Réttur - 01.01.1952, Síða 9
RÉTTUR
9
hann leit upp og horfði hissa á þessa kynlegu litlu veru, sem
allt í einu birtist þarna frammi fyrir honum — á skóm með
háum rauðum hælum, í hveitum, gauðrifnum kyrtli og hár-
ið flókið og flaksandi, en í því lafði rauði borðinn, allur
úr lagi færður, sem hún hafði knýtt svo vandlega um morg-
uninn.
„Lofið mér að fylgja yður,“ sagði Súk Sja og var mikið
niðri fyrir. ,,Ég vil ganga í herinn; þér verðið að taka
mig í herinn . . . . “
„Hvað getur þú gert?“ spurði hann vingjarnlega.
„Ég get soðið pab og kúksa,* þvegið þvott og saumað.
Þetta þarf allt að gera í hemum,“ sagði Súk Sja áköf. „Og
ég verð fljót að læra að skjóta þá,“ bætti hún við í skyndi-
legum ofsa og kreppti litlu hnefana.
Fyrirliðanum féll æ betur við þessa stúlku. Hún minnti
hann á sína eigin dóttur, stúdent við háskólann í Pyongy-
ang, sem hafði farið til vígstöðvanna á fyrstu dögum stríðs-
ins. Og nú var langt síðan hann hafði nokkuð til hennar
spurt. Hann vildi gjarnan taka við Súk Sja til hjálpar við
matreiðsluna, en ákvað þó að reyna dálítið betur í henni
þolrifin. Hann hristi höfuðið, benti á rauðu skóna og sagði:
„Nei, á skóhælum eins og þessum gengur enginn til or-
ustu .. . . “
Súk Sja hikaði andartak, aðeins andartak. Svo laut hún
snögglega niður, málmslegnir hælarnir glömruðu við grjót,
og hún stóð berfætt frammi fyrir deildarforingjanum.
Hann reis á fætur og rétti stúlkuna hönd sína.
„Þú vinnur eiðinn við trumbuslátt í fyrramálið,“ sagði
hann hátíðlega. „Og farðu nú til brytans og segðu honum
að tygja þig til.“
Á meðan allir voru í svefni nema verðimir, hefði mátt
greina lítinn skugga, sem hvarflaði um gilið þar sem grái
steinninn stóð. Litlar hendur gripu tvo rauða skó upp af
Kóreskir hrísgrjóna- og hveitiréttir.