Réttur - 01.01.1952, Side 6
Dansmærin
Sönn saga
eftir IRINA VOLK
Liðlangan daginn var Súk Sja önnum kafin við að elda
hrísgrjón, hreinsa koktímamúl, bragðgóðar, álandi baunir,
skera hvíta feminga úr baunahlaupi, eða túbú, í mjóar
lengjur og sjóða þær í baunaolíu þar til þær urðu stinnar
og gljáandi, og loks að baða litlu börnin og þvo af þeim
fötin.
Hún gekk rösklega og f jörlega að verki og söng eins og
lævirki myrkranna á milli.
En á kvöldin var hún svo vön að fara í bezta kyrtilinn
sinn, hnýta rauðan borða um þykka, svarta hárið og
smeygja á sig nýstárlegum skóm með háum, rauðum
hælum. Stúlka, sem hafði dansað á Kím II Sen-torginu á
kosningadaginn hafði verið á allt að eina skóm. En það
var fegursti óskadraumur Súk Sja að verða dansmær.
Hún hafði farið á laun til starfsstöðva hinnar frægu
kóresku danslistarkonu, Tsoi Syn Hi, og sótt um að fá
að verða nemandi hennar, en verið sagt að bíða þar til
nýtt námskeið byrjaði með haustinu.
Súk Sja keypti sér dansskó, og á hverju kvöldi, þegar
dagsverki hennar var lokið, skemmti hún kunningjum
sinum með dönsum, sem hún fann sjálf upp á jafnóðum.
Hún var mjög stolt, og enginn af þessum kunningjum
hennar hafði hugmynd um, að hún var annars bara vinnu-
stúlka á fremur fátæku kóresku heimili.