Réttur - 01.01.1952, Page 2
2
RÉTTUR
Vinur lífsins
i.
Vor hérvist er próf í sköpunarinnar skóla,
skammt eða langt, um ógreiðar, þröngar brautir.
Lífið er framsókn, þróun og vaxtarþrautir,
og því er skyldan svo brýn
að reisa hið fallna, fjötur þess bundna slíta,
svo fái það notið sín.
Hvort vissuð þér lífið, eldinn, sem brann í hans augum?
Hver ætlar að hann verði lagður í gröf og byrgður?
Hann bjó hér sem gestur, góður, því er hann syrgður
genginn, af hryggum lýð.
Sé mannslífið hending, helvegur, sem við göngum,
til hvers er þá allt vort stríð?
Dauðinn er blekking, dag elur nótt hver í skauti,
úr Dumbhafi rísa eyjar með fagnandi gróður.
Hví skyldi þá efast um ástríkan vin og bróður
þess alls, sem er lífi gætt.
Það ferst ekki neitt. Hann lifir, um eilífð lifir
hvert líf, sem ér eitt sinn fætt.