Réttur - 01.01.1952, Side 11
RÉTTUR
11
anhaldið. Súk Sja var komin niður í gilskoruna, þegar hún
heyrði kæft óp. Hún sneri sér við og sá foringja sinn riða
og falla til jarðar. 1 sömu svipan kraup hún við hlið hans.
Hann hafði fengið banaskot. Súk Sja gat ekki, vildi ekki
trúa því. Hún tók í öxl hans og hristi hann og hrópaði
hvað eftir annað:
„Abodí, abodí . . . . “
Svo var þrifið í hana ómjúkum höndum sem slitu hana
frá líkinu. Tveir amerískir hermenn hröðuðu sér á burt
með hana og litlu síðar dróst hún áfram í hóp af föngum
með hendur bundnar á bak aftur.
Þeim varð troðið inn í einn af þessum forgörðum dauð-
ans, sem víðsvegar getur að líta á amerískri grund í Kóreu.
Einu sinni á dag fengu þau daunillt vatn með nokkrum
bygggrjónum á floti. Súk Sja og tvær stúlkur aðrar urðu
að skilja grjón í þetta seyði á hverjum morgni úr haug
sem lá óbyrgður í garðinum og skreið út í möðkum.
Bygghaugurinn lá út að girðingunni, og dag nokkum
tóku stúlkurnar eftir því, að það var lítil rauf í gerðið. Hún
hefði namnast verið skreið fyrir himd. En stúlkurnar vom
orðnar grannar eins og reyrstrá. Þeim varð litið hverri á
aðra.
Ein þeirra, Ok, hvíslaði lágt:
„Bara að vörðurinn liti af okkur andartak . . . . “
Hún sagði ekki meira; allar þrjár stálust þær til að líta
á opið mjóa, undankomuleið fyrir litla, horaða og hungraða
stúlku.
Nóttina eftir sýndi hin þögla og hlédræga Ok Súk Sja
trúnað sinn. Hún þrýsti sér fast upp að henni og bærði
naumast varirnar er hún sagði henni frá því að hún væri
sendiboði fyrir eina skæruliðasveitina.
„Þeir vonast eftir mér,“ sagði hún í öngum sínum. „Á
morgun ætti ég að færa þeim mikilsverð skilaboð. Þeir
bíða eftir mér, og ég er hér . . . . “
Hún þagnaði andartak og bætti svo við: