhraun, vindgnúið mjög og frost- sprengt. í hraunröndinni voru tjarnir, og á þeim hestís. Sveigði nú fjallshliðin til austurs, og héldum við meðfram henni á hrauninu. Nokkru austar beygði hún til norðurs. Var ég þá viss um, að fjallið væri Krákur, en við værum á Heiðingjaskarði. Héldum við nú í austur frá fellinu og sá þá ekkert nema hraunhólana. Þá er við höfðum farið svo um hríð, bar okkur að ás, og endaði hraunið við hann.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.