Réttur - 01.01.1952, Page 4
4
KÉTTUR
n.
Hann stóð meðal vor í stríði nokkurra ára
og stjórnaði sóknum, vörnum og undanhaldi.
Kyrrði hinn frama, kjark í þann blauða taldi,
í krafti síns hetjumóðs.
Þó vissi ég engan í orustu gæta þess betur,
að ei væri sært til blóðs.
Sverð hans var orðið, sannleikans þunga magnað
samslungið djúpu, rökskyggnu, hlýju viti.
Hvöt skyldi vera öðrum, sem aldrei þryti,
einlægni hans og tryggð
við málstað hins sanna, mannkynsins von um fagurt
mannlif í hverri byggð.
Hvert sáðkorn, er féll í lífsins ódáins akur
á óskilinn rétt til vaxtar, í ljósinu bjarta.
Hann virti það lögmál, vann því af öllu hjarta.
Það vóru hans ævilaun
að vita frelsið á vegi til loka sigurs
og verða stærstur í raun.
m.
Ei hefur SÁ tóm að skreyta slíður sins skjóma
skrýtinni dul, er rýtings á von í bakið.
Málið er sverð vort, nú skal það mundað nakið
í nauðvörn af svikinni þjóð.
Bóndinn frá Þverá bjargaði Grímsey með ræðu.
Hvað bjargaði Agli? Ljóð.