Réttur - 01.01.1952, Page 7
RÉTTUR
7
Allir héldu að hún væri þegar nemandi Tsoi Syn Hi, og
hún var kölluð „Björt dansmær“ af því að nafnið hennar
þýddi „hin bjarta“ eða „hin hreina“.
Súk Sja þótti mjög vænt um húsbændur sína og litlu
tvíburana þeirra. Móðir hennar var langt í burtu í hafnar-
borginni Vonsan, en hún kallaði húsmóður sína ommani,
mömmu, og húsbónda sinn abodi, föður, enda þótt bæði
væru litlu eldri en Sjúk Sja sjálf, en hún var sautján ára.
Það hafði lengi verið talið sjálfsagt mál að Súk Sja heim-
sækti þau á kvöldin, þegar hún væri komin í dansskólann,
og ætti víst sæti og skál af hrísgrjónum við lága borðið.
.... Svo var það einn morgun, að Súk Sja hraðaði sér
á markaðstorgið til að kaupa svolítið af hrísgrjónum handa
börnunum áður en sprengjuregn dagsins byrjaði. Hún
hafði lokið erindi sínu og var að leggja af stað frá torg-
inu, þegar hvein í varðflautum og undir var tekið af marg-
radda kór bjallanna, sem hanga í andyrum allra húsa í
Pyongyong, og loks af óhugnanlegu gauli sírenanna. Súk
Sja settist á hækjur sér við grænmetisborð, starði upp í
loftið og hélt niðri í sér andanum. I sama vetfangi gaus
upp svartur reykjarmökkur fyrir framan hana, hún fékk