Réttur - 01.01.1952, Síða 17
RETTUR
17
hæst allra þeirra mikilmenna, sem vor litla þjóð hefur eignast,
Stephan G. Stephansson.
Þrauthugsaður var boðskapur hans, fluttur í meitlaðri list, sem
í senn aðvaraði og eggjaði.
Bændurna, þá, sem enn bjuggu við frelsi í jarðnæði víðáttunnar,
varaði hann við þröngbýlinu, þar sem auðvaldið var að ryðja
sér til rúms:
„Imí svifrúm lifs er þar svo
þrengt á allar lundir,
að þriðjungur af mönnum
er bara troðinn undir."
Og áfram hélt hann lofsöngnum til hins frjálsa landrýmis í
„Sumarkvöld í Alberta“ (1894):
„Eg ann þér vestrœn ábyggð,
láðið lífs og bjargar\
Með landrýmið þitt stóra
sem rumar vonir margar,
þvi án þin móti þrœldóm
vceri hvergi vigi
og vesturheimsha frelsið
œfintýr' og lýgi."
Og hann er ekki í vafa um hvaðan þrældómshættan stafi og
biður náttúruna sjálfa bandalags gegn því ógnarvaldi:
,,I>ú fóstran ung, sem fjöll þig kring
hjá frelsi og þjóðheill vaktu,
og að þér margan íslendmg
i útlegð sinni taktu —
en spentu lengst þitt fjallafang
með frosti og jökulstáli,
á móti auðvalds yfirgang'
og ofsa-trúar báli." („Minni Alberta". 1893).
Stephan G. Stephansson lætur ekki við það sitja að yrkja, hann
berst líka hinni daglegu pólitísku baráttu bóndans — og horfir
djarft fram þar eins og annarsstaðar.
í bréfi til Jóns frá Sleðbrjót 2. júni 1920 segir hann um þá
baráttu:
„Bænda-pólitík eins og hún hefur reynst („Agrarian Party“) eingöngu,
og hugsjónalaust, er ekki mín þrá. Það kann að vera ill nauðsyn. Ég er í
bændadeild hér af einlægni — en vel að merkja, formaður okkar, Woods,
2