Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 11

Réttur - 01.02.1927, Side 11
Rjettur] GEORGE BERNHARD SHAW 13 hann«. »Hvaða lífsskoðun eða heimspeki hefir Bernhard Shaw?« spurði maðurinn. Shaw kvartar yfir því á einum stað, að hæfileikar hans til þess að skrifa skemtilega, hafi oft orðið til þess, að mönnum hafi láðst að taka eftir því, hvað hann væri að segja. Enn þann dag í dag spyr meiri hluti manna, sem eitthvað hefir séð eða lesið eftir Shaw, hvort hann hafi nokkrar ákveðnar skoðanir. Þeir sjá í ritum hans haglskúr af fyndni og smellyrðum, og halda að bækurn- ar séu ritaðar til þess að koma þessu að. Og er þetta þó furðulegt í augum; þeirra, sem gefið hafa sér tóm til að lesa eitt einasta leikrit hans með athygli. Manninum er svo mikið niðri fyrir, að líklega er enginn annar höf- undur uppi, sem eins mjkið hefir að segja, og er eins mikiil alvara með að fá það sagt. Hann er allra manna óþolinmóðastur við þá menn,, sem svívirða listagáfu sína með því að dekra við hana, í stað þess að taka hana í þjónustu þess sannleika, sem þeir telja sig búa yfir, þess viðhorfs á tilverunni, sem er þeirra eðli. En hann villir mönnum sýn í fyrstu, vegna þess að hann sér svo mikið betur en aðrir. Hann segir sjálfur þessa sögu: Vinur hans, augnlæknir nokkur, athugaði í honum augun og sagði honum, að rannsókninni lokinni, að frá læknisfræðilegu sjónarm'iði væri ekkert eftirtektarvert við sjónina, vegna þess að hún væri alveg »normaI«. Shaw hélt að sjálfsögðu, að hann ætti við það, að sjón hans væri eins og allra annara. Læknirinn neitaði því sem alveg fráleitri hugsun, og flýtti sér að útskýra, að Shaw væri óvenjulega sjónskarpur. Hann hefði »norm- al« sjón, þ. e. hann sœi hlutina rétt, en það gerði ekki nema tíundi hluti manna; níu tíundu hlutar sæju »abnormal«. Shaw kvaðs þá hafa jafnskjótt áttað sig á því, hvernig á því stæði, að svo örðuglega gengi fyrir sér að láta fólk taka eftir skrifum sínum. Hann sá, að hugsjón hans mundi vera »normal« eins og líkamssjón- in. Hann sá hlutina öðruvísi en aðrir og sá þá betur.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.